Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Blaðsíða 11

Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Blaðsíða 11
Sfjórn Kennarafélags Iðnskólans Skólablad Iðnskólans fyrr og nú Með þessu blaði, sein nú hefur göngu sína byrjar nýtt tímabil í blaðaútgáfu Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík. Skólafélagið hefur samt nokkur undanfarin ár gefið út blað, sem nefndist „Iðneminn“. Það blað kom út tvisvar eða þrisvar á ári, og var það að mörgu leyti hið ágætasta blað. F.n það hafði líka tvennskonar gildi fyrir nemendur skólans, sem eingöngu eru iðnemar. í fyrsta lagi var það skólablað, sem gaf nemendum skólans kost á að kynnast og fá heildaryfirlit yfir félags- líf og helztu viðburði skólalífsins. I öðru lagi var þetta eina blaðið, sem iðnemar áttu greiðan aðgang að með stefnu og hagsmunamáf sín. En tímarnir breytast og mennirnir með. Nú hafa iðnnemar bæði hér í Reykjavík og víða út um land mynd- að með sér félagssamtök, sem svo aftur mynda með sér eina heild í Iðn- nemasambandi íslands. Þetta sam- band, þó ungt sé, hefur nú ráðist í það stórræði að gefa út blað, sem þá er fyrst og fremst og eingöngu mál- gagn iðnnema og samtaka þeirra. Þegar svo sambandsstjórnin kom að því atriði að gefa blaði sínu nafn fann hún ekkert nafn, sem henni fannst betu gefa til kynna efni og til- gang blaðsins, heldur en einmitt þetta nafn, sem var á blaði Skólafélags Iðn- skólans í Reykjavík. A aðalfundi Skólafélagsins síðast- liðið haust sýndi Skólafélagið sam- bandinu þann stórhug og velvilja að bjóða því na-ínið „Iðnneminn", á málgagn þess. Þetta boð þáði sam- bandið vitanlega með beztu þökkurn. Þess vegna er það, að Skólafélagið gefur nú raunverulega út nýtt blað, sem aðeins hefur það markmið að gafa nemendum skólans sem bezta, Aðalfundur Kennarafélagsíns Aðalfundur Kennarafélags Iðnskól- ans var haldinn í nóvembermánuði s. 1. A fundinum gaf fráfarandi stjórn all ýtarlega skýrslu unr störf félags- ins áliðnu starfsári. í skýrslu stjórn- arinnar var þess getið m. a., að fyrir forgöngu félagsins hefði á árinu ver- ið stofnað Félag stundakennara við framhaldsskóla í Reykjavík. Einnig gekkst félagið fyrir kaffikvöldi meðal kennara skólans. Þá fór fram stjórnarkosning og í stjórnina voru kosnir: Haraldur Ágústsson, formaður, Jóhanna Olafs- son, ritari og Helgi Hallgrímsson, gjaldkeri. í félaginu eru nú yfir 30 kenn- arar. gleggsta og skemmtilegasta spegil- mynd af skólalífinu í heild. Ég vil svo af hálfu ritnefndarinnar árna þessu nýja blaði Skólafélagsins allra heilla í framtíðinni. D. E. BLAÐ SKÓLAFÉLAGS IÐNSKÓLANS 11

x

Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1856

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.