Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 05.12.2019, Síða 2

Bæjarblaðið Jökull - 05.12.2019, Síða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.100 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Bæjarblaðið Jökull kom fyrst út þann 8. mars 2001 en síðan hafa komið út rúmlega 900 tölublöð, blaðinu var fyrst aðeins dreift í Snæfellsbæ en í október 2010 hófst einnig dreifing blaðsins í Grundarfirði. Sú breyting hefur nú orðið hjá Jökli að framvegis verður blaðinu dreift á öllu Snæfellsnesi. Þar með bætast íbúar Stykkishólms, Helgafellssveitar auk Eyja­ og Miklaholtshrepps í hóp þeirra sem fá blaðið heim að dyrum í hverri viku. Um leið verður blaðið stækkað frá því sem verið hefur og gert enn veglegra. Upplagið á prentuðum eintökum verður jafnframt stækkað og við munum kappkosta að flytja fréttir af öllu því helsta sem gerist á Snæfellsnesi. Þá hefur Jökull ráðið til sín starfsmann í hlutastarf en sá heitir Þorsteinn Haukur Harðarson og hefur hann töluverða reynslu úr heimi fjölmiðla. Þorsteinn hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri meistaraflokks Víkings Ó. og UMF Víkings/Reynis og mun hann áfram starfa fyrir meistara flokk Víkings Ó. samhliða starf inu á Jökli. Við hvetjum lesendur til að halda áfram að senda okkur ábend ingar um fréttnæmt efni á steinprent@simnet.is. Þá bendum við aug lýsendum í Stykkishólmi jafn framt á að hægt er að fá aðstoð við upp setningu auglýsinga hjá Anok í Stykkishólmi. Jökull færir út kvíarnar Það er óhætt að segja að veðrið hafi ekki leikið við bæjarbúa á Snæ fells nesi um helgina en víða voru við burðir skipulagðir á sunnu degi num sem var fyrsti sunnu dagur í aðventu. Í Grundarfirði, Hellissandi, Ólafsvík og Stykkishólmi átti að tendra ljós á jólatrjám en alls staðar þurfti að fresta við­ burðunum vegna veðurs. Ákveðið var að ljósin yrðu tendruð í Stykkishólmi 4. des­ ember og degi síðar í Grundar­ firði. Ljósin verða svo tendruð á Hellissandi og í Ólafsvík sunnu­ daginn 8. desember. Á meðfylgjandi mynd má sjá meðlimi í Lionsklúbbi Grundar­ fjarðar setja jólatréð upp í miðbæ bæjarins. Veðrið setti strik í reikninginn Aðventuhátíð Ingjaldshólskirkju Sunnudaginn 8. des. kl. 17 Sunnudaginn 8. desember kl. 17 Fjölbreytt dagskrá: - Kveikt á aðventuljósakransinum - Jólasaga - Einsöngur - Kórsöngur Súkkulaði og smákökur að lokinni dagskrá. Eigum notalega stund saman í kirkjunni. Kór Ingjaldshólskirkju

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.