Pósturinn - 26.11.1965, Blaðsíða 6

Pósturinn - 26.11.1965, Blaðsíða 6
6 2S. NÚVEMBER 1965 N R. 2 Meira um hári Gunnar Þórffarson Hljnmum: Heldurðu að maður verði ekki að hafa sítt hár? Mér finnst bara allt mæla með því. Stuttklipptir karlmenn eru gamaldags. Jón Pétur Jónsson, Dátum: Mér finnst allt í lagi fyrir hljómsveitamenn að hafa sítt hár, en ekki aðra. Alice Boucher flugfreyja: Mér finnst meðalsítt hár langsætast — eins og til dæmis á Paul McCartney. Af hverju mega strákar ekki vera með sítt hár eins og viö? Guðni Jónsson, Tempó: £g kann betur við sítt, en samt ekki um of. Mér finnst fallegra fyrir hljómsveitir að hafa sítt. Sigurður Árnason, Tónum: Alls ekki of stutt, náttúrulega, en ekkert endilega of sítt. Samt finnst mér sítt smartara. Halldór Kristinsson, Tempó: Mér finnst fallegra að hafa það frekar sítt. Guðmundur Karlsson, Toxic: Hárprýði fer aðeins þeim, sem ekki vilja láta sjá framan í sig. Hilmar Kristjánsson, Dátum: Ég vil álíta, að það sé talsvert mannslegra að sjá unga menn vel klippta og ekki með mjög sítt hár. Það er líka miklu hreinlegra. Ég er búinn að reyna hvort tveggja — var með sítt hár, en er nýbúinn að láta klippa mig. SðLUBÖRN! Athugið að afgreiðsla Póstsins er að Bragagötu 38-A. NÆSTA BLAD kemur út 10. desember næstkomandi og flytur fjöldan allan af skemmtilegum greinum og öðru efni fyrir ungt fólk, eins og venjulega. ÚTBREIÐIÐ YKKAR EIGIÐ BLAÐ ATKVÆÐ ASEÐILL Ég kýs lagið leikið af vinsælasta lagið i dag. NAFN: HEIMILI: Utanáskriftin er: Pósturinn, pósthólf 806. Reykjavík DATAR Á PLÖTU Væntanleg er á markað- _ inn eftir áramótin hljóm- plata leikin af hinni ungu hljómsveit. DÁTUM, sem við ræðum um á öðrum stað í blaðinu. Hljómplata þessi er að því leyti sérstæð, að þau fjögur lög, sem á henni verða, svo og textar við þau, eru íslenzk framleiðsla. Lögin hefur Þórir Baldurs- son, potturinn og pannan 1 Savanna tríóinu, samið, og segja þeir, sem vit hafa á, að hér sé um að ræða hina smekklegustu músik, eins og Þóris var von og vísa. Hann hefur, sem mörgum mun kunnugt, gert útsetningar fyrir Savanna trlóið frá stofnun þess, og farizt það vel úr hendi. Textana hefur Þorsteinn Eggertsson gert. DÁTAR ætla að leika inn á plötuna um jólaleytið, og á markað mun hún koma sennilega um mánaðamótin ianúar-febrú- ar. Þessarar al-íslenzku bitlaplötu er beðið með nokkurri eftirvæntingu.eins og geta má nærri. LUXEMBURG framhald af baksíðu sjálfsagt; vildu byrja með því að senda okkur kveðju í dægurlagaþætti sínum sunnudaginn 5. desember og þá með iaginu YESTER- DAY MAN, sem er vinsæl- asta lagið hér um þessar mundir, samkvæmt þeim bréfum, sem við höfum fengið. Kveðjan verðtu- send til alls unga fólksins á fslandi. Þættinum verð- ur útvarpað klukkan tólf á miðnætti eftir íslenzkum tíma. — Svo sögðust þeir líka verið fúsir til að leika óskalög fyrir ungt fólk hér, ef þeir fengju bréf héðan um óskirnar. Bréfin þurfa auðvitað að vera á ensku Gítarinn er vinsælasta hljóðfærið í dag. Hann er handhægt heimilishlióðfæri. Svo leika þeir líka allir á gítara Bítlarnir, Roll- ing Stones, Kinks og allir hinir. Það er því ekkert undarlegt, þótt ungt fólk langi til að læra svolítið á pítar Nú er tækifærið! Gítarskólinn bvður upp á bréfa^^^Ia I gítarundirleik fyrir byriendur. Þú færð send 8 kennslubréf með viku millihili i hverju kennslubréfi eru 3 kennslustundir, sem ætla7t pr til að bú lærir á einni viku. Þannig færð bú alls 24 kennslustundir sendar heim til W" f',Kir aðeins 450 krónur Kennsian er miðuð við að allir geti haft gagn af henni, iafnt ungir sem gamlir. Við höfum haft nemendur frá siö ára til fimmtugs. Og allir hafa Inkifl lnf<;nrði á kennsluna og talið, að hér væri um að ræða auðvelt námskeið sem allir ættu hægt með að tæra sér í nvt. Þegar bar við hætist. að þetta er lang ódýrasta gítarkennsla. sem fáanleg er á islandi í dag op sú lang hentugasta þar sem þú þarft ekki að ganga til kenn- ara, þá er það augljóst að þú þarft að Danta bér Gítarskólann strax í dag! Sendið mér bréfaskólann í gítarundirieik og mun ég greiða andvirði hans. kr. 450.—, við mnttnku fyrsta bréfsins, er sent verði í póstkröfu. Nafn:............................. Heimili: ........................... Utanáskriftin er: Gítarskólinn, Pósthólf onc Ppvkiavík.

x

Pósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.