Vestfirðir - 12.04.2018, Síða 4

Vestfirðir - 12.04.2018, Síða 4
4 12. apríl 2018 Byggðastofnun spáir því að að byggð á Vestfjörðum muni hrynja á næstu áratugum. Samkvæmt spánni mun íbúum fækka um 75% frá 2017 til 2066. Í stað 7.000 íbúa nú munu verða 2.000 manns í fjórðungnum. Þetta þýðir einfaldlega að samfelld byggð slitnar í sundur og eftir verða fáar vanburðugar leyfar af þorpum. Í þessari spá er ekki gert ráð fyrir því, sem þó er vitað, að þegar fólki fækkar niður fyrir ákveðin þolmörk gefast íbúarnir upp og taka upp tjaldhæla sína, allir sem einn, og flytjast um set suður á bóginn. Þessi svartsýna spá þarf ekki að koma neinum á óvart. Frá 1980 hefur verið samfellt undanhald á Vestfjörðum, í fyrstu hægfara en svo með vaxandi hraða. Frá 1980 hefur Vestfirðingum fækkað um 33%. Það svarar til þess að þriðji hver maður er fluttur í burtu. íbúarnir voru um 10.500 en eru nú orðnir færri en 7.000. Þetta hefur gerst á aðeins 38 árum. Spáin fyrir næstu 50 ár er einfaldlega í fullu samræmi við reynsluna. 2.900 manna tap á Ísafirði Sterkasta svæði Vestfirðinga hefur ávallt verið Ísafjörður. Í Skultulsfirðin- um hefur íbúum fækkað úr 3.500 í 2.600 á þessu tímabili. Það er ekki bara að fólki hefur beinlínis fækkað heldur hefur þjóðinni fjölgað á sama tíma og Vestfirðir hafa farið á mis við fjölgunina. Hlutfall Vestfirðinga af landsmönnum var 4,6% en er nú aðeins 2,0%. Ef Ísfirðingar hefðu haldið óbreyttri hlutdeild hefði þeim ekki fækkað um 900 heldur fjölgað um 1.900 manns. Í stað þess að 5.400 byggju við Skutulsfjörð búa þar núna 2.500. Tap Ísfirðinga er ekki aðeins 900 manns heldur 2.900 manns. Á sama hátt má reikna út að það ættu að búa 16.000 manns á Vestfjörðum við óbreytta hlut- deild af þjóðinni í stað 7.000. Það vantar 9.000 manns. Afturförin kostar peninga Afturför í íbúaþróun kostar peninga. Laun á Vestfjörðum hafa lækkað í samanburði við aðra landshluta. Hagvöxtur á Vestfjörðum hefur verið minni en víðast hvar annars staðar. Út úr hagkerfi landshlutans hafa verið teknir hundruð milljarða króna þegar horft er yfir tímabilið frá 1980. Verð- mæti fasteigna hefur fallið í takt við framsal kvótans úr fjórðungnum og frá 1994 er verðfallið ekki minna en um 60 milljörðum króna sem svarar til um 12 milljónum króna að jafnaði á hverja íbúð. Þetta er tjón einstaklinganna. Íbúaþróunin er birtingarmynd af grófum lífskjaraþjófnaði. Verðmæti hafa verið flutt hreppaflutningi úr fjórðungnum. Engar bætur hafa verið greiddar. Engar bætur hafa verið boðnar. Engin krafa um bætur hefur verið sett fram. Spáin líklegasta niðurstaðan Nú má benda á að spá Byggðastofnunar sé aðeins framreikningur á for- tíðinni. Gert sé ráð fyrir að þróunin verði næstu áratugina eins og hún var þá síðustu. Það má líka benda á að spáin sé ekkert náttúrulögmál og horfunum megi breyta með einföldum hætti til betri vegar og sé það gert muni sól skína um fjöll og firði og Vestfirðingar munu leika á lófum sem aldrei fyrr. Allt þetta er rétt. Þróunin er mannanna verk. Það eru löngu þekkt úr- ræðin til þess að bæta úr. Það er bara spurningin um viljann. