Íþróttablaðið Sport - 05.05.1948, Page 8

Íþróttablaðið Sport - 05.05.1948, Page 8
 ' Miðvikudaginn 5. maí 1848 Arne Anderson áhugamaður? Ame Anderson hinn frægi sænski hlaupari, sem var á- litinn atvinnumaður fyrir tveim árum, er nú byrjaður að æfa aftur. Astæðan er sú, að hann hefur einhverja von með, að ,fá áhugamannaréttindi sí'fi aftur, þó ekki þannig, að hann keppi á alþjóðamótum, heldur aðeins innan Svíþjóð- ar. Eftir því sem 45. grein laga frjálsíþróttasambands- ins sænska segir, getur mað- ur sem hefur verið atvinnu- maður fengið áhugamanna- réttindi sín aftur samþykki sambandið það. Anderson hefur sagt, að hann sé nú í góðri æfingu og hafi hann sérstaklega lagt fyrir sig 5000 m. hlaupið. Sagt er að almenningur í Svíþjóð sé þess mjög fylgj- aiídi að Anderson sjáist aft- ur á iþróttamótum landsins. Samkv. síðustu fréttum hefur íþróttasambandið fellt með jöfnum atkvæðum beiðni Arne. ----O---- L Strand, Zatopek og Reiff mætast í Belgíu í þessum mánuði nmn sænski ldauparinn Lennart Strand fara til Belgíu til keppni. Mun hann þar keppa við Tékkóslóvakíumanninn Zato- peck og Belgann Gaston Reiff. Eftir því sem fréttir frá Malmö segja, þá er Strand nú í mjög góðri æfingu. ----O---- Badmintonmót í Stykkishólmi Þær fregnir hafa okkur borizt að undanfarið hafi farið fram einstaklings- keppni í badminton í hinu nýja íþróttahúsi Stykkis- hólms. Keppendur voru 20 karl- ar á aldrinum 17—56 ára og varð Ágúst Bjartmarz sigurvegari í keppninni, og sigraði alla keppinauta sína. Badminton var byrjað að æfa í Stykkishólmi í febrúar s.l., að frumkvöðli þeirra skólastjórans Þorgeirs Ib- sens og Guðm. Þórarinss. kennara á íþróttanámsskeiði, sem ,þar var haldið. Hefur mörgum einstaklingum þorps ins farið fram og áhuginn góður, svo að við megum vænta nýrra og góðra frétta þaðan í framtíðinni. ----O---- Ameríkumenn hafa þegar ákveðið basketball-liðið, sem þeir senda á Ólympíuleikina í sumar. Eru þeir 14 talsins, flestir frá University of Kentucky, en sá skóli vann nýlega meistarakeppni í bas- hetball (körfubolti). SPORT Mijndin xijnir vitibragoiTt i Vítiavangshlaupinu, sem var rétl fyrir neSan Haga. hægri: tíddgeir, Stefán GuSmundur, S.tefán Hjaltatín IndriSl, Pétur, ÞórSur, Ivar, ur, Elinberg. Ljósm.: R. Vignir. Víðavangshlaup I.R. Stefán Gunnarsson Á. fyrstur s TaliS frá Njáll, HörS- Ármann vann báðar svejíakeppnirnar. Víðavangshiaup f.K. liið 33. í röðinni fór fram á sumardaginn fyrsta. Úrslit hlaupsins Urðu þau, að Ármann vann báðar sveitakeppnirnar og hlaut því Vísis-bikarinn fyrir þriggja manna sveit og Coco- Cola verðlaunin fyrir fimm manna sveit. Hinn ungi og efnilegi Stefán Gunnarsson úr Ár- mann kom fyrstur í mark og kom það yfirleitt mönn- um á óvart, þar sem Þórð- ur Þorgeirsson úr K.R., sem unnið hefur hlaupið undan- farin ár var með. Viðbragðsmarkið, var- við Haga, en þaðan var hlaupið vestur í Skjólin og til baka í stefnu í Haga og þaðan yfir á Grímstaðaholtið, og þaðan farið