Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Page 7

Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Page 7
„Óhreínlæííð i Idnskólanum" Vegna pess livað langt er síðan pessi grein var skrifuð, pykir ritnefndinni rétt að taka pað fram að á hreinlceti skólans hafi ef til vill orðið nokkur breyting til batnaðar frá pví greinin var skrifuð. Slíka fyrirsögn sem þá, er að oí'an greinir mátti sjá í einu af dagblöðum Reykjavíkur, laugardaginn 16. marz s. 1. Ég býst við, að mörgum hafi orðið á að hugsa eins og mér, er ég sá ofangreinda fyrirsögn og las grein- arstúf þann, sem henni fylgdi. Það var tími til kominn að einhver skæri upp úr með hina svívirðulegu hreins- un, sem tíðkazt liefur í Iðnskólanum, og við verðum að segja, að það hlýtur að vera nokkuð langt gengið, þegar farið er að ræða slíkt sem hreinsun eins skólahúss í dagblöðum bæjarins. Það hlýtur að vera eithvað meira en orðin ein, og þannig er það. Það eru ekki orðin ein. Meira segja umget- in grein er raunverulega allt of hóg- vær. í greininni er drepið á það, að máske sé umsjónarmannsstarfið við skólann svo illa launað, að sá maður, sem gegnir því geti ekki af því lifað. En um leið og slíku er kastað fram hlýtur manni að verða spurn. Getur ])að verið, að sú skólanefnd sem skólanefnd Iðnskólans, sem látið hef- ur sér svo annt um skólahaldið og sem m. a. hefur komið því til leiðar, að nokkuð af bekkjum skólans starfa nú sem dagskóli. Að það sé luin, sem eigi hér sök á? Nei, slíku getum við nemendur þessa skóla ekki trúað, fyrr en við sannreynum þá liið gagnstæða. Nei, sökin hlýtur fyrst og fremst að vera hjá þeim, sent verkið á að vinna, hann hefur tekið verkið að sér og honum ber að ynna það svo af hendi, að viðunanlegt sé. En það er svo langt Irá því, að hreinsunin á skólahúsinu hafi að undanförnu verið viðunanleg. Það virðist eins og umsjónamaður hússins sé svo gjörsneyddur allri sóma tilfinningu,, að hann verður þess ekki var á hvað „vítaverðan hátt‘ hann gegnir starfi sínu. Okkur nemendum þessa skóla er því spurn, hve lengi á svo til að ganga? Við krefjumst þess af umsjónarmanninum, að hann nú þegar bæti ráð sitt og hreinsi skóla- húsið svo að það líti ekki út eins og illahirt pakkhús, heldur eins og skóla- hús, sem sæmir kennurum og nem- endum Iðnskólans. í hinni umgetnu blaðagrein er á það sérstaklega minnst hve svívirði- lega gólfin í húsinu eru hreinsuð. Hugsið ykkur stólana, hugsið ykk- ur borðin og hugsið ykkur veggina í húsinu. Hefur umsjónarmaður skól- ans virkilega ekki séð þörf á, að borð og stólar í skólahúsinu séu þvegin? Mér virðist sent hann hafi ekki enn talið það í verkahring sínum að þvo /af skápum og öðru því líku, sem í kennslustofunum er, lítið t. d. á skáp þann, sem stendur í einu horninu í F stofunni, á honum hefur verið þykkt lag at' ryki í mest allan vetur. Ætli umsjónarmaðurinn lialdi það í verkahring nemenda eða kennara að þurka ryk af stólum, borðum, skáp- um og öðru því líku, sem í skólahús- inu er? Ef svo ótrúlega skyldi vera, þá vil ég upplýsa hann um það, að slíkt er alger misskilningur. Það skal viðurkennt, að umgengni nokkurra nemenda um skólahúsið er stórvítaverð. T. d. þeirra nenrenda, sem kynna sinn innri mann með því að kríta á veggi skólahúsins, ýmist allskonar klámyrði, dónalegar mynd- ir og afbakaðar ritningagreinar. Sum- ir nemendur skólans hafa ekki svo sjaldan gert sér leik að því að nota vasahnífa sína til þess að skera vtt allskonar myndir á borðin í kennslu- stofunum. Ég verð að segja, að mér blöskraði er ég um daginn gekk um aðra af nýju kennslustofunum og sá hve illa einhverjir nemendur höfðu gengið þar um. Hin ágætu og full- komnu húsgögn, sem þar eru, ýmist útkrotuð af blýantsstrikum eða blek- klessum. Við nemendur skólans, sem ekki höfum gert okkur seka um slíkt at- hæfi, sem þessi, krefjumst þess sama af þeim, sem hér eiga sök á og af umsjónarmanninum, að þeir bæti nvi þegar ráð sitt og sjái sóma sinn í því að ganga um skólahúsið eins og menn en ekki eins og skrœlingjar. Þess skal þó getið, að þótt sumir af nemendum skólans hagi sér eins og að framan er greint, þá er það ekki til þess að afsaka vanrækslu um- sjónarmannsins í lvans starfi, vegna þess aðallega að það er enginn vafi á því að það eru áreiðanlega sárafáir nemendvir, sem sekir eru. Ég mun nvi ekki hafa þessar línur öllvi fleiri, en vil aðeins að lokum láta í ljósi þá von mína, að þeir >nem- endvir, sem gert hafa sig seka í slíkri umgengni, sem að framan greinir víki nú þegar af villu sins vegar. Þess sama og vona ég um þann nvann, sem sjá á um hreinsun á húsinu, og ég trúi ekki öðru en hann sjái að sér og bæti ráð sitt, vegna þess að ég fæ ekki skilið, að ef það á að viðgangast leng- ur að hreinsa lnisið ekki betur en gert hefvir verið, annað en gerðar verða strangari aðgerðir til þess að fá því framgengt heldur en hingað til liefur verið gert. Og vil ég að lok- um benda framangreindum aðiljum á að bæta ráð sitt, því að sá, sem það gerir verður að lokum mikill maður. 17. marz 1946. BLAÐ SKOl.AFLf.AGS IÐNSKÓLANS /

x

Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1856

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.