Góðan daginn - 18.10.1944, Side 2
2
GÓÐAN liAGINN
ÚFEIGUR
heitir tímarit, sem Jónas Jónsson, alþingis-
maður frá Hriflu gefur út. Nýlega er komið út
4. hefti I. árgangs. Heftið byrjar á grein, er
heitir: Sterk bein og góðir dagar. Niðurlag, eða
öllu heldur eftirmáli, þessarar greinar er á þessa
leið:
„Fyrr er frá sagt, að eftir stríðið 1914—1918
stýrðu kommúnistar mörgum bæjarfélögum í
Noregi, settu þau á höfuðið og glötuðu um leið
trausti almennings. Nú eru kommúnistar á
Siglufirði að koma því bæjarfélagi á sömu leið
og kenna um leið gistivinum sínum holla lexíu.
Ibúar Sigluf jarðar eru tæp 3 þúsund, en áætlað-
ar skuldir bæjarfélagsins fyrir rafveitu, hafnar-
gerð, jarðakaup og síldarverksmiðjur nálega
30 millj. kfóna. Verður þá ein milljón að bera
fyrir hverja 100 borgara. Við rafveituna er
ráðlagið með þeim hætti, að bifreiðastjórar fá
500 krónur á dag fyrir að aka sandi og möl i
stíflugarðinn, en það er þrefallt hærri greiðsla
en tíðkast í vegavinnu. Þessir bifreiðastjórar
höfðu samtök um að aka hægt og hafa lítið á
Undralögurinn , 27
Skriftin á bréfinu rann saman í móðu
fyrir augum okkar; Jack stóð á fætur og
gekk að glugganum. Litlu síðar kom hann til
baka og settist. Eg beið með angist og kvíða
eftir því, sem hann ætlaði nú að segja, en orð
hans féllu jafn rólega og áður.
„Anna liggur fyrir framan Madonnu-
myndina í marmaraherberginu. Madonna
lýtur blíðlega niður að henni og Anna brosir
upp á móti andlitinu, sem aldrei hefði orðið
til án hennar.“
Rödd hans bilaði. Hann greip hönd mína
og mælti. „Hertu upp hugann, Alec!“
Morgunin eftir fór hann til Ept til þess
að framkvæma það, er Boris, í erfðaskrá
sinni, hafði falið honUm.
Eg tók lyklana og fór til hússins, sem ég
þekkti svo vel. Útlits var það eins og áður,
en þar ríkti hræðileg þögn.
Eg gekk tvisvar að hurðinni á marmara-
herberginu, en í hvorugt skiptið gat ég fengið
mig til þess að fara inn. Eg hafði ekki þrek í
mér til þess. Eg gekk inn í reykingaher-
bergið og settist við Spinetið. Lítill knipl-
ingsvasaklútur lá á nótunum og ég sneri mér
grátandi undan er ég sá hann. Mér var það
A HAUSTNÓTTUM (Framhald af 1. síðu)
Svei nú attan öllu saman,
ekki hæli eg því,
engin slagsmál, ekkert gaman,
ekkert fyllirí.
Og veturinn gengur í garð með kulda, hreggi
og hríð. En ef til vill eigum við, Siglfirðingar,
„sumar innra fyrir andann,“ er norðanstorm-
arnir næða. Eg efast þó um það.
s. m.
Eftirmáli.
Ekki eru Siglfirðingar aldauða. Sunnudags-
nótt, aðfaranótt 15. þ. m. var ball hér í Siglu-
firði og var þar mjög sómasamlegt fyllirí eftir
ástæðum.
Menn voru örir í skapi, ungir sem gamlir og
létu gamanyrði f júka. Einn sagði við dömu sína,
er hann var að fara á stað með hana í dansinn:
„Bíddu, góða mín, eg þarf að pissa!“
bílunum til að mynda þannig grundvöll fyrir
þreföldu kaupi. „Gott er þegar slík æfintýri
gerast með þjóð vorri.“
Þessi eru orð Jónasar. En, góðir forystumenn
þessa bæjarfélags, er þetta satt ?
Undralögurinn 28
ljóst, að ég þoldi ekki að búa í þessu húsi.
Eg lokaði öllum hurðum og gluggum og fór.
Morguninn eftir fól ég þjóni mínum alla um-
sjón og fór með hraðlestinni til Konstantín-
opel.
I þau tvö ár, sem ég dvaldi í Austurlöndum,
var það svo í fyrstu, að við Jack minntumst
aldrei á Boris og Önnu í bréfum okkar, en
þegar lengra leið frá fóru nöfn þeirra að
slæðast inn í bréfin. Mér er sérstaklega
minnisstæður nokkurar setningar úr bréfi
frá Jack, er var svar við bréfi, sem ég hafði
skrifað honum.
Þessar setningar voru þannig:
„Það sem þú segir, að Boris hafi beygt
sig niður að þér, meðan þú varst veikur, og
að þú hafir heyrt rödd hans og fundið hann
snerta þig, tekur hug minn fanginn og vekur
hjá mér undrun. Eftir því, sem þú skýrir frá,
hlýtur þetta að hafa verið um 14 dögum
eftir dauða hans. Eg segi sjálfum mér, að
þig hafi dreymt þetta, eða þú þóttst sjá þetta
og heyra í óráði, en sú skýring fullnægir mér
ekki, frekar en þér sjálfum“.
Þegar nærfellt tvö ár voru liðin frá því ég
fór frá París, var ég staddur í Indlandi. Fékk
ég þá bréf frá Jack, sem var svo ólíkt öllu