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er ekki vilji til þess að beita réttu ráðunum. Niður- lægingin síðustu 30 ár varð vegna þess að pólitískur vilji var til þess að styrkja höfuðborgarsvæðið. Eftir því sem liðið hefur á tímabilið veiktist staða Vestfirðinga og flestra annara hluta landsbyggðarinnar og að sama skapi hefur höfuðborgarsvæðið styrkst. Nú stöndum við í þeim sporum að það eru að verða ráðandi viðhorf að ekki eigi að efla atvinnulíf á Vest- fjörðum eða byggð að öðru leyti. Hver opinbera stofnunin á fætur annarri, að ekki sé talað um alls kyns samtök, leggst harkalega gegn nauðsynlegum framfaramálum og meðhöndlar Vestfirði sem náttúrusvæði sem hafi for- gang fram yfir mannlífið þar. Að öllum atriðum virktum er það líklegasta niðurstaðan að spá Byggðastofnunar gangi eftir. Tökum valdið heim Það eru nægar auðlindir til lands og sjávar á Vestfjörðum til þess að fóstra öfluga og vaxandi byggð í hverjum firði og hverri vík á Vestfjörð- um. Skilyrðin til þróttmikils mannslífs eru síst verri á Vestfjörðum en annars staðar. En til þess þarf að hagnýta kostina í þágu íbúanna. Vest- firðingar hafa meira en nóga reynslu af núverandi skipan mála til þess að fullreynt er að treysta öðrum fyrir veigamestu þáttunum. Vestfirðingar verða að taka til sín það vald sem nauðsynlegt er. Á það við um nýtingu fiskimiða, vatnsfalla sem um skipulag, umhverfismat og framkvæmdir. Það er verkefni Vestfirðinga á næstunni að fylkja sér um aðgerðir og gera ríkisstjórn og embættisvaldinu ljóst að þeim verður hrint í framkvæmt með góðu eða illu. Spáin um hrun byggðar segir okkur að engan tíma má missa. Opinber uppreisn er ekki lengur útilokuð sem úrræði. Kristinn H. Gunnarsson Kristinn H. Gunnarsson leiðAri 4. tölublað Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is. Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Kristinn H. Gunnarsson, sími: 892-7630, netfang: kristinn@kristinn.is. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is FríBlaÐINU Er DrEIFT í 3.400 EINTÖKUM Á Öll HEIMIlI OG FYrIrTÆKI Á VESTFJÖrÐUM Tökum valdið heim og verjumst hruni Sunnudaginn 11. mars s.l. fögn- uðu Litáar átján ára afmæli frá endurreisn sjálfstæðis og aldar- afmæli frá stofnun lýðveldis 1918. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Íslands, var sérstakur heiðursgestur við hátíðarhöldin, sem fram fóru í Þjóðleikhúsi Litáa í Vilni- us. Forseti Litáen, Dalia Grybauskaité, setti hátíðina með ræðu og ávarpaði Jón Baldvin sérstaklega.   Í ræðu sinni færði húni Jóni Baldvini og íslensku þjóðinni, sér- stakar þakkir fyrir frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Litáen og annarra Eystrasaltsríkja. Þessum við- burði var sjónvarpað beint, rétt áður en útsending frá Eurovision söngva- keppni Litáa (þar sem Ari okkar söng sitt lag) byrjaði.. Fyrr um daginn lagði Jón Baldvin blómsveig að nýreistu minnismerki um endurheimt sjálfstæði, sem stendur fyrir framan þinghúsið (Seimas) í Vilníus.   Hinn aldni foringi sjálfstæðis- hreyfingar Litáa (Sajudis), Vitautas Landsbergis, gisti sjúkrahús vegna veikinda þessa dagana.  Engu að síður átti hann -  að eigin ósk -  viðræður við Jón Baldvin, sem var bæði útvarpað og sjónvarpað. Vísanhornið hefst að þessu sinni í Bitrufirði. Óla Friðmey Kjartansdóttir, bóndi á Þóru- stöðum setti á vegginn sinn fyrir pásk- ana þessa færslu: Góðan daginn kæru vinir. Nú er væntanlega vorið að kíkja fyrir horn og óskandi að það sæki á jafnt og þétt úr þessu. Vætu er spáð víðast hvar næstu daga. Sólin dregur sig í hlé en hún er orðin hátt á lofti eins og sést hefur undanfarið. Hlýnar mér í sál og sinni sitjandi á þúfu minni. Horfi á sól um loftið líða lítandi yfir hauðið fríða. Allt að lifna enn og aftur  okkar vitjar lífsins kraftur. Guðmundur Hagalín frá Ingjalds- sandi átti um