Reykjanes - 01.11.1959, Qupperneq 5
Nóvembei 1959
REYKJAXES
5
Kirkjan fsarf að vera
meiri fsáttur í lífi fólksins
- Talað við séra Ólaf Skiilason.
Á förnum vegi mætti ég ein-
um myndarlegum manni, —
var þar fornvinur minn, Óli
Skúla — Séra Ólafur Skúla-
son, kominn heim frá prests-
þjónustu meðal Vestur-lslend-
inga í Bandaríkjunum, og er
hann nú prestur hér í Kefla-
vik í veikindaforföllum séra
Björns Jónssonar.
Við Ólafur ræðum um gamla
og nýja daga, á sama hátt og
oft áður. — Talið berst svo að
þjónustu hans fyrir vestan haf,
og einnig að kirkjumálum okk-
ar. Fara hér á eftir nokkrar
spurningar og svör:
— Ertu alkominn heim?
— Já, —- ég tel að svo sé.
% er hættur störfum vestan
hafs og kominn hingað með allt
mitt veraldlega hafurtask, konu
mína og tvær telpur.
— HvaS eru mörg íslenzk
prestaköll fyrir vestan?
— Það eru eftir þrjú í
Bandaríkjunum. En í Kanada
eru fleiri. Allir þessir söfnuðir,
bæði í Kanada og Bandaríkj-
unum, mynda Hið Islenzka
Kirkjufélag vestan hafs. — Séra
Eric Sigmar er forseti þess nú
og ég var ritari.
—- Hver er aÖal munurinn á
starfrækslu kirkjunnar fyrir
vestan og hér heima?
—- Fyrir vestan eru allt frí-
kirkjur með mismunandi fyrir-
komulagi eftir kirkjudeildum,
þannig að hinir ýmsu söfnuðir
ráða málum sínum mismun-
andi mikið sjálfir. — Kaþólskir
og meþódistar, til dæmis, ráða
engu um sitt prestaval. Þeim
eru sendir prestar. Aðrir greiða
árlega atkvæði um, hvort þeir
vilja hafa prestinn eða láta
hann fara. 1 minni sókn var
presturinn kallaður um óákveð-
inn tíma.
Allur kostnaður við kirkjuna
er borinn uppi af frjálsum
framlögum safnaðarmeðlim-
anna, en stærri söfnuðir innan
kirkjufélagsins hjálpa fjárhags-
lega þeim smærri eða þegar
stofnaður er nýr söfnuður. —
Þetta gefst vel þar — en er
mikið starf fyrir prest og safn-
aðarstjórn — og krefst mikils
skipulags.
— Finnst þér ekki þessi sam-
skot og peninga-tal í kirkjunni
dragi úr helgi og virSingu guÖs-
þjónustunnar?
— Mér fannst það fyrst ó-
viðkunnanlegt. En eftir því sem
ég vandist því og skildi það bet-
ur, fannst mér það nauðsyn-
legur liður í þjónustunni, af því
að peningar eru ekkert annað
en ávöxtur tíma og hæfileika
og við erum ekkert annað en
umboðsmenn guðs hér á jörð-
unni og ef við höfum einhvern
áhuga á framgangi hans mála
þá viljum við leggja eitthvað á
okkur fyrir kirkju hans.
Peningar eru ekki illir í
sjálfu sér. En það er hægt að
misnota þá eins og flest annað.
— Myndir þú vilja svipaS
fyrirkomulag kirkjumála hér á
landi?
— Ég mundi vilja áhugann,
sem er samfara persónulegri
ábyrgð safnaðarins á kirkju
sinni og það líf, sem það skapar
í kirkjustarfið.
— Þú ert ekki fylgjandi al-
gjörum skilnaSi ríkis og kirkju?
— Nei, ekki ennþá. En ég
mundi vilja meira sjálfstæði
kirkjunnar innan ríkisins — og
að hún ætti ekki allt sitt undir
pólitískum ráðherra, sem þarf
ekki einu sinni að vera kristinn
maður.
— Hvernig lízt þér á kirkju-
líf og kirkjusókn í Keflavík?
— Ég geri ráð fyrir því, að
það sé svipað og annars staðar
á landinu.
— Hvernig villtu auka og
bæta kirkjulíf og kirkjusókn?
—- Með því að kirkjan verði
meiri þáttur í lífi fólksins. Það
þarf að verða virkari þátttak-
endur í kristilegu starfi. Það
er ekki á færi presta almennt
—• nema fárra afburðamanna,
að halda uppi kirkjusókn með
sunnudagsmessum eingöngu. —
Það þarf mikið æskulýðsstarf,
og þjónustu kirkju og safnaðar
við hvers konar velferðarmál
utan kirkjunnar. Þá verður
kirkjusóknin nauðsyn og ljúfur
þáttur í starfinu.
