Góðan daginn - 22.12.1944, Qupperneq 2

Góðan daginn - 22.12.1944, Qupperneq 2
2 GÖÐAN IIAGINN SKAHSINGURINN Þegar eg í síðasta blaði af Góðan daginn, sendi nokkur þakkarorð Haraldi þeim, er sent hafði mér góðar ráðleggingar, skaut eg því fram, alveg út í bláinn, að hann mundi vera skagfirðingur. Nú hefur Haraldur þessi kannast við skagfirðingsætternið með því, að gefa út ,,Lúsaljóðabók“ undir skagfirðingsnafni og látið selja hana á götum bæjarins og máske víðar. Með því að játa skagfirðingsætternið, hefur Haraldur þessi opinberað fyrir mér hver hann er, en það var mér áður ekki fyllilega ljóst. Eg býzt við, að hin áður nefnda ,,Ljóðabók“ hans eigi að vera einskonar skammir um mig. Það fyrirgef eg honum og erfi ekki við hann. Börn- um og sjúkum mönnum og hjartveikum ber að sýna umburðarlyndi. Það er ekkert við því að segja, þótt óþrif komi á menn, þau geta komið einhverstaðar utanað frá, þetta getur jafnvel hent þá sem ganga í kvenmannsnærfötum. Slíkt má lækna. En þegar óþrifin verða rótgróin í sálinni þá duga engar lækningar. Nú ber þessi „Ljóðabók“ er eg gat um, merki svo mikils andlegs óþrifn- aðar höfundarins, að tvísýni mun vera á, að nm nokkra batavon sé að ræða. Þetta er því sorglegra, þar sem vitanlegt er, að sjúklingur- inn er vel innrættur maður, hófsamur og góð- gjarn og líklegur til þess, að vera mannasættir í hverjum félagsskap. Má þessu til sönnunar nefna hinn sára grát hans yfir óförum komm- únista í Dettifoss-slagnum sæla og mun hann þó ekki, hvorki fyrr né síðar, hafa verið talinn trúbróðir þeirra. Eg tel það mjög óviðeigandi, sem eg hefi heyrt víðsvegar í kring um mig, að menn skopast að „Ljóðabókinni.“ Máske er þetta framsmíði höfundar i ljóðagerð og enginn veit hve miklar andvökur, mikil sálarreynsla og mikið hugstríð liggur á bak við þetta afkvæmi. Fyrsta fæðing er oft erfiðust og vel má vera, að það megi telja happ, að fóstrið er ekki meira vanskapað en það er. En slíkt á ekki að hafa í fíflskaparmálum. Hitt er annað mál, að líklega hefur útgáfa „Ljóðabókarinnar“ orðið höfundinum gróða- fyrirtæki, og svo mun sá hafa litið á, er sendi í Góðan daginn eftirfarandi vísu: Mikið fé hann fær í sjóðinn, — fyrir það kverkar margoft þvær — sá „skagfirzki,“ er Lúsaljóðin, lætur selja á krónur tvær. H. J. Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár! Þakka viðskiptin EGILL STEFÁNSSON „PERMANENT" Mikil er menntunin orðin, og mikið er stúlkunum kennt, en eitt af því allra bezta er hið ágæta „permanent.“ Frá þetta um þrettán ára þykir stúlkunum hent, að hafa í hári sínu hið heimsfrægi ,,permanent.“ Hvert einasta hár, sem er á þeim, — en um þau mun sumstaðar klént, í lokka er liðað og snúið, og liggur svo „permanent." Og allt þár til sjötíu ára hver einasta kona er spennt, að halda hárunum á sér hreinlega „permanent.“ Þær hugsa víst, hrundirnar fríðar, sem frá himni er blíðlætið sent, að hrífi þær piltana heldur, ef í hárinu er ,,permanent.“ En halda þær Hallgerður langbrók hafi þekkt slíka mennt, nei, en hún fékk þó glæsileg gjaforð, þótt gerði ei sitt hár „permanent.“ Þær giftust og börn þær gátu, það getur sagan oss kennt, hér áður, þótt hreint engin hafði þá hugmynd um „permanent.” s. m. —O—

x

Góðan daginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Góðan daginn
https://timarit.is/publication/1868

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.