Reykjanes - 01.04.1970, Síða 8

Reykjanes - 01.04.1970, Síða 8
8 REYKJANES Viðtal við Hafstein Guðmundsson, formann í. B. K. STORBJETT ADSIRDR R ÍÞRÓTTRSVJEÐINU í tilefni af sigri knattspyrnu- liðs ÍBK í Meistararkeppni KSÍ á annan dag hvítasunnu, hefur blaðið snúið sér til Hafsteins Guðmundssonar, formanns í- þróttabandalags Keflavíkur, og spurt hann nokkurra spurninga um starfsemi bandalagsins og framgang þess. Fer viðtalið hér á eftir: — Hafsteinn, var þér og öðr um forráðamönnum liðsins ekki ánægja af þessum sigri? — Jú, vissulega. Alltaf er á- nægja af sigri, þó svo við leggj- um mesta áherzlu á þátttöku, því ekki hefur hið forna tak- mark íþróttaiðkana misst gildi sitt, að efla bæði andlega og lík- amlega heilbrigði þátttakenda. Annars er meistarakeppni KSÍ ung, fyrst sett á fót í fyrra. Þá sigraði KR, en nú léku Kefl- víkingar við Akureyringa og hlutu 5 stig en Akureyringar 3. — Hver eru helztu verkefni liðsins í sumar? — Fyrst og fremst er þátt- taka í íslandsmótinu, í 1. deild; leggjum við alla áherzlu á að halda meistarabikarnum hér heima. Við gerum okkur þó vel ljóst, að erfitt er að gera slíkt, því það er auðvitað mest keppi- kefli allra liða að sigra meistar- ana. Svo er þátttaka í Litlu-bik- arkeppninni; sem nú er langt komin, en úrslitaleikur hennar fer væntanlega fram hér í byrj- un júní, og við leikum þá við í. A. Einnig tökum við þátt í Bik- arkeppni K.S.Í., sem hefst seinni hluta sumars. Þessu til viðbótar eru fyrir- hugaðar þrjár utanferðir liðs- ins í sumar og haust. Fyrst þátt- taka í Evrópukeppni meistara- liða sem hefst um miðjan ágúst; cn lið verða dregin saman þann 7. júlí. í byrjun nóvember verð- ur farið til Bermuda og þar leik- ir þrír leikir við félagslið, og mögulegt er að Jeikið verði við landslið Bermudamanna; en á heimleið verða leiknir tveir leik- ir í Bandaríkjunum. Fyrirhugað er, að bandalagið fái ákveðna greiðslu fyrir hvem leik í ferð þessari, til greiðslu á ferðakostn- aði. í lok júlí vcrður farið til Fær- eyja á Ólafsvökuna, og þá leikn- ir þar þrír leikir. — Hverja telur þú mögu- leika liðsins til árangurs í sumar? — Ég tel þá góða. Þessi síð- asti sigur er uppskera þrotlausra æfinga allra liðsmanna undir stjórn þjáifara bandalagsins, Hólmberts Friðjónssonar, og ef æfingar verða í sumar stundað- ar af sama kappi og var í vetur, er ég öruggur um góðan árangur í leikjum sumarsins. — Hverjar telur þú helztu á- stæður fyrir frama liðsins und- anfarin ár? — Síðan við unnum íslands- meistaratitilinn fyrst, árið 1964 höfum við ávallt verið í röð fremstu liða í fyrstu deild, og tel ég það vera árangur af því, hve mikil rækt var strax á fyrstu starfsámm bandalagsins lögð við yngri flokkana, og er svo raunar enn; en einnig höfum við lagt ríka áherzlu á að hafa alltaf góð an þjálfara til þjónustu við meist araflokkinn. — Hvemig er aðstaða til knattspymuæfinga og kappleikja hér? — Hún hefur verið stórbætt frá því sem var fyrir fáum áram, er við þurftum að leita inn í Framhald á 7. síðu. Skrifstofa Sjdlfstœðisflokksins cr opin í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 14 til 22 alla daga. — Sími 2021. Skráning starfsfólks á kjördag er hafin. Framhjóðendur flokksins eru til viðtals í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 20 til 22.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.