Reykjanes - 01.11.1959, Síða 2

Reykjanes - 01.11.1959, Síða 2
2 REYKJANES Nóvember 1959 REYKJANES Útgefandi: FulltrúarcS) Sjálfstœ'Sisfélaganria í Keflavík. Ritstjóri og ábyrgóar~naóur: Helgi S. Jónsson. Ritnefnd: Jóhann Pétursson forstjóri, Sigurður Eyjólfsson bæjargjaldkeri og Einar Ölafsson fulltrúi. Símar: 395 — 299 — 490 — 115. — Afgreiðsla: Sjálfstæðishúsið. PrentsmiSjan Leiftur. 4-----------------------------:------------------------------------<S> BENZIN A BÍLINN Aðalstöðin er alltaf að anka þjónustu sína við viðskipta- vinina. Aðalstöðin hefur mikla ben- sínsölu, ekki einungis til sinna eigin bíla, heldur einnig til fjöl- margra annarra. Til þess að auka þægindi viðskiptavinanna hefur Aðalstöðin tvær stúlkur í þjónustu sinni til að láta ben- sínið á bílana og taka á móti greiðslu, svo að sá, sem kaupir, þarf ekki að fara úr bílnum, og kann mörgum að koma það vel. Slík þjónusta er algeng á bensínstöðum erlendis, þar er einnig þurrkað af gluggum, mæld smurolía og loft í hjólum og athugað vatn á kælinum — þetta er talin mjög eftirsóknar- verð þjónusta þar, því ekki eru allir ökumenn og -konur of fróðir um þessa einföldu og nauðsynlegu hluti. Vel getur svo farið, að Aðal- stöðin taki einnig upp slíka þjónustu, þegar fram líða stundir, þó byrjað sé á bensín- inu. Þessi nýbreytni hefur gef- izt vel — stúlkurnar eru liprar og fljótar og alltaf til taks. Þær sem annast þetta starf eru Birna Guðmundsdóttir og Elsa Kjartansdóttir. — Bensínsalan Birna rennir á bílinn. opnar kl. 8 á morgnana og er opin til 11 á kvöldin. Aðalstöðin rekur einnig mjög fullkomna smurstöð og sölu á öllum smurolíum og feiti, sem til bíla er notað. Einnig hefur stöðin rafgeyma og allt, sem til þeirra þarf. Frostlögurinn er látinn á í réttum styrkleika. I sambandi við reksturinn er einnig dekkjaviðgerð, sú eina hér suður frá og hefur verk- stæðið góðar vélar og efni til viðgerðanna og telja þeir sem til þekkja að viðgerðir hér séu fullkomlega samkeppnisfærar við það bezta annars staðar, auk þægindanna að hafa við- gerðaverkstæði hér á staðnum. Aðalstöðin virðist hafa sett sér að marki að hafa stöðugt aukna þjónustu og betri þjón- ustu, fyrir sitt viðskiptafólk. Að loknum Fyrir kosningar var spurt og spáð. Allir áttu það sameigin- legt að vera nokkuð bjartsýnir og skal það sízt lasta, enda þótt öll bjartsýni í þeim efnum sé ekki jafn meinlaus þjóðarheild- inni, en skaðlaus á meðan hún er aðeins óskhyggja ákveðinna flokka. Dómur kosninganna er ekki leyndarmál lengur, þótt árang- urinn — stjórnarforustan — sé enn sem komið er ekki lýðum ljós. Kosningabaráttan á Suður- nesjum var á yfirborðinu ósköp meinlaus og fyrirferðarlítil, hver pokaðist í sínu horni, tal aði við sitt fólk og flutti þar málstað síns flokks. Þessi að- ferð kann að vera rétt, því að stjórnmál eru ekki nein gaman- mál, heldur alvara. Rifrildi get- ur verið skemmtilegt, enda not- að í málfundafélögum og öðr- um skemmtiklúbbum til dægra- styttingar, en þjóðmál eru ann- ars eðlis og yfir slíkan barna- skap hafin. Talning atkvæðanna setti strikið undir kosningabarátt- una. Þar þótti ýmsum betur en öðrum miður — en ýmsar stað- reyndir, sem áður voru ágizk- an, komu þá í ljós. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði atkvæðum í Reykjaneskjör- dæmi, miðað við sumarkosn- ingarnar í júní 1959 — nam tapið 475 atkvæðum. Þetta er að vísu mikið tap, þótt af miklu sé að taka. Frá því árið 1946 hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í stöðugum vexti í Reykja- neskjördæmi, þar til nú. Hin stöðuga aukning síðustu 13 ára er þannig: 1946 .... 2237 atkvæði, 1949 .... 2862 — 1953 .... 3203 — 1956 .... 4232 — 1959 .... 