Pósturinn - 26.11.1965, Side 7

Pósturinn - 26.11.1965, Side 7
NR. 2 26. NÖVEMBER 1965 PÓSTURINN TOXIC, frh. af baksíðu segja að hann sé með svona sítt hár, svo að það sé eitt- hvað fyrir alla hjá þeim. Þeir reyna að vera í sem nánustu sambandi við fóikið sem þeir spila fyrir og þeir ku allir vera reglu- menn, nema bassaleikarinn Sigurgeir Jónsson. Þeir segja, að hann geti drukk- ið mjólk á við heilan hest, jafnvel þótt það væri flóð- hestur. Sigurgeir er annars nýjasti og minnsti nemandi hljómsveitarinnar, en hann segir að hann sé búinn að panta forláta sjömílnaskó með háum hælum — frá Ameríku. svo að þetta standi allt til bóta. Sigur- geir stundar nú nám í Kennaraskólanum. Áhugamál drengjanna eru yfirleitt í sambandi við músik. Einn segist elska Fílharmóníuhljómsveitina í Berlín, annar er vitlaus í The Rolling Stones, sá þriðji segist hlusta á rímnalestur á laun, sá fjórði er bítilóður og sá fimmti hefur gaman af þjóðlögum. Annars segjast þeir hafa áhuga á öllum nýjungum og eru að hugsa um að byrja að syngja þjóðlög og mótmælasöngva, en svoleiðis tónlist virðist vera að ryðja bítlamúsikk- inni úr vegi um allan heim. Næst músik, segjast þeir hafa áhuga fyrir skemmti- legu kvenfólki, en músikkin sé þó alltaf númer eitt. Trómmuléikarinn trúði mér fyrir þvi, að Guðmundur Karlsson orgelleikari geti spiláð á minnst 10 hljóð- færi — og jafnvel Jakob llka. Þeir Guðmundur og Jakob eru éinnig söngvar- ar hljómsveitarinnar. Þeir segjast hafa nóg að gera; spila minnst 4 kvöld í viku og allt upp í sjö. Þeir eru fastráðnir í Breiðfirð- ingabúð og Silfurtunglinu, og segja þeir að Silfurtungl ið sé alveg öndvegisstaður að spila á. Þeir vildu einnig koma því að, að nemendur Verzl- unarskólans værú eitthvert það bezta fólk, sem þeir hafa nokkru sinni leikið fyrir. Þar sem þeir hafa fengizt þó nokkuð við að semja lög sjálfir, þykir okk ur ekki ósennilegt .... Jæja, en sleppum því. Þorst. Eggertsson. „Viltu þramma með mér gamla mín” Það er haustkvöld í New York. Við flýtum okkur niður á götu og ferðinni er heitið til Greenwich Village, en það er hverfi í stórborg- inni, þar sem hinir svoköll- uðu „bítnikkar" eiga heima. Bítnikkar eru fólk, sem hefur það að markmiði sínu að stinga í stúf við allt og alla. Allir þykjast þeir vera mikil skáld og listamenn. en þeir eyða megninu af æfinni í að bíða eftir því, að andinn komi yfir þá, svo þeir geti gert hin stórkost- legustu listaverk. Þeir eru allir með sítt hár DONALD BYRD framhald af baksíðu hef heyrt svo mikið rætt um Surtsey upp á síðkast- ið, og ég vil ómögulega yf- irgefa fsland án þess að sjá hana. Ég hef verið að ræða við marga heimsþekkta jazzmenn um þessa vænt- anlegu íslandsför mína, og þeir eru allir á einu máli um það, að vilja gjarnan koma við á íslandi þegar tækifæri gæfist, skoða sig um og leika fyrir íslend- inga. Þið ættuð ekki að þurfa að vera í vandræð- um með jazzleikara á næst- unni. Þráinn lofar því að sýna trompetleikaranum Surts- ey, sjóðandi hveri og fleira markvert. Og Donald held- ur áfram: — Ef ekkert breytist get ég sennilega verið hjá ykk- ur um miðjan desember. Ég vona, að ég geti staðið við það. Og símtölin við New York eru dýr. Það er ekki hægt að rabba saman all- an daginn. Þeir jazzmenn- imir af íslandi og frá New York kasta jazzkveðju hvor á annan, og við bíðum þess með óþreyju að hlusta á þekktasta trompetleikara úr heimi jazzins, sem hér hefur stigið fæti um langt skeið — auðvitað að und- anskildum gamla Arm- strong, sem blés fyrir okk- ur fyrir nokkrum mánuð- um. og skegg, illa til fara og gera aldrei handtak. Málið, sem þeir tala er eintómt slang — og það svo að um munar. Þegar þeir biðja bezta vin sinn um að lána sér einn dollar, segja þeir: ,.Hey, pabbakrútt — hentu í mig einu skinni og sendu mér horgemling — þú veizt að ég gref á þér brjálaða mjöðmina og allan djass- inn,“ en þetta þýðir: „Heyrðu vinur, lánaðu mér dollar og gefðu mér eina sígarettu, þú veizt, að mér líkar alveg sérstaklega vel við þig.