Pósturinn - 26.11.1965, Síða 5

Pósturinn - 26.11.1965, Síða 5
NR- 2 26. NÖVEMBER 198": s íaT Zi y n s n n hár eða Sumir segja. að síða hárið sé að fara úr móð. Það hefur staðið styrr um þessa hártízku frá fyrstu byrjun, og menn hafa flokkað sig í tvo hópa, með og á móti. Nu virðist, sem flokkur þeirra sem eru á móti síða hárinu, sé óðum að stækka. Telja andstæðingar hársins það þungt á metaskálunum, hve óviðurkvæmilegt sé að geta tæplega greint á milli ungra pilta og stúlkna, þegar klæðnaður beggja er svo til alveg eins og hárgreiðslan líka. Enn er þó flokkur hinna síðhærðu öflugur, og held- ur fast við þá skoðun sína, að þetta séreinkenni æskunnar í dag skuli ekki leggj ast niður. Blaðið tekur að svo komnu máli enga afstöðu í málinu, en þar sem málið er ofarlega á baugi um þessar mundir höfum við fengið hóp af fólki til að segja skoðun sína á síða hárinu í fáum orðum. Séra Árelíus Níelsson, hinn kunni æskulýðsfrömuður, segir: Fallegt hár hefur um aldaraöir þótt eitt hið fegursta til að auka glæsimennsku bæði manna og kvenna. í gamla testamentinu og í fornsögum okkar eru hetjurnar alltaf hafðar með mikið hár. En tízkan segir sjálfsagt fyrir um þetta hverju sinni, eins og svo margt fleira, og það versta við bítlahárið svonefnda er ekki það að bítl- arnir gætu líkst Absalon Davíðssyni eða Gunnari á Hlíð- arenda, heldur hitt að því virðist fylgja og það stafa af hópkennd eða hjarðarhvöt, sem ein út af fyrir sig getur gert manninn að þýi og skríl, sem hættir að hugsa sjálf- stætt, en apar aðeins eftir öðrum. Heill þeim, sem þora að stefna gegn straumi tízkunnar, jafnt þótt þeir væru með mikið hár eða algjörlega sköllóttir. Rúnar Gunnarsson, Dátum. Sítt hár, en þó aðeins í hófi og ef það er nógu smart til þess. Janis Carol, söngkona: Mé'r finnst bara að hljómsveitarmenn ættu að hafa sítt hár, úr því að þeir þurfa endi- lega að apa eftir erlendum hljómsveitum, að öðru leyti finnst mér það Ijótt — sér- staklega ef það er illa þrifið. Ásbjörn Ragnar Jóhannesson, nemandi í Réttarholtsskóla: Sumum fer vel að hafa sítt hár og öðrum stutt. Samt myndi ég mæla á móti því að karlmenn hafi sítt hár, því að karlmenn eru nú einu sinni karlmenn og þeim ber að hafa stutt hár. Rafn Haraldsson, Toxic: £g er algerlega á móti síöu hári, vegna þess að mér finnst það ekki fara karl- mönnum. Valdís Jónsdóttir nemandi: Sítt hár — mér finnst það fallegra. Erlingur Björnsson, Hljómum: Sítt hár, ekki sízt núna í kuldanum. Það er betra en nokkur húfa. Stelpur ættu eingöngu að hafa sítt hár — mjög sitt. Mér finnst strákar vera ellilegri með stutt hár. Var ekki Jesús Kristur með hár niður á herðar? Rúnar Júlíusson, Hljómum: Eindregið og tvímælalaust sítt hár, bæði á karlmönnum og kvenfólki (nema kannski í sambandi við fótbolta). Mér finnst mjög stuttklipptir karlmenn alveg æðislega hall ærislegir. Ég held að unglingar mæli yfir leytt með síðu hári. Það eru bara skóla stjórar og gamalt fólk, sem er á móti þessu. Karl Hermannsson, áður í Hljómum: Mér finnst að flestum karlmönnum fari betur að hafa frekar mikið hár, t. d. kann ég alltaf betur við mig með sítt hár, en þó ekki of sítt. Cigríður Jóhannesdóttir verksmiðjustúlka: Sítt — mér finnst það klæða betur. Margrét Eðvaldsdóttir afgreiðslustúlka: Sítt — alveg örugglega. Mér finnst það mikið smartara. Hrönn Antonsdóttir nemandi: Ekki of stutt og alls ekki of sítt. Hrönn Scheving nemandi: Ekki of sítt. Mér finnst reglulega Ijótt að sjá stráka með hár niður á herðar — sérstaklega ef það klæðir þá ekki. Erla Indriðadóttir kvennaskólanemandi: Það fer alveg eftir útlitinu, hvernig það klæðir þá. Jakob Halldórsson, Toxic: Ég vil hafa karlmenn með stutt hár. Hitt finnst mér mjög ósmekklegt. Hrafnhildur Pálmadóttir hárgreiðslunemi: Mér finnst stutt hár fallegra og þrifalegra að öllu leyti. Öli Ben. hljómsveitarstjóri: Siðferðislega séð eiga karlmenn að vera | með stutt hár, en kvenfólk með sítt. Samt “ finnst mér bjánalegt af fólki að láta þá síðhærðu ekki í friði. Ölafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir: Ég þykist hafa tekið eftir því, að þessi síði hárlubbi á piltum er öruggt einkenni þess, að hugurinn er horfinn frá námi og alvarlegri skólavinnu og jafnframt fylgir hár- lubbanum furðulegt skeytingarleysi um nákvæmni og vand- virkni í verkum, auk þess sem loðið og illa hirt hár býður hvers kyns óþrifum heim. Annars vaxa flestir upp úr þessu á fáum árum, og eitt dæmi veit ég þess, að dreng- ur með loðinn haus hefur staðið sig vel í námi.

x

Pósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.