4818 — Við síðustu kosningar, 26. okt. s. 1., hlaut Sjálfstæðisflokkur- inn 4338 atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn háði kosningabaráttu sína á heiðar- legum og drengilegum grund- velli, notaði hvorki mútur eða gylliboð neins konar, vegna þess að betra er að missa fylgi en að fá það á þann hátt, því að fólk, sem lætur skoðun sína kosningum og atkvæði falt, er betur komið alls staðar annars staðar en í Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði meira mannval á lista sínum en allir hinir samanlagt — hann hafði menn, sem eiga eftir að vinna Suðurnesjum og þjóðinni vel, og er það okkar, jafnt kjós- enda þeirra sem hinna, að halda þar vel á málum. Það er ásækin spurning, hvers vegna Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði þessum atkvæðum og eru þar um margar skoðanir —- má vera fleiri en hin töpuðu atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn hirti Alþýðuflokkinn upp af götu sinni og gaf honum föt og fæði — dubbaði hann upp úr ræfildóm í stjórnaraðstöðu — þá hélt kvígan að kýr væri orðin. Þegar Alþýðuflokkurinn var orðinn svona fínn flokkur, taldi hann vænlegt að varpa frá sér gömlum baráttumálum og falbjóða sig til íhalds- mennsku og sósíalisma á víxl. Síðan hinir gömlu baráttumenn yfirgáfu Alþýðuflokkinn, hefur hann ekki haft öðru liði á að skipa en beiningalýð, sem etið hefur mjöl sitt úr hendi Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins á víxl. Það var mis- ráðið af Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma að halda, að þar sem Alþýðuflokkurinn var, væru stjórnmálamenn á ferð —- manndómskvittuninni var óspart veifað og fyrir það tap- aði Sjálfstæðisflokkurinn nokkrum atkvæðum — að sinni. Framsóknarflokkurinn ástundaði iðju sína að vanda. Það eru engin skynsamleg rök fyrir því, að Framsóknarflokk- urinn eigi að vinna á í Reykja- neskjördæmi, þar skulu annar- legri öfl til. Jón Skaftason, frambjóðandi Framsóknar, er að sögn ekki enn þá persónu- lega fjáður maður, þótt hann fáist við fasteignasölu, og því ekki fær um að greiða miklar upphæðir fyrir þingmannstitil. Einhvern veginn æxlaðist það svo til, að þeir, sem í þröng voru, fengu sinn hlut réttan og kvittuðu eins og Eskimóar gera með því að setja kross á seðil- inn. Hvort sá almannarómur, sem svo mælir, er réttur, verð- ur hvorki staðfest né hafnað hér, heldur eftirlátið til um- hugsunar þeim, sem hlut eiga að máli. Fylgisaukning Framsóknar- flokksins á Suðurnesjum er ekki skiljanleg eftir venjulegum leiðum. — Þjóðmálastefnu á Framsóknarflokkurinn enga — uppgjöf hans í efnahagsmálun- um var alger. — Fyrirtæki hans öll á Keflavíkurflugvelli eru nú undir rannsókn fyrir svindl og svik, og barátta Fram- sóknarflokksins gegn almenn- um lýðréttindum var ekki þess- leg að auka honum fylgi hugs- andi manna — þess vegna stendur á bak við aukið kjör- fylgi Framsóknar það, sem vel- sæmi leyfir ekki að nefna. Kommúnistarnir — Alþýðu- bandalagið — tapaði furðu litlu. Það er með þann flokk eins og Aðventistanna — þeir spá heimsendi á hverju ári, en aldrei verður úr því —• enginn gengur af trúnni fyrir það. Sama virðist vera, hvort sjúkir eða heilir eru í forustu — trú- in brúar djúpið. Ef Vilborgu Auðunsdóttur verður að því, sem mælt er að hún óski, þá verður Alþingi ekki öfundsvert. Að ræða stjórnmálaviðhorf eða lausn vandamála við kommún- ista er eins og að tala við gamla grammófónplötu —■ sama gamla lagið — aðeins mismun- andi mikið arg og garg. Það er einföld og augljós staðreynd, að Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði nokkrum atkvæð- um við síðustu kosningar — en þrátt fyrir það vann Sjálf- stæðisflokkurinn þrjá þing- menn í kjördæminu. Sjálfstæðismenn á Suður- nesjum þurfa engu að kvíða. Lausn vandamála þjóðarinnar er einnig lausn vandamálanna hér. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft tapað fylgi fyrir að binda sig ekki að málum einnar stétt- ar eða helga sig þröngum sjón- armiðum, en slíkt tap verður ekki varanlegt. Að loknum kosningum geta Sjálfstæðismenn horft björtum augum til framtíðarinnar, — í fullu trausti þess, að Sjálfstæð- isflokkurinn lætur ekki glepj- ast af innantómum slagorðum og augnabliks hag — heldur vinnur markvisst og öruggt að því að leysa vandamálin á þann hátt einan, sem framtíðar heill þjóðarinnar krefst.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.