Heimili og skóli - 01.08.1959, Blaðsíða 19
HEIMILI OG SKÓLI
63
Starfsfrœhsla í skólum
Erindi flutt á fulltrúaþingi Sambands ísl. barnakennara þann 7. júní 1958.
Þegar verið var að skipuleggja fyrsta ís-
lenzka starfsfræðsludaginn í marzmánuði
1956, hitti ég kunningja minn á förnum
vegi og bauð honum að heimsækja starfs-
fræðsluna í Iðnskólanum sunnudaginn 19.
marz.
Kunningi imnn rak upp stór augu og
spurði: „Hvað er starfsfræðsla?“ „Það er
fræðsla um störf,“ svaraði ég, en var mér
samt þess meðvitandi, að ég hafði ekki
svarað spurningu hans nema að nokkru
leyti.
Sumir menn eru þannig gerðir, að þeir
vilja láta skilgreina alla hluti, aðrir láta
sér nægja að vita efnislega um hvað er
verið að ræða, hvaða gagn það gerir o. s.
frv. Hvað bezt sé og réttast í þessu efni,
þori ég ekki að segja, en til þess að reyna
að fullnægja öllu réttlæti sem bezt, skal ég
hefja mál mitt með því að skírgreina,
hvað starfsfræðsla er, og ræða síðan eink-
um um starfsfræðslu í skólum.
Skírgreiningin varðandi starfsfræðslu,
sem samþykkt var á alþjóðaráðstefnu í
Genf árið 1949, hljóðar þannig:
„Starfsfræðsla er sú aðstoð, sem ein-
staklingi er veitt til þess að leysa vanda-
mál í sambandi við val ævistarfs og við að
ná tökum á ákveðinni starfsgrein. Sé þá
tekið fullt tillit til eiginleika einstaklings-
ins, aðstöðu hans allrar og faglegra mögu-
leika.“
Við þessa skýrgreiningu hef ég per-
sónulega það að athuga, að í henni felst
ekki aðeins hvað starfsfræðsla er, heldur
einnig starfsvalsleiðbeiningar, en þær eru
venjulega framhald starfsfræðslunnar og
byggjast a .m. k. stundum á fræðilegum
grundvelli, svo sem greindar- og hæfni-
prófunum.
Starfsfræðsla í víðtækustu merkingu
þess orðs hefur sennilega verið veitt eins
lengi og fólk hefur byggt þessa jörð, og
Ólafur Gunnarsson.
raunar vafasamt hvort telja eigi að hún sé
aðeins veitt af mönnum. Hins vegar er
hún í nútímamerkingu orðsins tiltölulega
ný af nálinni, því að ekki eru nema fimm-
tíu ár síðan markviss starfsfræðsla hófst
og þá í borginni Boston í Bandaríkjunum.
Fyrr á tímum voru störf yfirleitt svo
fábreytt í samanburði við það, sem nú er,
að kerfisbundinnar starfsfræðslu var lítil
þörf. Unga fólkið lærði störfin af hinum
fullorðnu í nánum tengslum við heimilið
eða innan vébanda þess og fór sjaldan inn
á aðrar brautir en þær, sem forfeðurnir
höfðu troðið. Hér á landi var t. d. um lítið
annað að ræða en sveita- og sjávarstörf,
og annað hvort lærðu flestir, en margir
hvort tveggja.
Nú er starfsgreinafjöldinn í heiminum
hins vegar orðinn svo mikill, að enginn
veit með vissu hversu margar starfsgrein-
arnar eru, en í Dictionary of Occupational