Reykjanes - 01.04.1970, Blaðsíða 6
6
REYKJANES
SEFIIR ÞÚ MÍM....
Framsóknarmenn hér í Kefla
vík virðast hafa vaknað heldur
betur af sínum langa Þyrnirósar-
svefni, og eins og menn, sem
sofið hafa of lengi, hafa þeir allt
á hornum sér, eru meir en lítið
úrillir. Hvar sem þeir líta, er allt
illa gert og allt ómögulegt, þeir
hefðu getað gert allt betur sjálf-
ir.
Meðan þeir sváfu, hefur
margt og mikið gerzt, sem að
sjálfsögðu virðist hafa farið
fram hjá þeim. Gleggsta dæmi
þessa eru tvö nýútkomin blöð
frá þeim. í því fyrra láta fram-
bjóðendur gamminn geysa og
opna sig fyrir háttvirtum kjós-
endum og lofa þeim gulli og
grænum skógum, ef þeir vilja
gefa þeim atkvæði sitt í komandi
kosningum .
Ef ég væri ríkur
Það fer ekki hjá því, að manni
detti í hug hið vinsæla lag úr
„Fiðlaranum á þakinu“: „Ef ég
væri ríkur“.
Rétt er að líta aðeins á það,
sem þessir háttvirtu frambjóðend-
ur hafa að segja. Fyrsti maður
listans telur gleggsta dæmið um
lélega stjórn bæjarins vera skulda
söfnun. Aðeins neðar á sömu
síðu hefur fimmti maður listans
orðið, maður, sem verið hefur
bæjarfulltrúi flokksins á liðnu
kjörtímabili. Hans aðal áhuga-
mál er að auka skuldir bæjarins
um tugi milljóna króna með því
að kaupa allt landið, sem bærinn
stendur á. Hann nefnir ekki,
hvar taka eigi þetta fé, sér enga
aðra lausn á þessu betri en þá,
að Framsóknarmenn nái meiri-
hlutaaðstöðu og þar með sé mál-
ið leyst.
Handahófskenndur
fjórmagnsaustur
Milli þessara ágætu manna
lætur þriðji maður listans Ijós
sitt skína. Er þar um að ræða
fyrrverandi íþróttamann, sem
vafalaust er ekki búinn að
gleyma þeirri aðstöðu, er hann
og félagar hans áttu við að búa,
þá er þeir voru upp á sitt bezta.
Sú glæsilega aðstaða, sem núver-
andi íþróttamönnum hefur verið
sköpuð hér, er þó í hans augum
handahófskenndur fjármagnsaust
ur til íþróttahreyfingarinnar. Að
staðan til knattspyrnukeppni hér
áður var svo léleg, að vart var
hægt að halda hér keppnis/eiki,
enda urðu Keflvíkingar að flýja
með sína leiki til Njarðvíkur. Nú
er aftur á móti svo komið, að
þurft hefur að flytja kappleiki
frá Reykjavík til Keflavíkur
vegna þess að aðstaða var talin
betri hér, en það var með tilkomu
nýju flóðlýsingarinnar. Þetta
kallar íþróttaunnandinn handa-
hófskenndan fjármagnsaustur til
íþróttahreyfingarinnar.
Sé nú rennt augum nokkru
aftar yfir listann, ber margt
skringilegt fyrir augu. 10. maður
lisaans telur ekki mega lengur
„trassa eldhúsið í Gagnfræða-
skólanum.“ Fáir vita betur en
hann eða eiga að vita betur, þar
sem viðkomandi er í fræðsluráði
Keflavíkur, að stöðugt er og hef-
ur verið unnið við innréttingu
í nýju álmu skólans, og á næsta
hausti verður eldhúsið tilbúið tii
notkunar, og munu Framsóknar-
menn þar engu um breyta, enda
er verkið þegar langt komið.
Þessi frambjóðandi nefnir það
einnig, að þegar sé hafinn undir-
búningur næstu viðbyggingar
skólans, en telur jafnframt rétt
að cftirláta Framsóknarmönnum
verkið.
Fegrun
Fjórtándi maður listans telur
lítið hafa verið gert af hálfu bæj-
arins varðandi fegrun. Hvert horf
ir maðurinn, er hann lítur út um
stofugluggann sinn? Fyrir tveim
til þrem árum sá hann þar urð
og grjót, sem reyndar er íslend-
ingum ekki óalgeng sjón. Nú er
holtið fyrir framan hann orðið
iðagrænt og slétt, og vatnsból
bæjarins heldur til prýði en hitt.
Núverandi bæjarstjórnarmeiri-
hluti getur hrósað happi yfir því
að hafa getað ráðið ötulan og
hæfan garðyrkjumann til starfa
fyrir bæinn, mann sem metur
starf sitt meir en allt annað. Á-
rangur af starfi hans hefur líka
ekki látið á sér standa, þetta
verða allir bæjarbúar að viður-
kennna, hvar í flokki, sem þeir
standa og gera það líka flestir
sem hafa augun opin. Undir hans
stjórn hafa bæjarbúar flykkzt
saman og sáð í uppblásið land
við bæinn, og í þeim hópi hafa
meir að segja sézt Framsóknar-
menn.
