Fjarðarfréttir - 05.10.2023, Qupperneq 2

Fjarðarfréttir - 05.10.2023, Qupperneq 2
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2023 Nú er komið að hinu árlega Konukvöldi í Firði, verslunarmiðstöð sem verður haldið í dag, fimmtudaginn 5. október klukkan 18 til 21. VEGLEG DAGSRKÁ Að vanda verður vegleg dagskrá yfir kvöldið. Landslið íslenskra tónlistar­ manna heldur fjörinu uppi þar á meðal kóngurinn sjálfur Elvis Presley, látúnsbarkinn Bjarni Ara, Jón Sigurðs­ son og engin annar en Herbert Guð­ mundsson. FRÁBÆR TILBOÐ Frábær tilboð verða um allt hús, vöru kynningar, léttar veitingar og dansatriði. Kvöldið endar á risa vöru­ happdrætti, þetta er kvöld sem ekki má missa af! PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA Það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að í Firði eru verslanir sem hafa verið þar í fjölda ára og oftast eru það eigendurnir sem standa sjálfir á bakvið búðarborðið, eða jafnvel starfsfólk sem hefur unnið þar til margra ára. Þú getur því verið viss um að fá persónulega þjónustu þegar þú heimsækir verslanir Fjarðar og þar inni leynist fjöldinn allur af gullmolum. AUKIÐ VÖRUÚRVAL Það hafa auðvitað einnig bæst við nýjar og spennandi verslanir síðustu mánuði og vöruúrvalið aldrei verið betra. Þú færð allt frá skóm, fatnaði og snyrtivörum yfir í barnavörur, leikföng og gjafavörur, svo eitthvað sé nefnt. Eins er þar að finna flottar snyrti­ og hárgreiðslustofur, veitingastaði og ýmsa aðra þjónustu. UPPBYGGING Í MIÐBÆNUM Það hefur verið markmið Fjarðar að taka þátt í að byggja upp miðbæinn og nú stendur yfir uppbygging á nýjum verslana­ og þjónustukjarna sem fer einstaklega vel af stað. Þetta verður ein mesta uppbygging í miðbæ Hafnar­ fjarðar í áratugi og þar munu rísa glæsilegar íbúðir, þakgarður, nútíma­ vætt bókasafn, þekkingarsetur sem og allskonar verslanir og þjónusta. Mat­ vöruverslunin sem miðbærinn hefur beðið eftir lengi mun einnig fá pláss í nýjum og stórglæsilegum Firði. STÖNDUM SAMAN „Okkur langar að hvetja heimamenn í Hafnarfirði og nágranna bæjarfélög til að kynna sér vel sitt nær umhverfi og versla oftar í heimabyggð. Hér í miðbænum er fjöldinn allur af glæsi­ legum verslunum, bæði hér í Firði sem og á Strandgötunni. Það er mikilvægt að styðja við innviðina í Hafnarfirði og í þessum verslanaheimi er ekki alltaf auðvelt að keppa við risana, en við leggjum því enn meira upp úr per­ sónulegri þjónustu og hlýjum móttökum hér í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, fram­ kvæmdastjóri Fjarðar. Konukvöld í Firði Verslum í heimabyggð

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.