Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Qupperneq 6

Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Qupperneq 6
SKÓLALÍ FIÐ ÞAÐ VORAR AFTUR Skólaárið er senn liðið. Það byrjar Jjegar blöð trjánna falla fyrir nöp- rum haustvindinum og endar þegar náttúran rís úr vetrardvalanum til þess að klæðast vorskrúðinu á ný. Prófin eru yfirstandandi, einmitt núna þessa dagana, hjá 3. og 4. bekk í Iðnskólanum í Reykjavík. Allir berjast eins og hetjur við úrlausn verk- efnanna, og hugsa þannig: Við gerunr það sem við getum til þess að taka góð próf, okkur sjálfum, skólanum og kennurunum til sóma. En hversu margir eru það, sem fá próhroll? Ástundunarsamir og dug- legir námsnrenn roðna og fölna á víxl rneðan þeir fást við prófverkefnið og augum þeirra eru huldar lrinar réttu og einföldu úrlausnir. Margan piltinn þekki ég, sem séð hefir sín egin axarsköft, strax og kom- ið var út úr prófi, en - einum of seint. Eg er sannfærður um að flestum kennurum er jafn illa við þennan óhræsis „prófskrekk”, eins og þeim sem hann ásækir. I öllum skólum eru nemendurnir undirbúnir undir prófin, og þessi undirbúningur á að vera örugt ráð við hinum leiða kvilla. Það sem okkur ber að gera, er í fyrsta lagi, að sýna ástundun og námsvilja, og í öðru lagi að treysta kennara okk- ar fyllilega til að dæma rétt og þá mun vel fara. Þeir námsmenn sem búnir eru að sitja í skóla vetur eftir vetur, hjá sömu kennurum, mega vera vissir um að enginn þekkir þá betur, en einmitt Jreir. Þessir menn, sem margir hverjir leggja á sig mikla aukavinnu til þess að glæða námshæfni og skilning þeirra nemenda sem vilja áfram. Þessunr kennurum erum við öll sérstaklega þakklát, enda munum við að íokinni skólavist minnast þeirra að verðleik- um. Veganestið, sem iðnaðarmaðurinn hefur með sér út á starfsbrautina, fæst aðeins með námi. Kennaralið Iðn- skólans í Reykjavík er alveg sérstak- lega vef skipað, og mætti um það segja á máli sjómanna: „að þar sé valinn maður í hverju rúmi”. Það er ósann- gjarnt að gefa einum hrós og öðrum ekkert, því allir þessir kennarar eiga sameiginlega hlutdeild í andlegum þroska nemendanna. Þó get ég ekki látið lijá líða, að minnast sérstaklega þeirra kennara, sem lagt hafa á sig auka erfiði, vegna okkar þessara svo- kölluðu „yfirhlaupara”. Ég tala ef- laust fyrir munn margra iðnnema þegar ég segi: „Þið eruð okkar .stolt’, og við viljum vera bæði okkur og ykkur til sóma“. Nú líður óðum að lokaþætti skóla- göngunnar á þessum vetri. Margir út- skrifast eins og venja er til. Nýir iðn- aðarmenn, og næg eru verkefnin. Þessi hópur leggur nú út á starfsbraut- ina með veganestið í sjálf síns barmi og nú tekur reynzlan, starfið, tæknin og tírninn við framhaldskennslunni. Allir þessir menn kveðja Iðnskólann og starfslið hans með þakklæti og hlýjum hug. Jón Friðrik. Margt er það, sem ber á góma í skólanum og mörg sjónarmið, sem bitast þar og aflt er tif umræðu, skóla- mál jafnt sem áhugamál. Nú skulum við bregða okkur inu í einhverja skólastofuna. Þar gefur að heyra skvaldur mikið. Við kom- um nær, en skyndilega þagna allar raddirnar eins og eigendur þeirra hefðu allt í einu orðið uppnumdir, en ástæðan er nú samt ekki sú, heldur er það kennarinn, sem liirzt hefur í dyrunum. „Blessaðir opnið þið gluggann, loftið er þrungið af tölustöfum". Það er kennarinn, sem hefur orðið og hef- ur mál sitt að venju á því að fordæma loftræstingunni, sem hann telur óvið- unandi. Síðan strýkur liann hendinni af varúð yfir stólsetuna og talar um ryk, en í raun og veru er hann að gera leit að teiknibólum, sem slæðst kynnu að hafa Jrangað, auðvitað óvart. — Ekki eru tíu mínútur liðnar af kennslustundinni, þegar einhver spyr sessunaut sinn, hvort tíminn ■sé ekki bráðum búinn, Jrví þfeim finnst stundin lengi að líða, sem ekk- ert kunna og geta átt það á hættu að vera tekin upp þegar minnst varir en þeir þykjast þó eiga sér afsökun með Jrví að segja „til hvers er maður að læra þetta, sem maður liefur svo aldrei not fyrir”. Þetta er mjög algeng spurning, þótt svarið við henni sé löngu til orðið, því mennt er máttur og þar af leiðandi er iðnaðarmennt iðnaðarmáttur og við sem eigum að erfa iðnaðinn í landinu verðum að búa okkur undir það svo vel, að við séum þess fær að skapa nýja og dug- andi iðnaðarstétt. Hilmar Biering. 0 BLAÐ SKÓLAFí'.LAGS IÐNSKÓI.ANS

x

Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1856

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.