Reykjanes - 01.11.1959, Blaðsíða 4
4
REYKJANES
Nóvember 1959
Ljósin í kirkjugarðinn.
Eins og að undanförnu mun
Rafveita Keflavíkur aðstoða
fólk, sem vill koma fyrir ljós-
um á leiðum vina sinna og
vandamanna í kirkjugarðinum.
Þeir, sem hafa áhuga fyrir
að notfæra sér aðstoð Rafveit-
unnar, þurfa sem fyrst að hafa
samband við Harald Magnús-
son hjá Rafveitunni.. Simi 39
og heimasími 134.
TómsÉundaiója
unglinga
er nú tekin til starfa. Hinn 19.
október hófust námskeið í bast-
tága-, filt- og perlusaum. Skák-
flokkar eru starfandi og flokkar
í flugmódelsmíði og frjálsri
módelsmíði.
Að þessari starfsemi standa
ýms félög hér í bæ.
Námskeiðin eru nú fullsetin
og taka um 100 unglingar þátt
í þeim. Mikil nauðsyn er að fá
aukið húsrými og aukna starfs-
krafta til þess að fullnægja
eftirspurn og aðsókn. I ráði er
að reyna eftir áramótin að bæta
við nýjum starfsgreinum tóm-
stundaiðjunnar.
Sudurnesjafélagid
í Reykjavík er nú að vinna
að útgáfu bókar um Suðurnes-
in, og hafa þar margir lagt
hönd að verki við að skrifa um
byggðir Suðumesja. — Ekki
þarf að efa að þar er á ferð-
inni Jólabók Suðurnesja.
hefur beðið blaðið að flytja
landsfólkinu kveðju guðs og
sína. — Á liðnu sumri gerði
Guðmundur víðreist og spilaði
á hörpu sína fyrir böm og full-
orðna.
Guðmundur átti eins og fleiri
afmæli á þessu ári — 48 ára —
og er því ungur að ámm og í
anda.
Snæland sendir nú jóla- og
nýjársóskir til allra vina sinna.
Malbikun
Faxabrautar og Hringbraut-
ar tókst með miklum ágætum.
Ekki mátti tæpara standa vegna
veðurs, því að segja má að ekki
hafi óveður bráð af síðan verk-
inu var lokið. Verður nú unn-
ið að því að fullgera og ganga
frá götunum, sem bikaðar vom
eftir því sem veður og aðrar
aðstæður leyfa.
Næsti áfangi í malbikun
verður Tjarnargata og líklega
Vatnsnesvegur. Tjarnargatan
þarf mikinn undirbúning, bæði
þarf að rétta halla götunnar
og leggja í hana ný holræsi,
því að gömlu ræsin voru lögð
með svo lítilli framsýni að þar
þarf vemlega úr að bæta.
GAMLA GEITIN SEGIR:
Fraiiisóknarincim
héldu sigurhátið í Ungó —
laugardaginn næstan eftir kosn-
ingar. Fáliðað var á hátíðinni
— um 100 manns —■ og haft
er fyrir satt, að Jón Skaftason
hafi gleymt að mæta, þangað
til ruggað var við honum og
hann minntur á hátíðina. —
,,Þeim gleymist oft . . .“
Talfð cr
að Vilborg Auðuns hafi litla
von um að komast á þing. —
Finnbogi Rútur hvað vera með
hressasta móti.
LcidréÉting:
Það er hvergi tekið fram í
skuldbindingu Templara, að
þeir megi ekki aka fullum
mönnum á kosningadag. Það
telst því ekki brot og þarf ekki
endurreisnar við.
Hver er Krisiján
smali?
Símanúmer hans finnst með
því að leggja saman aldur, fæð-
ingarmánuð, bílnúmer og bæta
svo 11 við.
Ráðlegt
er þeim, sem fengu Fram-
sóknarloforð fyrir kosningarn-
ar, en ekki afgreiðslu, að rukka
snarlega inn. — Það er ekki
seinna vænna.
SKRILSÆÐI
Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur
annast flutninga á starfsfólki
Vamarliðsins á milli Keflavík-
ur og flugvallarins og hafa gert
það síðan í marzbyrjun 1958.
Þegar þessir flutningar hóf-
ust var opnað biðskýli í vestur-
enda stöðvarinnar til afnota
fyrir farþega flugvallarbílanna.
Meðan aðrir höfðu þessa flutn-
inga með höndum urðu farþeg-
ar að bíða úti, hvernig sem veð-
ur var. Flugvallarfarþegar
kunnu vel að meta þessa við-
leitni Keflavíkurbílanna, og
var kappkostað að hafa biðskýli
þetta snyrtilegt og þægilegt svo
sem kostur var á.
Ekki er allt svo auðvelt sem
sýnist. Oft kom til álita, hvort
stöðin neyddist ekki til að loka
þessu biðskýli fyrir fullt og allt,
vegna skemmdarverka ungl-
inga og sóðalegrar umgengni
þeirra — en það voru ekki far-
þegar bílanna, sem áttu hlut
að máli — heldur unglingar,
sem gerðu sér það til skemmt-
unar að sóða biðskýlið svo út,
að það var ekki þekkjanlegt sem
hús að kvöldi, þótt þrifið væri
á hverjum morgni.
Veggir vom krassaðir út með
nöfnum, klámi í myndum og
orðum og alls konar sóðaskap,
gólfið var fullt af grjóti og
drasli, stólar og bekkir brotið
og skitið út — og ekki ósjaldan
gengu þessir gestir örna sinna
í hornum og á miðju gólfi.
Undanfarna daga hefur þessi
skrílsháttur færzt í aukana, svo
að nú virðast ekki horfur á
öðru en að loka verði biðskýl-
inu alveg og bitnar það að vísu
ekki á skrílnum, heldur farþeg-
unum, sem hefja ferðir sínar
klukkan hálf sex að morgni og
til 12 á kvöldin. Stöðin mun
reyna að leysa vanda farþeg-
anna á annan hátt, þar sem
skemmdaræði unglinganna nær
nær ekki til.
Annar þáttur alvarlegur er
einnig í þessu skemmdaæði.
Það er orðið talsvert algengt,
að bökin á öftustu stólunum í
Séð inn í biðskýlið.
bílunum séu hreinlega skorin
úr, aðallega í þeim bílum, sem
skemmdaskríllinn og í biðskýl-
annast flutningana á flugvöll-
inn og er þar að verki sami
inu. Fullorðið fólk verður að
hjálpa til með að ná þessum
skemmdavörgum, bókstaflega
að líta eftir þessum lýð, sem á
óskiljanlegan hátt fær að flækj-
ast með bílunum fram og aftur
gegnum „passa-hliðið“ — mað-
ur skyldi halda, að eftirlitið
væri þar í lagi!
Þjónusta bifreiðanna er vel
af hendi leyst og farþegar eru
ánægðir með hana, — en þetta
skemmda- og skrílsæði verður
að stöðva —■ til þess er leitað
aðstoðar farþeganna, sem nota
bílana, og annarra, sem kunna
að verða varir við skrílinn að
verki.
Þcééíi cru ||óóar barnaliækur. sciib kuina Ú4 FYH1H
•lOL. — Kaupió aócins það liczÉa, scm völ cr á.