Sjálfsbjargarfréttir - 01.01.1985, Side 3

Sjálfsbjargarfréttir - 01.01.1985, Side 3
félagsmAlanAmskeIÐ Haldið verður félagsmálanámskeið eftir miðjan næsta mánuð ef næg þátttaka fæst. Kennt verður eftir félagsmálanámsefni Æskulýðsráðs rikisins, sem sámanstendur af efninu: Náms- og starfsaðferðir Ræðumenska Fundir Félög og félagsstarf Stofnun félags Samkomuhald Kynningarstarf. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 15 manns en tala þeirra má gjarnan vera 25 til 30 manns. Innritun er til 15. febrúar hjá skrifstofunni. atvinnömAl FATLABRA Ráðstefna um atvinnumál fatlaðra verður haldin i Borgartúni 6, Reykjavik, dagana 6. og 7. febrúar 1985. Ráðstefnan er haldin á vegum félagsmálaráðuneytisins og samráðsnefndar um málefni fatlaðra sem hefur annast undirbúning og framkvæmdir i samvinnu við fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og Vinnuveitendasambands Islands. Tilkynning um þátttöku þarf að berast skrifstofu Sjálfsbjargar fyrir 31. janúar n.k., sem gefur nánari upplýsingar. ----- 00000 ----- DMSÖKNIR UM NIÐURFELLINGU TOLLA A BIFREIÐUM Við minnum á að umsóknir þurfa að berast fyrir 15. febrúar, til Öryrkjabandalags íslands, Hátúni 10. Umsóknareyðublöð liggja frammi á heilsugæslustöðvum, skrifstofu Öryrkjabandalags íslands, Hátúni 10 og skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12.

x

Sjálfsbjargarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.