Glanni - 27.07.1970, Qupperneq 4
MEIRI -
GLANNI
títgefandi: Landsmót skáta 1970.
1. tölublað - 1. arangur - 2. árgangur.
Hreðavatni, mánudaginn 27. júlx.
Ritstjóri: Magnús Jón Árnason
Ritstjórn: ðlafur Þ. Harðarson
Gunnar Rafn Rinarsson
Kolbeinn Árnason
Ljósmyndari: Jóhannes B. Birgisson
Offsetprentun: PRENTIÐN.
DAGSKRA
Mánudagur, 27. júlí
K1. 14.oo Mótið sett..
Dagurinn frjáls til kvölds.
K1. 2o.3o Varðeldur.
K1. 23.oo Kyrrð.
RAMMI MÓTSINS
Þið hafið sjálfsagt öll heyrt talað um Bif-
röst,- ef ekki fyrir mót þá að minnsta kosti
við mótssetninguna. En eruð þið viss um hvað
Bifröst er? Jú, sumir vita sjálfsagt að hót-
elið hérna rétt hjá heitir Bifröst,- en eftir
hverju heitir það? Til þess að komast að því
þurfum við að fletta upp x goðafræðinni okkar,
nánar tiltekið, Snorra-Eddu. Þar komumst við
að því, að Bifröst var brúin, sem tengdi saman
himin og jörð. Goðin byggðu hana til þess að
vera fljótari í ferðum á milli þegar þeir
þurftu að bregða sér bæjarleið og heimsækja
jarðarbúa. Brú þessi er fagurlega gjörð og
smíðuð af meiri list og kunnáttu en allir
aðrir smíðisgripir, sem gerðir hafa verið bæði
fyrr og síðar. Og hvert og eitt einasta ykkar
hefur áreiðanlega séð Bifröst oftar en einu
sinni og oftar en tvisvar. Hún birtist okkur
þegar sólin skín í rigningu - og við köllum
hana regnboga.
öll þekkjum við söguna um litlu,gulu hænuna,
sem fann fræ. Þetta er jú saga, sem flestir
kynnast þegar þeir læra að lesa. Sagan ein út af
fyrir sig er stórmerkileg og að okkar viti gagn-
merkur bókmenntaarfur. En ekki er ætlunin að taka
söguna sem slíka fyrir hér, heldur lærdóm þann,
sem má af henni draga. Litla,gula hænan fann
fræ, hún sáði fræinu, hún þreskti kornið og loks
bakaði hún kökuna. Allt þetta gerði hún vegna þess
að enginn annar nennti að gera það. Allir sögðu:
"Ekki ég, ekki ég". HÚn uppskar því eins og hún
sáði, - hún' borðaði kökuna.
Við, sem erum starfsmenn þessa móts, erum nokk
konar "litlar, gular hænur", við tókum að okkur
störf þegar spurt var: "Hver vill?" Ýmsir aðrir
létu sér nægja að segja: "Ekki ég, ekki ég".
En þó að við, litlu,gulu hænurnar, höfum sáð
fræinu, sem okkur var afhent, þá verður það
ekki okkar hlutskipti að sitja ein að kökunni,
sem er ávöxtur erfiðisins. Hana borðum við öll í
sameiningu. Vel má vera, að bitarnir bragðist
misj afnlega, en áður en þið segið að ykkar biti
sé vondur, þá minnist þess að í mör^ horn er að
líta og gulu hænurnar eru allt of faar. En hins
vegar,ef ykkur bragðast kakan vel, þá segið það
hverjum sem er.
Mótsblaðið á þessu 15. landsmóti skáta ber
heitið Meiri Glanni. Vegna hvers það ber svo
dularfullt nafn skal látið ligg^a í láginni^að
sinni, - það mun verða útskýrt í fyllingu tímans.
En hvað um það, Meiri Glanni heilsar ykkur o^
býður ykkur velkomin á þetta landsmót. Hann a
ekki fyrir höndum langa lífdaga, aðeins átta,
en mun þó gera sitt bezta og flytja ykkur fréttir
af mótinu og annað efni, sem til fellur.Þannig
er um greinarstúfa sem bera heitið "Safnarinn".
Sá þáttur er emgöngu ætlaður þeim skátum,
sem eru haldnir þeirri náttúru að hirða ýmis-
legt og halda því til haga. Þá hefur Meiri
Glanni það fyrir satt, að^ekkert gott dagblað
komist hjá því að birta lélega framhaldssögu
og varð hann sér því úti um eina slíka. Hefst
hún í þessu blaði. Sagan er að sjálfsögðu
æsispennandi og allir ættu að fylgjast með
frá byrjun.
Öll dagblöð eru í efnishraki, svona af
og til - og svo er einnig um Meiri Glanna.
Hann hefur því komið sér upp póstkössum hér
og þar á mótinu. Kassar þessir eru ykkur
ætlaðir, mótsgestir góðir. Þið getið þá
ritað niður hugrenningar ykkar, látið þær í
póstkassann og við munum sækja þær. En munið
að láta nafn ykkar fylgja með.
Meiri Glanni býður ykkur einu sinni enn
velkomin á landsmótið, hann vonast eftir
góðu samstarfi við ykkur og óskar þess, að
landsmót þetta verði gott og skemmtilegt
skátamót.
Ritstjórn.
MATURIN N
Mánudagur 27. júlí
MORGUNMATUR:
Kornfleks, mjólk, brauð.
HÁDEGISMATUR:
Steiktur fiskur með
lauk og kartöflum, súpa.
KAFFI: Kakó og kex.
KVÖLDMATUR: Pylsur. soðnar með kartöflumús,
tómat og sinnepi. Smurt brauð,
epli.
2