Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2001, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2001, Blaðsíða 1
Mikið hefur verið um að vera í Ólafsvíkurhöfn nú í febrúar. Allt upp í 12 að- komubátar hafa verið að landa hér og koma sumir þeirra hingað ár eftir ár. Aukning hefur orðið á lönd- uðum afla á milli febrúar- mánaða 2000 og 2001. Þannig var landað 1.900 tonnum í febrúar s.l. á móti 1.771 tonni árið 2000, sem er aukning um 129 tonn, eða 7,3%. Fjöldi landana í fyrra voru 688 í febrúar, en í sama mán- uði í ár var fjöldinn 754. Í Rifshöfn er fjöldi báta svipaður og í sama mánuði í fyrra og var landaður afli í febrúar í ár 1.162 tomm, en í febrúar á s.l. ári var hann 1.058 tonn sem er aukning um 104 tonn, eða 9,8%. Fjöldi landana í febrúar í ár var 302 en á sama tíma á síð- asta ári voru landanir 250. Í Arnarstapahöfn var land- að 242 tonnum í febrúar í ár, en í febrúar á s.l. ári var land- að þar 71 tonni og er það aukning um 171 tonn, eða 240,8%. Fjöldi landana var 103 í febrúar í ár á móti 32 í febrúar í fyrra. Ef borinn er saman landað- ur afli í höfnunum þremur hér, var hann í febrúar á s.l. ári samtals 2.900 tonn, en í febrúar á þessu ári 3.304 tonn, sem er aukning um 404 tonn, eða 13,9%. Fjöldi landana var 970 í febrúar í fyrra, en í febrúar í ár voru þær 1.159. Það má því segja að febrúar hafi ver- ið nokkuð góður mánuður hvað varðar landaðann afla í höfnunum hér í Snæfellsbæ. B.A. 1. tbl - 1. árg. 8. mars 2001 Aukning á lönduðum afla. HÁRGREIÐSLUSTOFA Gunnhildar AUGLÝSIR Hef hafið störf að nýju tímapantanir í síma 436 6930 Nýtt og skemmtilegt Föndurnámskeið Tilvalið fyrir 4-6 manns eina kvöldstund Ýmis námskeið t.d. Krukkumálun Trémálun o. fl. Pantanir og upplýsingar hjá Steinunni í síma 436 6755 eða 436 6930. Höfum til sölu föndurliti og pensla frá delta og Folkart. Góð viðbrögð við söfnun Eins og flestir vita þá var um síðustu helgi í gangi viða- mikil söfnun á vegum Krabbameinsfélagsins í samvinnu við Lions- og Kiwanishreyfinguna á Íslandi. Í Snæfellsbæ eru starfandi einn Kiwanisklúbbur og fjórir Lionsklúbbar og lögðu þessir klúbbar til sjálfboðaliða, alls tæplega 40 manns, til að ganga í hús og veita framlögum móttöku, miðstöð söfnunarinnar fyrir Snæfellsbæ var í Kiwanishúsinu í Ólafsvík. Vel var tekið á móti söfnunarfólki og söfnuðust tæplega 270.000 kr. en þá er ekki talið með það sem var hringt inn héðan úr sveitarfélaginu. Eftir að hafa þrammað allar götur fékk söfnunarfólkið kaffi og vöfflur í Kiwanishúsinu en það var í boði Landsbanka Íslands. Söfnunarnefnd Snæfellsbæjar vill þakka öllum fyrir þátt- töku í söfnuninni hvort heldur sem menn létu fé af hendi rakna, lögðu til vinnu eða styrktu hana á annan hátt.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.