árabil heima í Bolunga- vík. Eitt sinn sat hann snemma morguns við Ósvör. Ekki var búið að opna safnið. Stafa logn var á Víkinni og sólin að koma upp. Þá rann hugur- inn í gegnum liðna tíð. Við Ósvör Brennur sól á stafni sefur búðin enn. Heyrist krunk í hrafni héðan réru menn. Þá var  þyngra lífið þreyttir yfir leitt Djúpið illt og úfið enginn sagði neitt Sátu þeir á þóftu þegar aldan skók. Sættu lag'i og lentu landið við þeim tók. Afla skipt og unninn öllu kunnu skil. Þá var röðull runninn rökkur komið til. Svefninn hrár og stuttur sjórinn ekkert val. Grimmur flár og fyrtur fyrirvinnu stal. Garpar þessir gengnir gangan öll var stíf. Elja þeirra undir okkar byggðu líf. Innan úr Djúpi barst viðamikið ljóðabréf frá Indriða Aðalsteinssyni, bónda á Skjaldfönn: Einhvern tíma skömmu fyrir 1980 sat ég aðalfund Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var á Núpi í Dýrafirði. Þetta var áður en kvóti til lands og sjávar fór að tröllríða víða vestfirskum byggðum og bjartsýni og framfarahugur var enn ríkjandi. Ólaf- ur Kristjánsson, seinna bæjarstjóri í Bolungavík, talaði mjög fyrir því að kúabændur byggðu ný og stór fjós og ykju mjólkurframleiðslu. Guðmundur Ingi, skáld á Kirkju- bóli var fundarritari og formaði þetta strax í vísu, sem mig minnir að hafi verið á þessa leið: Óli þolir ekkert slór eins og líka betur fór. Hefur teiknað hugumstór hundrað metra langan flór. Jón Fanndal Þórðarson, ylræktar- bóndi í Laugarási, nágranni minn og lengi oddviti varð snemma þunn- hærður. Eitt sinn í bændarímu fyr- ir Nauteyrarhrepp, sem ég hnoðaði saman, kom þessi vísa í hans hlut: Oddvitinn er ansi klár og öllum verkum hraðar. Það vaxa ekki á hans höfði hár hann hefur þau annars staðar. Eitt sinn sá ég til oddvitans vera að opna heimreiðarhliðið hjá mér og mætti ég honum með þessari vísu er hann kvaddi dyra: Maðurinn sem úti er undrun vekur mína. Hárinu af höfði sér hann er búinn að týna. Miklir efnispiltar ólust upp samtíða mér á nágrannabænum Ármúla og skulu hér þrír nefndir. Arnar Krist- jánsson stórútgerðarmann og nú blaðakóng nefni ég fyrstan. Undir háa Ármúlanum upp var fæddur ásamt kindum, hundum, hænum hestunum og kúm á bænum. Ekki vildi Arnar sig við búskap binda allar voru götur greiðar garpurinn hélt á fiskiveiðar. Hefur nú í saltan sjóinn mikið migið enda stéttar sinnar sómi sagður vera að flestra dómi. Gísli Jón, yngri bróðir Arnars er léttur á bárunni og afmælisdikturinn, einhvern tíma þegar stóð á heilum tug, í samræmi við það. Einn er til í ræl og rokk rómum sjávarhöldinn. Maddömmunnar fyllir flokk er með hafnarvöldin. Síðast en ekki síst er þá frændi minn Jóhann Alexandersson, en við erum systkinasynir. Hann var lengi vörubílsstjóri við lagningu Djúpvegar, síðan um árabil skipverji á Guggunni og hefur nú lengi oft og iðulega birst í blöðum og á skjám landsmanna sem Dalaostagerðarmeistarinn magnaði. Leikur allt í höndum hans hvergi í verkum staður. Einhver mesti Ísa lands ostagerðarmaður. Með þessum orðum Inndjúps- bóndans sláum við botninn í vísna- þáttinn að þessu sinni. Páskarnir eru að baki, sólin hækkar á lofti dag hvern, vorið er farið að láta á sér kræla til sjávar og sveita og sauðburður í vændum. Lífið og gróandinn eru að leysa veturinn af hólmi. Lesendum þáttarins eru sendar hlýjar vorkveðjur. Kristinn H. Gunnarsson Vestfirska vísnahornið jón baldVin Heiðurs- Gestur í litHáen

x

Vestfirðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.