Heimili og skóli - 01.08.1950, Side 19

Heimili og skóli - 01.08.1950, Side 19
HEIMILI OG SKÓLI 87 ekkert ákveðið námsefni, enginn á- kveðinn námstími. Allt er skorðað og skipulagt við fræðslu barnsins, nema þessi fræðsla. Samt er hún í rauninni móðir skólakennslunnar á Ísíandi. Einu sinni þótti hún ein nauðsynleg, og hún varð sá Draupnir, sem öll önn- ur viðfangsefni skólanna drupu af. Surnir prestar nota við fræðslu þessa biblíusögur, aðrir barnabiblíu, sumir fræði Lúthers ein, aðrir kver eftir Helga Hálfdánarson, Friðrik Hallgrímsson eða Jakob Jónsson, sumir biblíuna sjálfa, aðrir ekkert á- kveðið. Allir geta ímyndað sér, hve árangurinn hlýtur að verða sundur- leitur, áhrifin ómótuð, takmaikið ó ljóst. Þá er tíminn til starfs við þetta viðfangsefni ekki síður misjafn. Sum- ir undirbúa fermingu barna í tvo vetur, minnst stund á viku og auk þess tvo tíma daglega síðasta hálfan mánuðinn, áður en fermt er. Aðrir ,,spyrja“ nokkra daga fyrir ferming- una, og milli þessara starfstímalengda eru svo ótal afbrigði, t. d. er á blöðum að sjá, að prestar höfuðstaðarins láti nægja nokkrar vikur frá nýári til páska fyrir allan sinn hóp. Þótt sjálfsagt megi fullyrða, að margir prestar vinni þetta starft af fuflri samvizkusemi, þarf liér fastari tcik og öruggara skipulag. Biskup, kirkjuráð og kirkjumálaráðuneytið ættu að ákveða lágmark þess stunda- fjölda, sem verja ber til fermingar- undirbúnings. Ennfremur ættu sömu aðilar, að hlutast til um, livaða nánts- efni kennt væri, eða athugað með börnunum fyrir ferminguna. Þar verður að koma góð bók í stað kversins, sem nú er úr sögunni. Sú bók þarf að vera samin og útgefin samkvæmt fullkomnustu tækni og uppeldisvísindum nútímans. Hún verður að vera örstutt en' snjöll. Bók- in „Vegurinn" eftir Jakob Jónsson, er bezt þeirra bóka, sem nú er vöf á í þessu efni, þótt liins vegar hafi hún ekki þann kost að vera nógu stutt, hnitmiðuð og aðgengileg. Eg hugsa mér bók, sem byggð væri á fræðum Lúthers. Skiptist hún í við- fangsefni, þannig helguð 1. trúfræði í sambandi við trúarjátninguna, 2. helgisiðfræði í sambandi við Faðir vor og sakramentin, og 3. siðfræði í sambandi við boðorðin. En allt þetta efni væri tekið svo að segja orðrétt úr biblíunni sjálfri, sem sagt nokkrar ritningargreinar um livert atriði, flokkaðar niður samkvæmt ofan- sögðu. En við hvern kafla væru svo verkeíni og spurningar til æfinga og íhugunar efnisins, bæði til svara, teikna og semja ritgerðir um. Prest- urinn ætti svo að leiðbeina og hjálpa við það. Þá yrðu „spurningarnar“ lífrænt starf, með samtölum, vinnu og íhugun. Starf, sem gæti þá og síð- ar orðið barninu uppspretta vizku og fegurðar. Að síðustu vil ég svo taka það fram, að þessi „spurninga“-bók ætti að vera skreytt fegurstu litmyndum, sem völ er á, af viðburðum úr lífi Jesú og lielgum dómum kirkjunnar. — Þann- ig gæti hún orðið sannur dýrgripur hvers einstaklings ævilangt. Öllum öðrum námsbókum æðri og dýrmæt- ari. Kjarna bókarinnar, fræðin, ritn- ingargreinarnar og úrvals sálma, ætti hvert barn, sem námshæft er, að læra utan að.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.