Æskan og íþróttir
Fimmtándi maður listans
kvartar um að lítið sé gert fyrir
æsku bæjarins. Honum er einnig
ráðlegt að líta út um stofu-
glugga sinn, hann mun tæpast
geta gert það nema að sjá ungl-
inga að leik. Hann sér þrjá í-
þróttavelli út um gluggann hjá
sér, handboltavöll, grasvöll einn
þann bezta á landinu og góðan
flóðlýstan malarvöll. — Hann
hefur kannski blindazt af lýs-
ingunni.
Átak í gatnagerð
Átjándi maður listans slær
svo botn í þetta harmakvein,
með því að segja að geysilegt
átak þurfi að gera hér í gatna-
gerðarmálum. Vissulega eru það
orð að sönnu hjá manninum, en
vafasamt er hvort Framsóknar-
menn séu þeir réttu til að fram-
kvæma það. Undir forystu Sjálf-
stæðismanna hefur þegar verið
gert stókrostlegt átak í þessum
málum og fáir vita það betur cn
einmitt 18. maður á lista fram-
sóknar. Hann hefur nú fengið
í seinna blaði Framsóknar-
manna vekja svo athygli tveir
þættir. Skal þar fyrst minnast á
„Til athugunar“. Segir þar frá
ræðuhöldum Framsóknarmanna
á bæjarstjórnarfundum á síðast-
liðnum 4 árurn. í þessu sam-
bandi er rétt að kjósendur taki
„Til athugunar“ hvernig þessir
menn eyddu tíma bæjarstjórnar,
og er hér eitt dæmi: Fyrsti mað-
ur á lista Framsóknarmanna hef
ur átt sæti í bæjarstjórn í all
mörg ár, og er af því látið hve
vel hann fylgdist með málum
þar.. Ekki er langt síðan bæjar-
stjórn ræddi um brottflutning
tveggja húsa við Túngötu. Áður
en Hilmar gæti tekið þátt í at-
kvæðagreiðslu um málið, spurð-
ist hann fyrir um það, hvort at-
hugað hefði verið hvað eigend-
ur húsanna vildu fá fyrir þau.
Bceði voru þessi hús þcí þegar
í eigu bœjarsjóðs, eftir samþykki
bœjarstjórnar um kaup á húsun-
um
í annarri grein eru taldar upp
tillögur Framsóknarmanna í bæj
arstjórn á síðustu 4 árum, Kenn-
ir þar margra grasa, og sumra
allfurðulegra. Þarna lögðu þeir
til, að bæjarstjórn keypti Kefla-
vík hf, og ætti að taka að sér
vcrk ríkisstjórnar við jarðhita-
rannsóknir, eða veitti ríkissjóði
styrk til þeirra; breytti umferðar-
reglum Reykjavíkur. Einnig
lagða olíumöl allt í kring um hús
sitt og hellulagðar gangstéttir.
Þcssi maður þarf því ekki langt
að líta, aðcins út um gluggann
sinn. Það er sama sagan hér og
annars staðar, Framsóknarmönn
um er ráðlegt að líta í kringum
sig og út um gluggann sinn, þá
komast þeir vart hjá því að sjá
það sem hefur verið gert og er
að gerast.
Yfir öllu þessu úrillskutali og
skeytingarleysi um þau mál sem
þessir menn hafa verið kjörnir
til að sinna, er ekki hægt annað
en velta því fyrir sér hvort Fram
sóknarmenn séu svo úrillir vegna
eigin getuleysis, eða vegna þess
hve mikið hefur verið fram-
kvæmt. Því vissulega komast
þeir ekki hjá að sjá það, ef þeir
líta út um gluggann sinn.
lögðu þeir til, við umræður um
sömu fjárhagsáætlun, tillögurum
samdrátt í tekjum bæjarsjóðs og
aukningu útgjalda hans: Jafn-
framt fluttu þeir >rœðu um nauð-
syn á rtiðurgreiðslu skulda hans,
en mismunur, sem með tillögum
þeirra yrði, skyhli greiddur með
lántökum!
Einnig benda þeir þar, sem oft
áður á áberandi sinnuleysi þeirra
um bæjarmál og framkvæmdir
bæjarins. Þeir kvarta nefnilega
undan því, að ekki hafi verið
framkvæmdar tillögur þeirra,
sem bæjarstjórn hafði samþykkt.
Þessu til áréttingar telja þeir
upp tillögur, sem þegar hafa kom-
izt í framkvœmd, svo sem t. d.
um sparkvelli fyrir yngstu
drengina, o fl.
í þessum tveim blöðum sem
framsókn hefur gefið út nú í
maí, hefur berlega komið í Ijós
stefnuleysi flokksins: Hinir 18
frambjóðendur eiga ekkert sam-
eiginlegt áhugamál, og enga
stefnuskrá hafa þeir birt, en tak-
mark flokks þeirra hér er alveg
þveröfugt við takmark framsókn
ar í Reykjávík. Hér skal mciri-
hluti eins flokks leysa vanda-
mál öll; en í Reykjavík teljaþeir
stórkostlega hættu liggja í inciri-
hluta eins flokks.
Minnir þetta óneitanlega á
hina alrœmdu Já Já — Nei Nci
stefnu flokksins í landsmálum.
Spor Framsóknar
í bœjarstjórn