“ Já, það væri margt hægt að segja um þessar furðu- skepnur í mannsmynd, en nú skulum við snúa okkur aftur að efninu. Það er hellirigning — og við erum orðin gegndrepa, loksins þegar við náum á- fangastaðnum, en það er lítil kjallarabúlla kölluð Trudies Helles, sem kvað vera mjög athyglisverð. Þetta er frekar lítill stað- ur, með einum bar og litlu dansgólfi. Það eru ekki mörg borð þama, en bít- nikkar eru heldur ekkert gefnir fyrir að sitja á stól- um. Þeim finnst bezt að sitja flötum beinum á gólf- inu, hengja höfuðið og smella fingrunum letilega. Samt er okkur vísað til sætis nálægt hljómsveitar- pallinum, en þar stendur söngvari, klæddur eins og forhertur sjóræningi — með stóran hring í öðru eyranu. Hinum megin á pallinum eru nokkrar atvinnu-dans- meyjar, sem hreyfa sig eft- ir hljóðfalli söngvarans og hljómsveitarinnar, en svona nokkuð er orðið mjög vin- sælt og algengt í henni Ameríku. Eg sný mér að stúlku nokkurri og bið hana að segja mér örlítið frá staðn- um, en þetta er í fyrsta skipti, sem hún kemur þangað, svo að hún getur ekki sagt frá miklu. Samt sezt hún hjá okkur og seg- ir að þetta sé einhver skársti staðurinn hér í hverfinu. Hér komi allskon ar fólk og hér sé hægt að hlusta á almennilega BEAT-músik. Hún segir okkur enn- fremur að það sé ekki helmingurinn af þessu fólki raunverulegir bítnikk- ar, enda er unga fólkið þarna vel klætt; flestar stúlkurnar í DÁTAbuxum og litsterkum peysum og megnið af táningunum í Tom Jones skóm og leður- jökkum. f þessu kemur letilegur sláni með hálflukt augu og sígarettu hangandi úr öðru munnvikinu, tekur utan um vinkonu okkar og segir: „Ætlarðu að þramma með mér gamla?“ (þýðir: „Viltu dansa við mig?“), og þar með er hún farin. Við sjáum og finnum á öllu, að þetta er ekki beint staður fyrir okkur, svo að við flýtum okkur aftur út í rigninguna. Að baki okkar hljóma dularfullir tónar frá bít- nikkaknæpimum í kring. Seiðandi tónar, sem blandast saman við hljóð- in frá iðandi umferð stór- borgarinnar. UT I GEIMINN eftir VERUS Til þess að ná fullum tökum á tækjum þeim, sem stjóma skal, starfa geimfararnir skref af skrefi við hlið verkfræðing- anna og vísindamannanna, sem teikna og skapa geimförin. Þar sem stöðugar breytingar til full- komnunar eiga sér stað, fylgist hver geimfari með ákveðnum atriðum, og lætur hina 27 fé- laga sína vita, ef einhverju er breytt. Æfingar fara fram í þar til gerðum hylkjum, sem eru ná- kvæm eftirlíking hinna raun- verulegu geimfara. Svo nákvæm er eftirlíkingin, að geimfarinn getur út um gluggann á æfinga- hylkinu séð bæði timglið, jörð- ina og stjörnumar, og getur af þessum kennileitum æft sig í að stýra eftir stjörnum. Þjálfunin miðast við, að gera geimfarana færa um að bregðast við hverju hugsanlegu óhappi nákvæmlega á réttan hátt og þegar í stað. Gemini geimförin lenda sem kunnugt er á sjón- um, og þessvegna er talsverðum tíma varið til að æfa þessar lendingar. Þær æfingar fara fram á Mexikóflóa, og æfa björgunarsveitir þar með geim- förunum. SAGA HLJÓMA 1. TEIKNING: ÁRNI ELFAR Það var 1 skólanum, sem hugmynd- in varð til. Stundum var erfitt að ein- beita huganum að skólabókunum eft- ir að þeim hafði dottið í hug að setja saman hljómsveit. Áhuginn á músikk- inni var miklu meiri en á reiknings- dæmunum eða landafræðinni. Það var rætt um hljómsveitina fram og aftur og annað komst ekki að. Svo kom að því, að þá vantaði ein- hvern stað til að æfa hljómsveitina á. Rúnar bjó í kjallaraherbergi, og það varð fyrir valinu sem æfingastaður. Það var dálítið þröngt um þá þarna í kjallaranum, en áhuginn var svo mikill, að ekki var hugsað um þrengsl- in. Og fyrstu tónar hljómsveitarinnar ómuðu úr kjallaraherberginu út um alla Keflavík, að því er sagt var. Gunnar og Erlingur höfðu spilað á hljóðfæri sín áður, og gátu því lagt fram mikilsverðan skerf þegar til þess kom að skapa nýja hljómsveit. Svo reis upp nýtt vandamál. Það þurfti að finna gott nafn á sveitina. Helzt ís- lenzkt. Höfuðin voru lögð í bleyti og það var trommuleikarinn Eggert, sem kom með nafnið HUÓMAR. í fyrstu fannst þeim það hljóma illa. -4. Eftir sleitulausar æfingar i mánað- artíma þóttust þeir færir i flestan sjó. Þá voru Hljómarnir fimm talsins, þvi að með þeim söng Einar Júliusson. Og svo barst þeim boð um að leika í „Krossinum“ svonefnda, en það var braggalagað samkomuhús í Njarðvík- um. Taugarnar voru ekki upp á það sterkasta, þegar fimmmenningamir héldu af stað . . .

x

Pósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.