Heimili og skóli - 01.12.1955, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI
123
ÓLAFUR GUNNARSSON, sálfrœðingur:
SITT AF HVERJU
— Kafli úr útvarpserindi —
í fyrra hluta erindisins ræddi höfund-
ur umferðarhættu, einkum í sambandi
við börn, og gerði m. a. grein fyrir
því, hversu heimsmynd barnsins væri
allt önnur en heimsmynd hins fulltíða
manns. Sýndi hann fram á, að í þessu
einu lægi mikil hætta fyrir litlu börn-
• in, sem þurfa eins oð aðrir að fara
ferða sinna í mikilli umferð. Síðari
kaflinn, sem fjallar um önnur efni,
birtist svo hér. — llitstj.
Skortur á heppilegum leikrýmum,
og þá um leið heppilegum verkefn-
um, á sennilega sinn mikla þátt í því,
að fjöldi barna er settur of snemma í
skóla. Hér í Reykjavík er það orðin
háskaleg tízka að setja börnin í smá-
barnaskóla 6 ára og jafnvel yngri, í
þeim tilgangi að kenna þeim lestur,
skrift og reikning. í þessu sambandi
er ekki spurt um vitaldur barnanna
og getur því svo farið, að barn, sem
ekki er nema á fjórða ári að vitaldri
sé sett í smábarnaskóla og það barið
til bókar, þótt sá verknaður sé framin
í óeiginlegri en ekki eiginlegri merk-
ingu orðsins. Klassiskar rannsóknir
amerískra skólasálfræðinga sanna, að
barn, sem ekki hefur greindaraldur
6, 5—7 ára ætti ekki að hefja lestrar-
nám. Oft eru augu 6—7 ára barna ekki
nógu þroskuð til þess að rétt sé að
hefja lestrarkennslu. Þegar tekið er
tillit til þess, sem vitað er um greind-
arþroska barna, er óhætt að segja, að
80 prósent allra barna ættu alls ekki
að hefja lestrarnám 6 ára eða yngri.
50 prósent hafa ekki náð æskilegum
þroska 7 ára og 20 prósent ættu að
bíða með lestrarnámið þangað til þau
eru 8 ára, eða jafnvel 9—10 ára. Um
það bil 20 prósent allra barna geta að
skaðlausu farið að læra að lesa 6 ára
eða jafnvel yngri, en það er fjarstæða,
og má raunar segja ósvinna, að ætla
að bjóða þeim minnst gefnu það sama
og þeim gáfuðustu. Foreldrar, sem
vilja haga sér í samræmi við eðli barn-
anna, ættu því alls ekki að leyfa barn-
inu skólagöngu fyrir sjö ára aldur,
nema það hafi þá þegar sýnt mikinn
og staðfastan áliuga á lestrarnámi.
Með þessu er ekki sagt, að ég sé hug-
myndinni um smábarnaskóla alger-
lega andvígur. Sé smábarnaskólinn