— Ætlar þú aS gera tilraun
til safnáSarstarfs i þessa átt?
Séra Ölafur í prédikunarstóli
Keflavíkurkirkju.
—■ Á þessum stutta tíma,
sem ég á eftir að vera hér —
í rúma tvo mánuði — verður
sjálfsagt ekki miklu afrekað.
En gjarnan vildi ég geta gert
eitthvað.
— HvaS hyggstu svo fyrir,
þegar störfum lýkur í Keflavík
dS þessu sinni?
—« Biðla til einhvers safnað-
ar og reyna að gerast fastur
starfsmaður kirkjunnar, enda
þótt mér sé tilhugsunin um
prestkosningar mjög ógeðfelld.
Ég fór að velta því fyrir mér
eftir þetta rabb, hvort ekki væri
kominn tími til að skipta Kefla-
víkurbæ og Njarðvíkum í tvær
sóknir. — Mannfjöldi er látinn
ráða sóknaskipan í Reykjavík
og eftir því hafa Keflavík og
Njarðvík fullan rétt og þörf
fyrir tvo presta. — Með því
móti gæti kirkjan látið meira
gott af sér leiða.
Ólafur er orðvar í svörum
sínum, en undir niðri má finna
ósk og von um að kirkjan verði
að meira þjónandi afli í dag-
legu lífi fólksins, og telur hann
að vænlegt væri að færa ein-
hvern hluta af ábyrgð á starfi
kirkjunnar yfir á herðar fólks-
ins, sem hún þjónar.
— Þökk fyrir, Ólafur. Vel-
kominn heim.
—hess—
VangaveltuT
um vexfti og krónuir.
Ef 100 krónur eru lagðar í
eitt skipti á sparisjóð og látn-
ar standa á 5Y2% vöxtum og
vaxtavöxtum, verða þær orðn-
ar eftir
1 ár 105.50 26 ár 402.29
2-— 111.30 27 — 424.42
3 — 117.42 28 — 447.76
4 — 123.88 29 — 472.39
5 — 130.00 30 — 498.37
6 — 137.88 31 — 525.78
7 — 145.46 32 — 554.70
8 — 153.46 33 — 585.21
9 — 161.90 34 — 617.40
10 — 170.80 35 — 651.36
11 — 180.10 36 — 687.18
12 — 190.19 37 — 724.97
13 — 200.56 38 — 764.84
14 — 211.50 39 — 806.91
15 — 223.23 40 — 851.29
16 — 235.51 41 — 898.11
17 — 248.46 42 — 947.51
18 — 262.13 43 — 999.62
19 — 276.55 44 — 1054.60
20 — 291.76 45 — 1112.60
21 — 307.81 46 — 1173.79
22 — 324.74 47 — 1238.35
23 — 342.60 48 — 1306.46
24 — 361.41 49 — 1378.32
25 — 381.32 50 — 1454.13
Ef 100 krónur eru lagðar ár-
lega á sparisjóð og látnar standa
á 5^2% vöxtum og vaxtavöxt-
um, verður upphæðin orðin
samtals eftir:
1 ár 105.50 26 ár 5708,90
2 — 216.80 27 — 6233,34
3 — 334,22 28 — 6671.12
4 — 458.10 29 — 7143.53
5 — 588,80 30 — 7641,92
6 — 726,68 31 — 8167.73
7 — 872.15 32 — 8722.46
8 — 1025.62 33 — 9307.70
9 — 1187.53 34 — 9925.12
10 — 1358.34 35 — 10576.50
11 — 1538.25 36 — 11263.71
12 — 1728.67 37 — 11988.71
13 — 1929.25 38 — 12753.59
14 — 2140.70 39 — 13560.54
15 — 2364.11 40 — 14411.87
16 — 2599.64 41 — 15310.02
17 — 2848.12 42 — 16257.76
18 — 3110.27 43 — 17257.44
19 — 3386.83 44 — 18312.10
20 — 3678.61 45 — 19424.77
21 — 3986.43 46 — 20598.63
22 — 4311.18 47 — 21837.05
23 — 4653.79 48 — 23143.59
24 — 5015.25 49 — 24521.99
25 — 5396.50 50 — 25976.20
tlerið tilraiin
með vextina!
Ecggið inn í
SPARISJÓÐ KEFLAVÍKUR
tí-Xk-K-Kkk-K-X-K-K-K