Vesturbæjarblaðið - sep. 2023, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - sep. 2023, Blaðsíða 4
Guðmundur Pétursson lögfræðingur og knattspyrnumaður til margra ára spjallar við Vesturbæjarblaðið að þessu sinni. Tilefnið er að hann hefur sent frá sér bók þar sem hann segir frá mörgu markverðu sem á daga hans hefur drifið – einkum á sviði knattspyrnu en einnig uppeldi og atvinnulífi. Guðmundur hefur alið aldur sinn í Vesturbænum lengstan hluta ævi sinar. Hann var sem barn á Sólvallagötu og síðar í Granaskjóli þaðan sem nokkrir metrar eru yfir á KR svæðið. Aldrei var því spurning um að hann yrði KR-ingur eins og margir ungir menn í Vesturbænum. Guðmundur kveðst fyrst muna eftir sér sem barni á Sólvallagötu. Foreldrar sínir hafi búið fyrstu árin á Hávallagötu en það sé fyrir sitt minni. Fyrstu árin hafi þau búið í kjallara á Sólvallagötunni en síðar flutt á efri hæðina og verið þar til þau fluttu í Granaskjól 1957. Fótboltaáhuginn kviknaði snemma. Guðmundur segir að Vesturbæjarstrákarnir hafi aðallega verið í fótbolta á Landakotstúninu þótt aðstaðan væri bágborin. Engin mörk og stangir gerðar úr yfirhöfnum strákanna sem voru að elta boltann. Fyrsti boltinn Guðmundur minnist fyrsta boltans sem hann eignaðist. Hann hafi fengið hann í afmælisgjöf. Í fótboltaleik á Landakotstúninu hafi boltinn eitt sinn skoppað út á Túngötuna og orðið fyrir bíl. Boltinn hafi sprungið með háum hvelli. Bílstjórinn hafi heyrt hvellinn og komið út úr bílnum. Hann hafi verið leiður og spurt hver ætti boltann. Guðmundur kvaðst hafa gefið sig fram með grátstaf í kverkunum. Bílstjórinn hafi þá farið í vasa sinn og rétt sér einhverja peninga sem hann fann þar. Þótt þeir hafi ekki dugað fyrir nýjum bolta hafi þetta verið vel gert hjá manninum. Skósmiður nokkur hafi saumað boltann saman og hann verið notaður það sem eftir var sumars. Guðmundur fór snemma að leggja leið sína á róluvöllinn við Hringbraut. Honum fannst hugur strákanna á Sólvalla götunni fremur snúast um bogfimi og bófahasar en fótbolta. Á róluvellinum léku stákarnir sér meira í fótbolta. Hann rifjar upp þegar hann týndist á sjöunda árinu og hafin var leit að honum. Hann hafði þá farið út á KR völl og gleymt sér þar langt utan þess svæðis sem sex ára guttinn á Sólvallagötunni mátti fara. Ákjósanlegur bardagastaður Árið 1957 flutti fjölskyldan í Granaskjól eftir að faðir hans hafi fengið úthlutað þar lóð ásamt fjórum félögum sínum úr Stýrimannaskóla­ num. Hann hafi fljótt kynnst mörgum á svipuðu reki úr nýja Vesturbænum það er að segja Vesturbænum vestan Hringbrautar. Hann segir strákana hafa haft gaman af ýmum bardögum auk fótboltans. Eitt húsanna við Granaskjól var byggt aðeins síðar en hin. Þar hafi orðið til ákjósanlegur bardagastaður fyrir strákana og húsið verði „uppbókað“ næstum frá morgni til kvölds. Granaskjólið var í eigu fjölskyldunnar í tæp 60 ár eða þar til að Sigurður yngri bróðir Guðmundar seldi það 2015. Komust upp með að sleppa við söngtímana Þegar Guðmundur var að alast upp var enginn sex ára bekkur. Skólaganga hans hófst því í kjallara á Hringbrautinni hjá konu sem hét Sigríður. Hann var því orðinn sæmilega læs þegar hin eiginlega skólaganga hófst í sjö ára bekk í Melaskóla. Þar þekkti Guðmundur enga nema Sigurð Helgason sem síðar varð forstjóri Flugleiða sem var sonur vinkonu móður hans. Hann kynntist þó fljótlega fleirum og kveðst hafa átt góða daga í Melaskóla. Tilgreinir nokkrar sögur. Sumar af saklausum strákapörum og einkum hvernig nokkrir strákar reyndu að sleppa við söngtímana og komust upp með það. Hagaskólinn tók við af Mela skólanum. Fyrsta árið fengum við unga kennslu konu. Nýlega komna frá námi og vorum henni vægast sagt erfið. Árið efir tók Björn