Glanni - 27.07.1970, Side 3

Glanni - 27.07.1970, Side 3
MEIRI GLANNI @S Eins og gefur aö skilja hefur ekki gengið átakalaust að koma upp öllum þeim mannvirkjum, sem gefur að líta hvarvetna á mótssvæðinu. Sum þeirra hafa ákveðin félög eða sveitir tekið að sér að gera, en flest þeirra eru þó gerð af þátttakendum í vinnubdðum, sem hafa starfað síðan á laugardaginn fyrir rúmri viku. Við náðum í einn af þátttakendunum, Hönnu Lísbeth Jónmundsdóttur frá Dalvík. Hún hefur dvalið hér allan tímann og m.a. átt drjúgan þátt í smíð mótshliðsins. Að sjálfsögðu röbbuðum við góða stund við Hönnu Lísbeth - og árangurinn fer hér á eftir. - Hve margir þátttakendur voru í vinnu- búðunum, Hanna? - Þeir hafa verið mismunandi margir. Um fyrri helgina voru töluvert margir, tæplega þrjátíu, en fjöldinn fór niður í átján um miðja vikuna. Þá bættust hins vegar sjö Njarðvíkingar við og jukust afköstin þá stór- lega. Síðan hefur verið að smáfjölga hjá okkur, all þar til núna. Flestir hérna eru úr Reykjavík, ein er frá Akureyri, ein frá Ðalvík og svo eru nokkrir Vestmannaeyingar í hópnum. - Hvernig hefur vinnan gengið? - Vinnan hefur gengið vel. Við höfum haft gott veður, en þó eiginlega of gott, því það hefur komið niður á vinnunni að einhverju leyti. - Að hvaða verkefnum hafið þið unnið? - ía, það tók nú heilan dag að koma vegin- um hérna um svæðið £ ökufært ástand, þannig að segja má, að vegavinna hafi tekið drjúgan tíma Einnig gengum við frá vatnsleiðslunni, settum upp eldhústjaldið og fleiri tjöld, settum upp hátíðasvæði, smíðuðum mótshliðið og Bláskóga- hliðið, smíðuðum kamra og þvottastæði, varð- eldapall og margt fleira. Auk þess höfum við tekið á móti birgðum, sem hefur ekki verið minnsta verkið, - og loks höfum við þurft að skemmta mannskap, sem litið hefur hingað upp- eftir í vikunni. - Hefur ekki verið gaman hérna í vinnubúð- unum? - Jú, enda eru þátttakendurnir fjörugt fólk og söngglatt. • Við héldum kvöldvökur flest kvöld. Þar komu fram mörg skemmtiatriði og sungið var af miklum krafti. Við höfðum hérna einn sérstakan brandarakarl, bandarískan strák, en hann er því miður farinn núna. - Hefur eitthvað gengið sérstaklega úrskeið- is hjá ykkur? - Ja, við fyrstu matarúthlutun mættu ýmsir með haka og skóflur vegna matarílátaskorts og maturinn var eftir þv£, - eintómar pylsur. Maturinn var semsé ekki kominn á staðinn, fremur en ýmislegt annað. Ástandið £ þessum efnum fór þó verulega batnandi þegar leið á vikuna. HANNA LlSBETH - Hvernig hefur samstarfið gengið? - Það hefur gengið vel. Aðalhópnum, sem var hérna, var skipt niður £ þrjá flokka, sem störfuðu að mesu sjálfstætt hver fyrir sig. Þó skal tekið fram að einka-driver vinnubúð- anna, Reynir jeppaeigandi, komst aldrei £ neinn flokk, enda er jeppinn hans að hristast sundur vegna mikillar notkunar. - Það hefur vakið nokkra athygli, að allir þátttakendur £ vinnubúðunum voru slusatryggðir. Hefur það borið nokkurn árangur? - Þó að þetta séu vinnubúðir skáta kom fljótlega £ ljós að enginn sjúkrakassi var á staðnum. Það rættist þó fljótlega úr þv£ er einn strákurinn dró matarbox upp úr poka sinum, en þar geymdi hann ýmis sjúkragögn. Hefur Kassinn gengið óspart manna á milli siðan. Alvarleg slys hafa þó ekki átt sér stað, sem betur fer. Þrjár stelpur hafa farið £ bæinn i röntgenmyndatöku, en £ öll skiptin mun hafa verið um tognun að ræða. frh. á bls. 12

x

Glanni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glanni
https://timarit.is/publication/1865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.