Góðan daginn - 21.02.1944, Qupperneq 2
2
GÖÐAN DAGINN
inn lesljóst. Sandleysið hefur verið einna til-
finnanlegast og göngulag fólks á götunum
stundum verið allbroslegt. Gerir það ekkert til
um eldra fólk, en frekar er óviðkunnanlegt að
sjá ungar meyjar í ótal hlykkjum, með full-
langt á milli fótanna, sem líka getur verið
hættulegt, eins og vér höfum áður drepið á
hér í blaðinu.
Einkennilegur ritdómur.
Fyrir jólin' kom út bók, er nefnist „Sjö mílna
skórnir". Bók þessi er ferðasöguþættir eftir
heimskunnan blaðamann, Richard Halliburton.
Segir þar frá mörgu, er ófróðum manni má
ótrúlegt þykja, bæði í háttum og siðvenjum á
afskekktum stöðum í heiminum og svo frá ein-
stökum atburðum, er skeð hafa og þar er lýst,
svo sem hinu ómannúðlega og grimmdarfulla
morði, er kommúnistar frömdu á keisarafjöl-
skyldunni rússnesku.
1 Mjölni, er út kom 9. þ. m. er löng grein,
er ber sem fyrirsögn nafn ofangreincfrar bókar.
Eftir að greinarhöfundurinn hefur skrifað all-
langt mál um það, er hann kallar blaðamanna-
bókmenntir, kemst hann svo að orði: „Aðrar,
(þ. e. bækur) eru gjörsamlega einskisnýtar, og
bera helzt svip þess, að höfundurinn hafi aldrei
komið á þá staði, er hann lýsir og ekkert vitað
um efnið, sem hann skrifar um. Af þessu tagi
eru sjö mílna skórnir.‘‘
Það er hálf spaugilegt, að lesa þessa klausu
um bók, sem, ásamt öðrum bókum sama höf-
undar, hefur verið mikils metin og hlotið lof
og aðdáun víðsvegar um heim. Það er enginn
smáræðis kraftur í þessum ritdómara, sem
þannig ætlar með fáeinum línum að kveða nið-
ur bók eftir heimsfrægan rithöfund.
En sagan um þennan ritdóm er ekki enn öll
sögð. Ritdómarinn velur sér, sem sérstakan
ásteitingarstein, kafla úr bók þessari, sem nefn-
ist: „Land kvenhataranna.“ Tilfærir hann þar
part úr kafla þessum innan gæsalappa, með til-
vitnun til blaðsíðutals, og mætti því ætla, að
rétt væri upp tekið úr bókinni. En fjarri fer
að svo sé. I þessari tilvitnun ritdómarans stend-
ur: „.. .Stórir hópar af bömum eru til í landinu,
en ekki ein einasta kona.“ I bókinni er máls-
grein þessi þannig: „....Stórir hópar af hönum
eru til í landinu, en ekki ein einasta hæna.“
UNDRALÖGURlNN
Þótt ég væri alófróður í efnafræði, hlust-
aði ég á Boris með dýpstu eftirtekt- Hann
tók páskalilju, sem Anna hafði komið með
um morguninn, og lét hana niður í glerskál-
ina. Á sajna vetfangi kom breyting á löginn
í skálinni. Eina sekúndu, eða svo, huldist
blómið í hvítri froðu, svo hvarf froðan og
lögurinn varð marglitur á yfirborðinu, léku
á lögnum á víxl orange og purpuralitir og
síðan skaut geisla, eins og af björtu sólskini,
frá botninum á skálinni, þar sem liljan lá.
Á þessu augnabliki stakk Boris hendinni nið-
ur í skálina og tók liljuna upp úr.
„Það er engin hætta, ef valið er hið rétta
augnablik,“ sagði hann.
Hann rétti mér nú liljuna og hún var orð-
in að steini, að hreinum marmara.
„Þú sérð, að hún er alveg gallalaus,“ sagði
Boris. „Hvaða myndhöggvari, hvar sem væri
í heiminum, heldur þú að gæti búið til aðra
eins?“
Marmaraliljan var hvít sem snjór, en inn-
an í henni voru fölbláar æðar og dýpst niðri
í bikarnum var eins og mjúkur roðabjarmi.
„Spurðu mig ekki, hvers vegna þetta er
svona,“ sagði Boris, er hann sá undrun mína.
Undralögurinn 2
>
„Eg hef enga hugmynd um hvers vegna bik-
arbotninn og æðarnar eru með lit, en svona
er það alltaf- í gær reyndi ég með einn af
gullfiskunum hennar Önnu, hérna er hann-“
Fiskurinn var að sjá sem högginn úr
marmara. En þegar ég bar hann upp við
ljósið, sá ég, að steinninn var gegnofinn
fallegu, bleikbláu æðaneti og frá bletti innan
í honum kom rósrauður bjarmi, eins og í
ópalsteinum- eg leit ofan í skálina, nú var lög-
urinn tær eins og kristall-
„Hvernig færi, ef eg nú ræki hendina nið-
ur í?“ spurði ég.
„Eg veit ekki,“ svaraði Boris. ,;En ég held
þú ættir ekki að reyna það.“
„Það er eitt, sem ég gjarnan vildi vita
og það er, hvaðan sólargeislinn kemur,“
sagði ég.
„Þú hefur rétt fyrir þér, það er eins og
sólargeisli. Eg veit það ekki. Hann kemur
ætíð, þegar ég læt eitthvað lifandi niður í
löginn. — Ef til vill er það lífsneistinn, sem
flýr þangað sem hann er kominn frá,“ bætti
hann við brosandi.
Eg sá, að hann var að gera gys að mér
og reiddi upp við hann hnefann, en hann hló
og skipti um umtalsefni.