Heimili og skóli - 01.10.1963, Qupperneq 14
ÓLAFUR GUNNARSSON, SÁLFRÆÐINGUR:
ALVO R IJ
TALAÐ
Hugsandi mönnum munu vera ljósar all-
miklar veilur í uppeldis- og fræðslumálum
Islendinga. Nægir í því sambandi að minna
á óheilbrigt skemmtanalíf fjölda æsku-
manna, drykkjuskap, nautnalyfjaneyzlu og
fleiri tákn óhæfilegrar eyðslu lífsorkunn-
ar.
Aberandi er óhlýðni og virðingarleysi
fyrir öllu og öllum í fari margra bama og
unglinga.
Augljóst er, að hin meira en þúsund ára
gamla heimilismenning íslendinga stendur
höllum fæti í borgar- og bæjaumhverfi,
þar sem aðstæður allar eru gerólíkar því,
sem áður þekktist. Stendur þjóðin þannig
andspænis vandamálum, sem hún þekkti
ekki áður og er eldri kynslóðin því illa
sett hvað lausn þeirra snertir, þar eð hún
þekkir ekki frá sínum eigin bernsku- og
æskudögum þau vandamál, sem nú steðja
að.
Ekki þarf að athuga heimili í Reykja-
vík lengi til þess að gera sér grein fyrir
því, að þau eru ekki byggð upp sem vinnu-
staðir, heldur fyrst og fremst sem hvíldar-
og jafnvel veizlustaðir. Þetta stingur mjög
í stúf við gömlu íslenzku heimilismenning-
una, þar sem allir sátu að vinnu sinni í
sömu baðstofunni. Vitanlega myndi eng-
inn nútímamaður vilja hverfa aftur til bað-
stofumenningarinnar, því að henni fylgdu
106 HEIMILI OG SKÓLI
miklir og greinilegir ókostir. En hitt er
víst, að í ríkara mæli ber að taka tillit til
leikja- og athafnaþarfa barna og unglinga
og jafnvel fullorðinna, þegar íbúðarhús
eru teiknuð og byggð, þannig, að sem mest-
ir athafnamöguleikar skapist innan heim-
ilanna sjálfra og þau verði aftur staðir,
sem flestir kjósa að dvelja á að öllum jafn-
aði, en ferðir á skemmtistaði verði til há-
tíðabrigðis eins og löngum hefur verið.
Rétt er að leiða athygli arkitekta og yf-
irvalda borga og bæja sérstaklega á þessu
atriði.
í uppeldi verður alltaf að leggja áherzlu
á þrennt, en það er umhyggja, ástúð og
agi.
Sýnilegt er, að mikið skortir á umhyggju
fjölmargra foreldra, nægir í því sambandi
að benda á ferðir smábarna í bráðum
hættum umferðarinnar, þar sem götumar
eru gerðar að leikjasvæði lítilla barna í
stað húsgarða og leikvalla. Á þessu verð-
ur skilyrðislaust að verða breyting og ber
lögreglu borgar og bæja að framfylgja
án undanbragða banni við leikjum bama
á götum úti.
Ástúðin verður að koma fram í eðli-
legri hlýju foreldra, en ekki fyrst og fremst
í sælgætisgj öfum foreldra og skyldmenna
og ferðum í kvikmyndahús og aðra
skemmtistaði, sem hefjast yfirleitt of