Jónsson sem síðar varð skólastjóri við bekknum. Versló var gæfuspor Í Hagaskóla hafi þó verið lagður grundvöllur að gæfuspori sem var að fara þaðan í Verslu­ narskólann. Hann hafi valið Versló þótt sú leið væri lengri en hin hefðbundna menntakólaleið. Með henni hafi verið hægt að losna við land­ sprófið sem sumum hafi reynst erfitt. Þá hafi líka heyrst af nemendum sem voru að falla í þriðja og jafnvel fjórða bekk í MR en slíkt verið fátítt í Versló. Vinmonopolet og Systembolgaet Guðmundur minnist áranna í Verslunar­ skólanum með hlýju. Hann minnist Jóns Gísla­ sonar sem var skólastjóri á þeim tíma sem ákaflega virðulegs manns. Hann lét nemendur þéra sig þótt sá talsmáti væri að syngja sitt síðasta hér á landi. Sigurður Ingimundar­ son var stærðfræðikennari og kenndi einnig eðlis­ og efnafræði. Hann var mikill krati og sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn eins og dóttir hans síðar en hún er Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum forsætisráðherra. Guðmundur segir Sigurð stundum hafa verið utan við sig og dæmi um það er að hann hafi einu sinni kveikt sér í sígarettu í kennslustund. Hann minnist Hermanns Gunnarssonar eða Hemma Gunn sem skemmti legs félaga úr Verslunarskólanum og síðar fótboltanum. Skemmtikrafturinn hafi snemma vaknað í Hemma og ekki síður fótbol­ tamenningin. Þeir áttu samleið þótt annar væri í KR en hinn í Val. Í útskriftarförinni úr verslunardeildinni til Skandinavíu lærðu menn svo fljótt heitin á vínbúðunum Vinmonopolet í Noregi og Systembolaget í Svíþjóð eins og ríkis­ einkasölurnar hétu og heita enn. Engrar slíkra kunnáttu þurfti við í Danmörku þar sem vín fékkst í nær hverri matvöruverslun. Í Íþróttakennaraskólann Úr verslunardeildinni lá leiðin í lærdóms­ deildina sem var undanfari stúdentsprófs. Þegar kom að útskrift frá lærdómsdeildinni var Guðmundur orðinn svo upptekinn í fótboltanum að hann náði ekki að taka þátt í allri gleðinni. Hann þurfti að spila með KR. Eftir Verslunarskólann var Guðmundur óákveðinn um framhaldið og valdi Íþrótta­ kennaraskólann á Laugarvatni enda á fullri ferð í fótboltanum. Hann segir námið í Íþrótta kennaraskólanum hafi verið um margt skemmti legt en talsvert öðruvísi en hann hafi átt að venjast í Versló. Að því loknu eftir nokkra umhugsun hóf Guðmundur nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Hann valdi það fremur en viðskiptafræði. Fara inn eftir og fá okkur eina Guðmundur ólst upp í hefðbundinni fjöl­ skyldu. Fimm voru í heimili. Foreldrar, tveir synir og dóttir sem var í miðjunni. Hann segist lítið hafa kynnst föður sínum framan af. Pétur faðir hans var skipstjóri og mikið á sjó. Hóf ungur sjómennsku á togurum. Sigldi síðar lengi á olíuskipinu Kyndli. Hann sigldi yfir Atlants­ hafið til Vesturheims á árum síðari heims­ styrjaldarinnar. Hann skrifaði dagbækur frá þeim tíma og lánaði Guðmundur skólabróður sínum Þór Whitehed sagnfræðingi þær þegar hann var að vinna að bókum sínum um Ísland á þeim tíma. Guðmundur fór þó til sjós með honum 17 ára. Segist þá hafa náð að kynnast honum betur og vinátta þeirra haldist allt þar til faðir hans féll frá. Hann segir sögu frá fyrri kynnum þeirra. Á fjórða ári hafi hann farið með föður sínum niður í Slipp þar sem skipið Skeljung ur var í viðgerð. Hann hafi heilsað upp á karlana sem voru að vinna þar og síðan sagt að nú værum við búnir að fá útborgað og hvað ættum við þá að gera. Þá svaraði sá stutti að „Fara inn eftir og fá okkur eina“. Vínbúðin var þá á Lindargötunni. Með konupiss í læknisskoðun Guðmundur kann ýmsar sögur af föður sínum og við leyfum honum að láta tvær fjúka. Faðir hans var með sjónskekkju. Einhverju sinni fór hann ungur maður á ball á Borginni. Þar sá hann