Vesturbæjarblaðið - sep. 2023, Síða 12

Vesturbæjarblaðið - sep. 2023, Síða 12
12 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2023 Í Samfélagshúsinu Aflagranda er félagsstarfið að fara af stað eftir gott sumarfrí. Við leitumst við að bjóða upp á fjölbreytt starf og þægilega samveru í hlýju umhverfi. Hér geta allir fundið eitthvað við hæfi og jafnvel farið út fyrir þægindarammann og prófað eitthvað alveg nýtt. Öflugt starf er í húsinu á opnunartíma frá 8:30 - 15:45 en einnig er fjölbreytt starf í húsinu eftir lokun þar sem yngri kynslóðir fara með völdin. Hér má finna fjölbreytta dagskrá allan veturinn og má til dæmis nefna Ukulele hóp, Myndlist, Postulínsmálun, Tálgað í tré og Söngfuglana sem er kór og þar er alltaf verið að leita að góðum söngfuglum, laus pláss í allar raddir. Við erum með bingó alla föstudaga kl. 13:30 og flottan prjónahóp sem hittist á þriðjudögum kl. 13:30. Það má taka það fram að allir eru velkomnir í allt félagsstarfið hjá okkur. Félagasamtökin Memmm Play sem er opinn leikskóli er í húsinu alla þriðjudagsmorgna milli kl. 10:00-12:00 og hvetjum við alla sem eru heima með lítil kríli að kíkja til okkar. Þetta er frábær leið fyrir foreldra/forráðamenn, afa og ömmur að hitta fólk og leyfa krílunum að leika sér við önnur börn í fallegu og þroskandi umhverfi. Við erum með opna vinnustofu alla morgna þar sem fólk hittist með handavinnuna sína og ræðir heimsmálin yfir kaffibolla. Í vinnustofunni getur fólk nýtt sér mjög góða aðstöðu en þar eru bæði venjulegar saumavélar og overlock saumavélar. Hið sívinsæla bókaspjall er á sínum stað annan hvern miðvikudag sem Katrín Kristins dóttir hefur tekið við að stjórna. Við megum líka eiga von á skemmtilegum gestum til okkar í vetur. Hingað er hægt að koma og borða hádegismat milli 11:30-12:30, panta/afpanta verður matinn fyrir kl. 12:30 daginn áður og svo er síðdegiskaffi kl. 14:30 alla daga. Nánari upplýsingar um hádegismatinn eru veittar í síma 411-2707. Í samstarfi við íþróttafélag KR bjóðum við upp á Kraft í KR tvisvar í viku, þriðjudagsmorgna kl. 10:40 og föstudagsmorgna kl 10:30. Tímarnir eru fyrir 60+ og er markmiðið að bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu. Íþróttafræðingur sér um tímana. Einnig er Kraftur í KR með gönguhóp sem hittist á mánudögum kl. 10:30 og gengur góðan hring um hverfið og gert léttar æfingar. Í lok göngu er sest inn í KR heimilið í kaffisopa og spjall. Þessir tímar eru fólki að kostnaðarlausu. Í vetur verður viðburður hér í húsi sem Hafdís Bjarnadóttir stendur fyrir en þar ætlar hún að bjóða uppá Handavinnustofu í fjögur skipti og verður það fyrsta 24. október kl. 20:00. Við auglýsum þennan viðburð betur er nær dregur svo endilega fylgist með. Í samfélagshúsinu okkar viljum við hafa viðburði fyrir Vesturbæinga svo sem flóamarkaði, spilakvöld, veislur, sýningar og allt það sem Vesturbæingar kalla eftir. Endilega ef þið hafið hugmyndir að starfi eða viðburði sem ykkur langar að sjá hér í samfélagshúsinu okkar, hafið samband við Helgu Ösp verkefnastjóra eða Sigríði Dögg umsjónarmann félagsstarfs á skrifstofunni, 411-2701 & 411-2702, einnig má senda tölvupóst á helga. osp.johannsdottir@reykjavik.is Við erum opnar fyrir nýjum hugmyndir og áskorunum. Við hvetjum alla til að finna facebooksíðuna okkar, Samfélagshúsið Aflagranda 40, því þar koma allar tilkynningar. Það er alltaf heitt á könnunni svo endilega kíkið við í bolla og spjall. Fjölbreytt starf á Aflagrandi í vetur STUÐ STUÐ 0 STUÐ 1 » Þarf stærri heimtaug? » Hvaða lausn hentar best? » Er kerfið búið álagasstýringu? » Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi? Er hleðsla rafbíla hausverkur í húsfélaginu? Við aðstoðum við að leysa málið með hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun. Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir. thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is Aflagrandi 40. Verður Norræna húsið ríkiseign ? Í nýútkomnu fjárlagafrumvarpi má finna heimild til að að færa eignarhald á Norræna húsinu við Sæmundargötu yfir til ríkisins. Heildarumfang vegna leigu gæti numið 16 milljörðum. Í greinargerð með frumvarpinu er miðað við að eigninni verði komið fyrir í umsýslu hjá Framkvæmdasýslu - Ríkiseignum sem muni tryggja að viðhaldi verði sinnt og áframhaldandi starfsemi geti verið á eigninni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar á grund- velli eðlilegra leigugreiðslna. Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Ástæða er til að minnast á samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40 Kraftur í KR sem kallast kraftur í KR. Verkefnið snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu og hefur verið vel sótt í genum tíðina. Æfingarnar eru í KR alla mánudaga og föstudaga kl. 10:30, allir velkomnir. Æfingarnar eru án endurgjalds. Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir. Kraftur í KR Norrænahúsið við Sæmundargötu. Stjórn Faxaflóahafna telur að ekki sé ástæðu til að breyta að svo stöddu staðsetningu hvalveiðibátanna Hvals 8 og 9 sem liggja við gömlu höfnina miðsvæðis í Reykjavík. Fimm aðrir möguleikar voru skoðaðir en enginn þeirra hentaði. Viðlegustaðir sem skoðaðir voru ná nefna Bótarbryggju, Austurbakka Grandabryggju, Vatnagarðabakka og Faxabryggju á Akranesi. Á Bótarbryggju var talið að hvalveiðiskipin myndu þrengja of mikið að umferð til og frá Verbúðarbryggju sem og ferða björgunarbáta. Legan við Grandarbryggju er sögð of stutt og hvalveiðiskipin myndu rýra notagildi bryggjunnar við Austurbakka verulega. Vatnagarðabakki er á farmsvæði á svæði Eimskips og Faxabryggja var með of lítið dýpi og ókyrrð í suðvestan- og vestanátt. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í maí að fela stjórn Faxaflóahafna að skoða hvort hægt væri að skoða annan stað en miðsvæðis í Reykjavík fyrir tvö hvalveiðiskip Hvals ehf. Vísað var til margvíslegra umhverfisstefna borgarinnar og stöðu hennar sem ferðamannastaðar. Eftir að farið hafði verið yfir aðra möguleika kemur fram í minnisblaði Gísla Jóhanns Hallssonar yfirhafnsögumanns að að Hvalur ehf. hafi verið með sín hvalveiðiskip í gömlu höfninni síðan 1947. Skipin hafi verið tengd heitu vatni síðastliðna hálfa öld til að halda hita á þeim ásamt því að þurfa rafmagn. Skipin þyrftu að vera með heitt og kalt vatn og rafmagn og geta legið utan á hvort öðru. Hvalur 8 og 9 við bryggju í gömlu höfninni. Myndin var tekin áður en skipin héldu til veiða á dögunum. Hvalveiðiskipin halda bryggjuplássum að sinni

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.