Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Page 3
kennslan. Það munu margir ugglaust
hugsa sem svo, að úr þessu hlyti að
hafa rætzt, þar sem nú sé dagkennsla
bæði í 1. og 2. bekk skólans. En ekki
hefur dagskólafyrirkomulag, það, sem
er í skólanum verið til þess að auka
fundarsókn að fundum Skólafélagsins
og kemur þar ýmislegt til greina. M.a.
má geta þess, að svo mikil hreyfing
er á nemendum þeim, sem nám
stunda í 1. og 2 bekk skólans, að það
verða aðeins þeir nemendur, sem
mestan áhuga hafa, sem verða virkir
félagar, hinir sem minni áhuga liafa,
þeir koma sér seint eða aldrei til að
sækja fundi. Á þessu sést því, að hvað
þetta snertir, virðist dagskólafyrir-
komulagið ekki koma sér neitt betur
en kvöldskóla fyrirkomulagið. En ég
vona nú samt, að þó svona hafi tek-
izt í vetur urn þessa nemendur, sem
nám stunduðu og stunda í 1. og 2.
bekk, þá verði breytingin á því til
batnaðar fyrir félagslíf skólans.
Á aðalfundi félagsins í haust var
samþykkt tillaga þess efnis að fram-
vegis skuli félagið aðeins gefa út eitt
hlað á ári, sem nefna skal Blað Skóla-
íélags Iðnskólans í Reykjavík. Jafn-
framt var samþykkt að bjóða Iðn-
nemasambandi íslands að nota nafn-
ið „Iðneminn“, sem var nafnið á
blaði félagsins til afnota sem nafn á
blað sambandsins. Með þessari breyt-
ingu vona ég, að framvegis verði blað
félagsins eins og hvert annað skóla-
hlað en ekki blað, sem eingöngu cr
Iiagsmunablað heillar stéttar. En það
hefur blað félagsins verið hingað til.
Á aðalfundinum í haust var og sam-
þykkt tillaga Jress efnis að fela tveim
mönnum að endurskoða skemmtana-
reglur félagsins. Nefndin starfaði að
endurskoðun reglanna milli aðal-
fundanna og vann hún verk sitt í
samráði við skólastjóra og formann
lelagsins, Eggert Þorsteinsson. Eftir
þeim reglum, sem nefndin samdi í
samráði við áðurnefnda aðila hafa
dansæfingar félagsins verið starfrækt-
ar í vetur, og ég verð að segja fyrir
mitt leyti, og ég veit, að það er skoð-
un margra annarra, að mikill munur
sé á þeim dansæfingum, hvað þar
gætir nú miklu minni ölvunar en á
BLAÐ SKÓLAFÉLAGS IÐNSKÓLANS
dansæfingum félagsins undanfarin ár.
Og það er enginn vafi, að það getur
haft mikil áhrif út á við fyrir skól-
ann, að skemmtanir nemenda fari
sem bezt fram, og ég tel, að skemmt-
anir [rær, sem félagið hefur haldið í
vetur sé góður vottur um það, að ef
vel er á haldið, þá sé hægt að lialda
uppi góðu, heilbrigðu skennntanalífi
innan Iðnskólans ekki síður en ann-
ara skóla. Ég vil því sérstaklega þakka
skemnnineínd félagsins fyrir ágætt
starf, því það er þeim mönnum, sem
í henni starfa að Jrakka, hve Jrær
skemmtanir, sem haldnar hafa verið
í vetur, hafa farið, ég verð að segja
miklu betur fram, en undanfarna
vetur. Þó starfið innan Skólafélags-
ins sé hvergi meira en hjá skemmti-
nefndinni, eru þó ýmsar aðrar nefnd-
ir, sem innt hafa af hendi mikil og
tímafrek störf, má þar nefna sund-
nefndina. Það er enginn vafi, að það
er ekki svo lítið starf, sem þarf til
þess að halda uppi æfingum, sem
fram verða að fara á hádeofi á sunnu-
o
dögum, því annan tíma fá nemendur
Iðnskólans í Reykjavík ekki til sund-
æfinga. En Jressara örðugleika nem-
enda Iðnskólans hafa dagblöð bæjar-
ins ekki nefnt,.þó Jrau hinsvegar hafi
nefnt ýmsa örðuleika hjá þeim skól-
um, sem liafa vissa æfingatíma til
sundiðkana á stundaskrá sinni.
í vetur hefur einnig eins og í fyrra
starfað handknattleiksnefnd. Æfing-
ar í þeirri íþrótt gátu því miður
vegna ýmissa, erfiðleika, ekki hafizt
fyrr en eftir s. I. áramót. Erfiðleikar
hafa og verið á að fá kennara við
þessar æfingar og stafa þeir erfiðleik-
ar aðallega af Jrví, hve óhentuga tírna
nemendur skólans hafa til slíkra iðk
ana, en tíminn, sem æfingar fara
fram á er milli klukkan 10—12 á
sunnudögum.
Þá hefur og starfað sérstök kór-
nelnd og byrjuðu söngæfingar nokk-
uru eftir áramót. Að ýmsu leyti eru
sömu örðugleikarnir hvað snertir
sönginn og íþróttirnar. Söngæfingar
geta af eðlilegum ástæðum ekki farið
frain fyrr en eftir klukkan 9 á kvöld-
in. Bæði við íþróttirnar og sönginn
hafa vissir hópar nemenda sýnt frá-
bæran áhuga og sýnir það bezt, hvað
hægt er að áorka ef viljinn er með.
Eina nefnd vil ég enn nefna en það
er ritnefndin. Hún á ekki síður en
aðrar nefndir við ýmsa örðugleika að
etja. En verk þeirra nefndar getið þið
að miklu metið sjálf, er Jiið fáið í
hendurnar þetta blað og lesið það.
# # *
Eins og að framan er getið eru all
margir erfiðleikar á allri slíkri starf-
semi sem þessum innan Iðnskólans,
en eins og áður er sagt, vegna áhuga
vissra hópa nemenda og sér í lagi
dugnaðar og atorku þeirra nemenda,
sem valdir liafa verið til að standa fyrir
[ressum störfum skólans og Skólafé-
lagsins. Árangurinn af störfum þeirra,
sem vinna fyrir Skólafélagið ætti að
geta verið þeim nemendum skólans,
sem enn hafa staðið utan við félags-
lífið til hvatningar og örfunar að
leggja sitt fram, og ég trúi ekki öðru
en, að þegar þeir nemendur, sem enn
ekki liafa tekið þátt í félagslífi skól-
ans fara að hugsa þessi mál í alvöru,
að þá vakni hjá þeirn áhugi og skiln-
ingur á starfsemi Skólafélagsins og
löngun til að starfa fyrir það.
Að lokum vil ég hvetja ykkur nem-
endur, sem enn standið utan Skóla-
félagsins, að ganga i það nú þegar,
og þið megið vera þess fullviss, að ef
Jrið gerir það, Joá eigið þið, eftir að
þið hafið lokið burtfaraprófi frá skól-
anum, ennþá bjartari og skemmti-
legri endurminningar en þið annars
eigið, ef þið alla tíð standið utan við
félagslíf skólans. En félagsstarfsemin
hefur ábyggilega þroskandi áhrif á
hvern þann, sem af einlægni og á-
huga vill starfa að félagsmálum.
Nemendur! Ef við öll í heild stönd-
urn saman um velgengni Skólafélags-
ins, þá mun þeim tilgangi náð, að
Skólafélagið verði nokkurs konar
skóli í skólanum.
28. febrúar 1946.
Sigurður Guðgeirsson.