stúlku sem honum leist vel á. Að sögn Guðmundar skellti hann í sig einum tvöföldum og dreif sig síðan að bjóða stúlkunni upp. En hún stóð ekki upp heldur sú sem sat við hliðina á henni. Þetta var sem sagt mamma og þau dönsuðu saman allt lífið. Hin er frá síðari hluta lífsleiðarinnar. Hann átti að mæta með þvagprufu á spítala vegna rannsóknar. Þá hafi strákurinn komið upp í honum og hann fengið tengdadóttur sína sem var ófrísk til þess að pissa fyrir sig í glas. Hann fór með sýnishornið úr konunni ásamt sínu eigin og fékk læknunum það fyrst. Gaman hafi verið að sjá svipinn á þeim þegar þeir hafi séð að hann var kominn sex mánuði á leið. Hann hafi síðan rétt hitt glasið fram og læknarnir tekið gríninu nokkuð vel. Guðmundur minnst móður sinnar fyrir að hafa verið sterki aðilinn í hjónabandinu. Eins og títt var og er um sjómannskonur hafi hún þurft að sinna ýmsum verkefnum heima fyrir. Til dæmis að sinna öllu eftirliti þegar var verið að byggja Granaskjólið. Hún hafi einnig verið félagslynd og átt létt um mál. Staðið upp á mannamótum og haldið tölur. Hún hafi einnig verið mikill KR­ingur. Starfaði í skíðadeildinni og var ein þeirra sem byggði fyrsta skíðaskála KR í Skálafelli. Kúarektor, mjólkurpóstur og bara allt á Reykjum Morguninn á Kaffi Örnu á Eiðistorgi leið of fljótt. Kaffibollunum fjölgaði og klósettferðir fóru að kalla á. Enn var þó mikið eftir enda Guðmundur lifað fjölbreytta ævi. Einu er ekki hægt að ganga fram hjá. Tenglum hans við stórbýlið Reyki í Mosfellssveit. Guðmundur var aðeins þriggja ára þegar móðir hans veiktist af berklum og þá var um fátt annað að ræða en hann færi til ömmu sinnar á Reykjum. Hún var þá nýlega orðin ekkja og fékk barnið nær óskipta athygli hennar. Jón Guðmundsson stórbóndi á Reykjum og frændi hans nýkominn frá námi í Bandaríkju­ num hafði tekið að sér að sjá um búið. Hann keypti síðar jörðina. Guðmundur segir að þetta fólk, amma sín og Jón og Fríða kona hans á Reykjum sé það fólk auk foreldra sinna sem mestan þátt hafi átt í að koma sér til manns. Jón á Reykjum stofnaði ásamt fleirum félagið Hreiður um hænsnarækt og var það stærsta hænsnabú landsins í sínum tíma. Jón hafði lært hænsnarækt á námstíma sínum vestra. Guðmundur hóf starfsferil sinn á Reykjabúinu með því að gefa hænsnum, reka kýr í haga og fara með mjólkina á hestakerru niður í Reyk­ jalund. Starfsskyldur hans uxu með árunum og hann sótti jafnan að fara þangað þegar hlé urðu á skólagöngunni í Vestur bænum. Til dæmis um jól og páska. Hefð var fyrir stóru jólaboði á Reykjum á annan dag jóla og þangað mætti fjöl­ skyldan úr Granaskjólinu og varð Guðmundur alltaf eftir og kom ekki í bæinn fyrr enn skólinn Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2023 Guðmundur Pétursson lögmaður og knattspyrnumaður til margra ára. 4 Eiginkona Guðmundar er Þórunn Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau hvort þrjár uppkomnar dætur frá fyrri hjónaböndum. Barnabörnin eru orðin 13. Guðmundur kynntist Þórunni á Rauða ljóninu eftir að hafa verið einhleypur í um áratug. Hann hafi verið í KR partýi kvöldið áður en lét Agga vin sinn, Þórarinn Óskar Þórarinsson af Holtinu draga sig á Ljónið. Þar voru kunningjar þeirra við hljóðfærin og Aggi tók Elvisslagara með sínum hætti. Guðmundur kveðst hafa farið að skima í kringum sig og komi auga á fallega konu sem sat með kynsystrum sínum. Flestum eiginkonum hljómlistarmannanna. Taldi sig ekki eiga mikla möguleika en bauð henni upp og hún sagði já. Bæði fráskilin. Bæði Vesturbæingar. Bæði KR ingar og þau hafa dansað saman síðan. Ég hef alltaf verið Vesturbæingur - Guðmundur Pétursson lögfræðingur og knattspyrnumaður til margra ára

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.