Reykjanes - 01.04.1970, Blaðsíða 2

Reykjanes - 01.04.1970, Blaðsíða 2
2 REYKJANES TÍMAMÓT í hvert sinn sem dregur að kosningum rifja menn upp það, sem bæjarstjórn hefur unnið að ó því kjör- tímabili, sem út er að renna. Þar sem flest af verk- efnum og framkvæmdum bæjarstjórnar eru ekki stundarfyrirbrigði heldur eru oftast framundan verk- efni sömu tegundar, vilja margar framkvæmdir bæj- arins hverfa í gleymsku þegar fró er gengið, og þeim er að hafa staðið er lítt þakkað. Hér verður þó ekki gerð upptalning, heldur getið nokkurra mólaflokka, sem Sjólfstæðisflokkurinn hefur ætíð lagt óherzlu ó oð gætt væri, og að haldið væri ófram framkvæmdum í þeirra þógu. Öryggi bæjarbúa ber ávallt að hafa ofarlega í huga. Með til- kornu nýrrar og vel útbúinnar slökkvistöðvar er Keflavík kom- in í röð fremstu bæjarfélaga á þessu sviði. Slökkvilið Keflavík- ur hefur þegar áunnið sér traust bæjarbúa fyrir árvekni og dugn- að. Bygging og búnaður leikvalla hefur verið meðal þeirra verka, sem unnin hafa verið til að húsmæður geti áhyggjuminna sleppt börnum út af lóðum. Ekki þarf að huga að um- ferð, meðan börnin eru að leik á þar til útbúnum svæðum, sem flest eru girt. Á sama hátt hefur bygging nýs dagheimilis orðið til að auðvelda húsmæðrum að komast af heim- ilum sínum til vinnu, oftast við dýrmæta framleiðsluvöru, en börn þeirra á meðan dvalið við leik í öruggri umsjón gæzlu- kvenna.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.