Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 05.12.2019, Side 8

Bæjarblaðið Jökull - 05.12.2019, Side 8
Sunnudaginn 15. desember kl. 18:00 munum við í U.M.F. Víkingi/ Reyni halda jólahappadrætti í íþrótta húsi Snæfellsbæjar. Tilefnið er m.a. það að tryggja fjárhagsstöðu félagsins og það sem meira skiptir máli er að koma saman sem heild og hafa gaman. Boðið verður upp á piparkökur, kakó og kaffi. Kannski að þessir marg um­ ræddu jólasveinar snúi tromlunni og hrelli börnin, hver veit. Stjórn og framkvæmdastjóri félagsins hafa á liðnum vikum haft samband við fyrirtæki sem vilja styrkja okkur með gjöfum og ber að þakka fyrirtækjum í okkar bæjafélagi og víðar fyrir það. Félagið hefur á liðnum árum gefið frá sér söfnun dósa og sölu pappírs til fótboltaferða á vegum Snæfellsnes (HSH). Eftir stóð að eina fjáröflun félagsins var sala jólatrjáa, fyrir utan sjoppu á leikjum M.fl. og er það því miður ekki nóg til þess að standa undir rekstri félagsins. Þann 12. desember munum við í stjórn dreifa happadrættismiðum heim til foreldra/forráðamanna barna sem æfa hjá U.M.F. Víkingi/ Reyni þar sem lagt verður upp með að hver iðkandi fái 4 miða og að hver miði kostar 1.000 kr. mun krafa stofnast í netbanka foreldris/ forráðamanna. Foreldrar / forráða menn eða iðkendur geta svo selt þessa miða áfram ef þeim þóknast svo. Hlökkum til að sjá sem flesta þann 15. desember kl. 18:00 í íþrótta húsi Snæfellsbæjar í jóla­ stuði. Jólakveðjur Stjórn U.M.F. Víkings/Reynis Enginn á að þurfa að þola of beldi og við þurfum að hjálpast að til að koma í veg fyrir vandann og finna lausnir. Fræðsla og úr ræði eru mikilvæg skref. Líka að varpa ljósi á viðfangsefnið. 25. nóv ember er alþjóðlegur baráttu dagur Sameinuðu þjóð­ anna gegn kynbundnu ofbeldi. Þann dag hófst árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið nær hámarki sínu mánu­ daginn 10. desember, á al þjóða mannréttindadaginn. 10. des­ ember er einnig alþjóð legur dagur Soroptimista. Soropti­ mistar eru samtök kvenna sem hafa verið starfandi í næstum því hundrað ár og á Íslandi í yfir 50 ár. Soroptimistar beita sér fyrir bættum lífsgæðum kvenna og stúlkna um allan heim. Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt vandamál sem hefur áhrif á mill­ jónir kvenna. Um 35% allra kvenna í heimi­ num mun upplifa ofbeldi á lífs­ leiðinni. Á sumum svæðum allt að 7 af hverjum 10 konum. Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilis­ ofbeldi er ekki bannað og allt að 50% alls kynferðisofbeldis á sér stað gagnvart stúlkum undir 16 ára aldri. Ofbeldi sem á sér stað í nánum samböndum af hálfu karlkyns maka, kærasta eða sambýlismanns er algengasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum. Ofbeldi í nánum samböndum er stórt vandamál á heimsvísu. Umfang ofbeldis á Íslandi er í takt við önnur vestræn ríki en talið er að um 22% kvenna hafi verið þolendur ofbeldis í nánu sambandi hér á landi. Á síðustu árum hefur opinber umræða um ofbeldi gegn konum aukist og ofbeldi sem áður var umborið í skjóli einkalífs hefur verið dregið fram í dagsljósið og viðurkennt sem versta birtingarmynd kynjamisréttis Við soroptimistasystur Snæ­ fells ness viljum leggja okkar af mörkum til að draga þetta fram í dagsljósið og þar með minnka líkurnar á kynbundnu ofbeldi. Það gerist ekki á nokkrum dögum, en þessa daga er samt gott að minna á þetta vandamál og vekja okkur til umhugsunar um hvort þessi vandi sé nær okkur en við höldum og þá hvernig best sé að bregðast við þeirri vitneskju. Ýmis úrræði eru til staðar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Má þar nefna Landspítalann í Fossvogi, Kvennaathvarfið, Stíga­ mót, og Konukot (fyrir heimilis­ lausar konur). Einnig er hægt að leita hjálpar á næstu heilsu­ gæslu stöð og fá samband við hjúkrunar fræðing eða hringja í neyðar línuna og fá samband við vakt hafandi lækni. Eftirfarandi er einnig gott að hafa í huga: · Gríptu inn í aðstæður ef þú verður vitni að kynferðislegu ofbeldi og áreitni · Ef þú þekkir geranda hvettu hann þá til að leita sér hjálpar · Segðu frá og útvegaðu stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni · Hringdu á lögreglu ef grunur er um heimilisofbeldi · Tilkynntu stafrænt ofbeldi og netníð sem þú verður vitni að BURT MEÐ OFBELDI Soroptimistaklúbbur Snæfellsness Jólahappdrætti Ungmennafélagsins Víkings/Reynis Roðagyllum heiminn Soroptimistar segja nei við ofbeldi - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður Soroptimistasystur á jólafundi hjá Astrid á Ölkeldu í Staðarsveit.

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.