Góðan daginn - 29.09.1942, Qupperneq 1

Góðan daginn - 29.09.1942, Qupperneq 1
2"» GOÐAN DAGINN Útgefandi og ábyrgðarmaður: / I. árgangur. Þriðjudaginn 29. ll|IJli]:i!il!:!!í!lll!lll!lllllllllllllllllllllli:!llll!ll!l!llllllllllllllllllll!lllllll!>ll!lllllllllli:illllllll!llllll!lllllllllllllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUI!llllllllllllllllllll| | Góðan daginn! Góðir Siglfirðingar. | Hér fáið þið að sjá nýtt blað, og má j| I reyndar segja, að það sé að bera í bakka- | I fullan lækinn, að bæta við blöð þau, sem | | fyrir eru. En "þess ber að gæta, að þetta | I blað verður með nokkriun öðrum hætti | 1 en þau f jögur st jórnmálablöð, sem hér eru ■ | gefin út. Pólitík mun ekki að jafnaði verða jj | á boðstólum í þessu blaði og jafnvel alls | | ekki, nema sérstakt tilefni gefist. Blaðið I 1 mun aðallega flytja ýmislegt rabb við les- 1 | endurna, svona um daginn og veginn, | | bókafregnir, smásögur og ýmislegt það, | | sem skemmtun getur veitt að lesa. Skeð g | getur, að s. m., sem margir hér munu j ■ kannast við, frá því blaðið Fram var gef- ■ | ið út, láti eitthvað til sín heyra, svona við | ■ og við. I Blaðið tekur með þakklæti móti smá j I greinum til fróðleiks og skemmtunar, j 1 kvæðum, Iausavísum, þjóðsögum o. s. frv. | Blaðið verður ekki bundið við ákveðna jj | útkomudaga, en kemur út svona þegar | I þurfa þykir. | Afgreiðsla blaðsins verður í Bókaverzl- j 1 un Hannesar Jónassonar. útciefandinn | Illllllllllll!l!l!llllllllll!ll!llllllllllllllllll!lllllllllll!!IIIUIIIIIIIIIIIII!!!lllllll!llllll!lllll!lll!l!ll!lllllllllllllllll!!lllllllll!l!!l!IIU!lllll!l!l!ll!ll!l!!!llll>l!!llIl Alþingiskosningarnar. Eftir stuttan tíma á að kjósa alþingsmann fyrir Siglufjörð í fyrsta sinn. Fjórir menn eru í framboði, jafnmargir og flokkarnir hér. Skal þessum mönnum ekki lýst hér, það hafa flokks- blöð þeirra þegar gert rækilega. Er hreinasta unun að lesa í blöðunum um alla þá mann- kosti, gáfur, dugnað o. fl, sem þessir menn hafa til að bera og er í þessum lýsingum mik- ill fróðleikur, því að grunur leikur á, að allir þessir mannkostir hafi ekki ekki verið öllum kunnir áður. Um hitt þegja blöðin, sem reynd- HANNES JONASSON september 1942. 1. tölublað V --------*---—------------------------*----- ar er öllum kunnugt, að allir þessir dáindis- menn munu luma á talsverðu af ókostum og göllum,; er það að vísu ekki að telja mönn- unum til lasts, sem þingmannsefnum, því það, að kjósa hreinræktaðan engil á Alþing, yrði að teljast mjög óheppilegt, þar yrði hann fljót- lega kveðinn niður. Bráðum byrja hér þingmálafundir og bíða háttvirtir kjósendur þeirra með óþreyju. Mjög er sennilegt, að fundirnir fari friðsamlega fram, þingmannsefnin útgera hálfgerða familíu, Ragn- ar og Áki eru svilar og Sigurður og Erlendur eru samherjar í Síldarútvegsnefnd. Margt er fleira, er segja mætti að gæti á vissan hátt tengt þingmannsefnin saman, þótt út í það verði ekki farið hér. Verst er ef Gunnar — það skilja.allir hvaða Gunnar'er átt við — verður mjög stífur með Áka. Væri þá gott fyrir Ragnar að hafa við hlið sér á þeim vígvelli annaðhvort Halldór á Kirkjubóli eða. Daníel Ágústínusson, og heppi- legt hefði það verið Erlendi, að vinur hans, Emil úr Hafnarfirði, hefði staðið við hlið hon- um. Sigurður mun nokkuð spjara sig með stuðningi andlegra hugskeyta frá guðfræðingn- um, sem situr í ríkisstjórn. Um Áka vita það allir, að hann er ræðumaður með afbrigðum, dáðust allir þingmenn að jómfrúræðu hans á Alþingi og landslýður lagðist flatur af hrifn- ingu, er til hans heyrðist í útvarpinu. Hann er því ,,garderaður“ sem ræðumaður, ekki sízt þegar hann kemur til með að hafa Gunnar rétt við eyrað. Þetta blað lætur. sig engu skipta hver kos- imi verður sem þingmaður fyrir Siglufjörð. Hverjum, sem kosinn verður, mun blaðið sýna tilhlýðilega virðingu og bjóða honum „Góðan daginn“. L O F O R Ð, sem ekkert blað hefir nokkurn tíma gefið. Þetta blað lofar því, að fara batnandi með hverju númeri. Nú skulu háttvirtir lesendur sannfæra sig um það, hvort staðið verður við þetta, með því, að kaupa blaðið í hvert sinn sem það kemur út. Útgefandinn.

x

Góðan daginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Góðan daginn
https://timarit.is/publication/1868

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.