Heimili og skóli - 01.08.1950, Side 22

Heimili og skóli - 01.08.1950, Side 22
90 HEIMILI OG SKÓLI þó ekki stillt mig um að nefna eitt dæmi frá því herrans ári 1925. Þá kenndi ég tólf börnum um tveggja mánaða skeið í stofu, sem er 6x6 álnir að gólffleti og rösklega mann- geng undir loft. En í þessari sömu stofu bjuggu hjón með 5 börn. Tvö voru talin með þessum tólf, tvö voru unglingar og eitt smábarn. Þettá fólk bjó allt í nefndri stofu, svaf þar, eld- aði og mataðist. Kennsla hófst klukk- an níu að morgni hvern virkan dag. Þá varð allt fólkið að vera komið á fætur og búið að taka til í stofunni. Oftast sat ég með börnin við borð, sem var 126 cm. á lengd og 85 cm. á breidd. En þegar reiknað var eða skrifað, varð að rýma til við borðið og láta sitja á rúmum og kofortum. Um þetta eindæma skólahald vil ég segja þetta: Aldrei hef ég hafið kennslu með meiri kvíða, vondauf- ari um árangur og meiri ótta um, að upp á kæmu veikindi. En ég efast um, að útkoman hafi nokkurn tíma verið betri, að minnsta kosti uppeld- islega, ef tekið er tillit til hinna mjög bágbornu ytri aðbúðar. Enginn veik- indi komu upp á. Félagsandinn, sem ríkti innan veggja, var hinn ákjósan- legasti. Allir gættu þess, jafnt hús- ráðendur sem nemendur, að vera ekki öðrum til óþæginda og að gera sem mestar kröfur til sjálfs sín. 3. Heimavistarskólinn. Honum hef ég minnst kynnst af eigin raun. En þó nóg til þess að álykta, að þar má skólastjórinn ekki vera neinn meðalskussi eða gallagrip- ur. Hann þarf allar stundir að vera aðgætinn, athugull. nærfærinn og rét.t- sýnn, en þó umfram allt, honum verð- ur að þykja vænt um alla nemend- urna og koma þeirri reglu á, að eldri börnin séu fyrst og fremst verndarar hinna minni og veikluðu. 6, Fasti heimangönguskólinn Við slíkan skóla hef ég lengst og Samfelldast starfað og þekki hann því bezt af eigin raun. Eg hef í áratugi haft yfir að ráða mjög sæmilegu skólahúsi og ágætum samkennurum. Nemendur liafa verið á aldrinum 7— 15 ára og mjög misþroska, bæði and- lega og líkamlega. Vegna þessa mis- þroska og mikla aldursmunar í fá- mennu þorpi, er vandinn mestur að skipa þannig í deildir og fram- kvæma kennsluna þannig, að allir geti fylgst með og enginn tími fari fyrir lítið. Annað er það, að sum heimili, og þá helzt þau, sem verst eru á vegi stödd með að gera skyldu sína gagnvart börnunum, gera óhóflegar kröfur til skólans, sem uppeldisstofn- unar og fræðslustöðvar. Þó hin sömu heimili, viljandi eða óviljandi, vinni gegn áhrifum hans með tómlæti um málefni hans og gálauslegu tali í á- heyrn barna sinna. En sem betur fer eru þetta undantekningar. Flestir skilja, að skólinn, með stutt- an starfstíma á degi hverjum, getur ekki nema að mjög takmörkuðu leyti verið uppeldisstofnun. Því að heim- ilin sjálf, og þó einkum umhverfið, verða aðal siðameistarar barnanna- Það er ekki dæmalaust, að nemandi, sem er óaðfinnanlegur að háttprýði í skólanum sé óviðráðanlegur á heim- ili sínu, svo að aðstandendur geta ekki trúað því, að hann hagi sér vel innan veggja skólans.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.