Vesturland - 03.07.2019, Page 14

Vesturland - 03.07.2019, Page 14
14 3. júlí 2019 Allar gerðir báta velkomnar á bátadaga á Breiðafirði Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, í samvinnu við Báta­ og hlunnindasýninguna á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði í tólfta sinn dagana 5. og 6. júlí nk. Nú verður breyting á því nú eru allar gerðir báta velkomnar, ekki bara trébátar. Fyrirhuguð dagskrá er í stórum dráttum þessi sem hér segir: Föstudagur 5. júlí Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum föstudaginn 5 júlí. Flóð er um kl. 21 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina. Laugardagur 6. júlí Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9 og áformað er að sigla að Ólafseyjum og þar skoðaðar gamlar mannvistarleifar. Þaðan verður siglt í Sviðnur þær skoðaðar, eigendur verða á staðnum og fræða þáttakendur. Síðan verður siglt innanskerja til Skáleyja. Loks verður siglt til baka til Reykhóla og ráðgert koma að landi um eða fyrir kl. 20 en háflóð er um kl. 22 og því hentugt að taka bátana upp. Allir bátar eru velkomnir og eru sem flest hvött til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi. Sjá má fróðleik úr starfi félagsins og myndir frá fyrri bátadögum á vefsíðunni batasmidi. is. Frekari upplýsingar veitir: Hafliði Aðalsteinsson, formaður félagsins, s. 898­3839. Siglingaleiðin sem farin verður. Grundfirðingur seldur til Suðurnesja Fiskiskipið Grundfirðingur SH 24 hefur verið seldur til Suðurnesja þaðan sem hann verður gerður út til netaveiða, að því er fram kemur á vefnum skipamyndir. com. Grundfirðingur hefur verið gerður út frá Grundarfirði síðan 2001 en þá keypti útgerðarfyrirtækið Sofanías Cesilsson skipið og gerði lengst af út til línuveiða. Fyrir um ári síðan var áhöfninni hins vegar sagt upp og skipinu lagt. Grundfirðingur hét upphaflega Þorlákur ÁR 5 og var smíðaður hjá Stálvík í Garðabæ 1972 fyrir Meitilinn h/f í Þorlákshöfn. Árið 1977 fékk hann nafnið Brimnes SH og 1979 Rita NS 13 þar sem heimahöfn var Vopnafjörður. Árið 1982 varð báturinn svo Hringur GK og gerður út frá Hafnarfirði. Báturinn var lengdur 1973, yfirbyggður 1985 og aftur lengdur 1990, þá var honum slegið út að aftan og skipt um brú 1990. Hann mælist 151 brl./255 BT að stærð. Aðalvél 775 hestafla Caterpillar frá 1998. Upphaflega var hann 105 brl. að stærð. Grundfirðingur SH við bryggju á Grundarfirði. Nýr Bárður SH kominn á flot Bárður hífður á hafið. Ljósm.: Bredgaard Boats. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019. Nýsmíðin Bárður SH 81 var sjósett á dögunum í Bredgaard bátasmiðjunni í Rødby á eyjunni Lálandi, suður af Kaupmannahöfn höfuðborgar Danmerkur. Bárður SH 81 er smíðaður fyrir Pétur Pétursson skipstjóra og útgerðarmann á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Báturinn verður búinn til netaveiða. Hann er smíðaður úr trefjaplasti og mjög stór sem slíkur. Nýsmíðin er alls 26,9 metra löng og 7 metrar á breidd, og á að hafa pláss fyrir 55 tonna afla í fiskikörum í lest. Þetta mun vera stærsti plastbátur sem íslensk útgerð hefur látið smíða. Pétur Pétursson hefur undanfarin ár gert út eldri trefjaplastbát með sama nafni frá Arnarstapa en sá er íslensk smíði. Hinn nýi Bárður mun væntanlegur til Ísland síðar á þessu sumri. Meðfylgjandi myndir eru fengnar af Facebook­síðu skipasmíðastöðvarinnar Bredgaard Boats, en skipaáhugafólki skal einnig bent á heimasíðu þeirra bredgaardboats.com.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.