Góðan daginn - 29.09.1942, Blaðsíða 2
2
GÖÐAN DAGINN
Athyglisverd bók.
i sumar kom út bók, sem nefnist Saga og
dulspeki, höfundur hennar er Jónas Guðmunds-
son.
Höfundur getur þess í formála, að ritgjörðir
þær, er í bókinni birtast, séu upphaflega samd-
ar sem fyrirlestrar.
Bókin fjallar mikið um spádóma biblíunnar
í sambandi við þá heimsstyrjöld, er nú geisar.
Er þar leitast við að ráða ummæli ýmsra af
spámönnunum og setja þau í samband við ýmsa
atburði, þar á meðal ákveðna daga, er þýðirg-
ar miklir hafa verið fyrir styrjöldina og úrslit
hennar að lokum. Þá kemur höfundur einnig
talsvert inn á gátur þær, er ýmsir fræðimenn
telja sig hafa ráðið í sambandi við rannsóknir
á píramídanum mikla.
í bókinni eru gerðar ályktanir um hvað orð-
ið hafi af hinum tíu kynkvíslum Israelsmanna,
er Assyríumenn herleiddu, og kemst höfundur-
inn að þelrri niðurstöðu, að afkomendur þess-
ara kynkvísla séu Norðurlandabúar, Hollend-
ingar og Englendingar og einnig íbúar þeirra
landa, er frá þessum þjóðum hafa byggst, svo
sem Ástralía og Norður-Ameríka.
Hér er ekki tækifæri til þess, að rekja ítar-
lega efni þessarar bókar, en hér fara á eftir
nokkrir smákaflar úr síðasta þætti bókarinnar,
er höfundurinn kallar Vegamót.
„. . . .Þar sem hættutíminn fyrir ,,lönd“ engil-
saxnesku þjóðanna var liðinn í júní 1941 (sam-
kvæmt því, sem fyr segir í bókinni), mun ekki
verða gerð innrás í lönd þeirra. Af þeim ástæð-
um mun Ástralía, Bretland, Irland og ísland,
sem er í vernd engilsaxa, sleppa við innrás. . “
„. .. . Verður því á svæðinu milli Miðjarðar-
hafs og Persaflóa háð hin stórkostlegasta or-
usta, sem sögur fara af, og er ekki fyrir það
að synja, að meðan hún geisar muni á þeim
slóðum gerast atburðir, sem ekki verða af
manna völdum.... “
„. . . . Að öllum líkindum verður ófriðurinn og
byltingarnar, sem á eftir honum koma, ekki um
garð genginn fyr en í nóvember 1948. Þá munu
Bandaríkin hafa fengið einskonar lögreglueftir-
lit í öllum löndum heimsins.
„... . Það er merkilegt að veita því athygli,
að það er eins og þremur smáríkjum muni ætl-
að sérstakt hlutverk við lok þessa tímabils og
komu hins nýja. Eru þessi ríki Svíþjóð, Tyrk-
land og ísland“.
Bókin fæst í bókaverzlun Hannesar Jónas-
sonar.
BRUGGUN HÓLSKARLSINS
Framhaldssaga
----------- y ------------
Hún var með verra móti afkoman hjá ein-
setukarlinum á Hóli. Það var ómögulegt að
láta tekjur og gjöld standast á, og skuldin hjá
honum Lárusi í krambúðinni óx jafnt og þétt.
Enginn þurfti nú á sláttumönnum að halda
síðan sláttuvélarnar voru komnar nærri því á
hvern bæ, og þeir, sem ekki höfðu ráð á að
kaupa sér sláttuvélar, þeir brýndu ljáina, sína
og slóu sjálfir. Nei, það var ekkert gull í skel,
að fá vinnu nú.
Hólskarlinn braut heilann um þetta vanda-
spursmál, þangað til hann verkjaði í höfuðið.
Upp á einhverju varð hann að finna, til þess
að fá ballans á efnahaginn. Áður hafði honum
alltaf tekizt að slarka fram úr vandræðunum
og fundið upp á mörgu til hjálpar, en nú var
hann ráðþrota. En — látum okkur nú sjá.
Hvernig væri að reyna að brugga nokkrar flösk-
ur af sterku. Það hafði hann ekki reynt áður,
— ekki svona til þess að selja, að vísu hafði
hann gert þetta nokkrum sinnum, rétt til
heimabrúks, en svoleiðis var ekki teljandi.
Jú, sannarlega ætlaði hann að reyna þetta.
Gæti hann bruggað nokkur hundruð flöskur og
selt þær fyrir gott verð, þá yrði það laglegur
skildingur. Þá gæti hann borgað skuldina í
krambúðinni hjá honum Lárusi og máske fengið
nokkrar krónur í afgang. Og kæmist allt upp —
nú það yrði þá ekki annað en fangelsi og ekki
þurfti hann að hafa áhyggjur út af fæðinu þá
dagana, sem hann dvaldi þar.
Sama daginn byrjaði Hólskarlinn að undirbúa
gerjunina. Hann átti gríðarstóra sírópstunnu,
sem tók 300 lítra. Hann velti henni upp í gömlu
mylnuna og setti hana þar inn í svartasta skotið.
Það var réttast að fela þetta vandlega, ef ein-
hver óviðkomandi skyldi fara að snuðra. Svo
fyllti hann tunnuna með allskonar merkilegum
samsetningi, sem aldrei fékk neinn að vita ,hvað
var, frá því vildi hann aldrei segja, þótt hann
væri spurður um síðar. Það sagði hann, að væri
leyndarmál, sem viðkæmi framleiðslunni.
Seinast lét hann í tunnuna þrjú kíló af geri.
Hann vildi fá drykk, sem verulegt fútt væri í.
Þegar hann var búinn að þessu, vafði hann
gömlum skinnfeldi utan um tunnuna og gekk
svo heim og lagði sig.
Næstu dagana var Hólskarlinum tíðfarið út
í mylnuna. Mikið líf var nú ekki komið í þetta
ennþá, nokkrar bólur komu á yfirborðið og
sprungu þar með lystilegum smelli. Frh.