yfir í Vatnsmýrar- túnin. Þórður byrjaði á að leiða hlaupið vestur í Skjólin, en dálítinn spotta þar leiddi Guðmundur Bjarnason úr f. R. og síðan Njáll Þórodds- son úr Ármanni, þar til yfir á Grímstaðarholtið kom að þeir Stefán og Þórður urðu fremstir og börðust þeir eftir það um fyrsta sætið. I Hljómsskálagarðinum leiddi Þórður fyrst, en Stefán komst fram fyrir hann og vann öi’ugglega. Þriðji kom í xnark Hörður Hafliðason úr Ármanni og f jórði Njáll Þór- oddsson Á, en fimmti Pétur Einarsson úr Í.R. Röðin varð annars þessi: 1. Stefán Gunnarsson Á. 2. Þórður Þorgeirsson KR. 3. Hörður' Hafliðason Á. 4. Njáll Þóroddsson Á. 5. Pétur Einarsson Í.R. 6. Indriði Jónsson K.R. 7. Guðm. Bjarnason f.R. 8. Elínberg Konráðss. Á. 9. Oddgeir Sveinss. K.R. 10. Ivar Bjarnason Í.R. 11. Stefán Hjaltalín Á. Eins og fyrr segir vann Ármann sveitarkeppnirnir og hlaut í 3-manna sveitinni 8 stig, K.R. hlaut 17, en f.R. Hraðkeppni Ármanns í handknattleik. Hin árlega hraðkeppni Ár- manns í handknattleik fer frani á uppstigningardag og hefst um morgunin kl. 9. Fyrsti leikurinn er milli I.R. og F.H. í þriÖja flokki, en önn- ur félög í þeim flokki sem keppa eru Haukur, við Val, Ármann við K.R., en Víkingur situr hjá. I 2. fl. var dregiS þannig, að fyrst keppa Armann og Valur, síSan Víkingur og Haukur, og þá Í.R. og K.R. í meistaraflokki keppa fyrst Ármann og Víkingur, síðan F. H.-Valur, Í.R.-Í.A. og Frarn- K.R. Alls eru þaS 20 fl. frá 9 fé- lögum', sem þátt taka í mótinu. MeS hliSsjón af keppninni mun verSa tekiS út lið til aS æfa sarnan undir komu Dananna, en þeir 17. maí n.k. toma eins og kunnugt er -O- Síefán Gunnarsson kemur aS marki. Jens GuSbjörnsson form. Árnmnns breiSir ú! faSminn á inóti honum. Ljósm.: G. Hj. Ármenningarnir er unnu VíSavangshlaup Í.R. á sumardaginn fijrsta. TaliS frá vinstri: Elinberg KonráSsson, HörSur HafliSa- son, Stefán Gunnarssoii, Njáll Þóroddsson og Stefán Hjaltalín. Ljósrn: Ragnar Vignir. 22. í fimm manna sveita- keppninni hafði aðeins Ár- mann fullskipaða sveit og vann því og hlaut 27 st. Klaupin var svipuö leið og í fyrra, nema stytt dálítið og var hún ca. 3,8 km. löng. Oddgeir Sveinsson tók nú þátt í hlaupinu í 19 sinn og er það oftar en nokkur ann- ar hefur hlaupið, en Magnús Guðbjörnsson, maraþolnmet- hafinn okkar góðkunni hljóp alls 18 sinnum. Hlaupið var skemmtilegt, en það var leiðinlegt hve fáir keppindurnir voru og reynd- ar stór skömm að því. -----O---- Heino fer ti 58 lönd hafa tilkynnf þátttöku í London. 58 lönd af 65, sem boðið var þátttaka, í Ólympíuleik- uiuim hafa nú ákveðið að senda flokka. En er óvíst um 7 lönd, en þau eru: Pakistan, Sýrland, Colombía, Porto-rico, Bolivía, Haiti og Monaco. ' ----O----- Landskeppnir Finnlands í sumar. Flnnland hefur ákveðið landskeppnir ársins 1948 í frjálsíþróttum. Fyrstu dagana í sept. við Svíþjóð í Helsingfors. I París á móti Frakklandi 19. sept. og móti Noregi í Osló 25. og 26. sept. Gunnar Huseby 14.69 í kúlu á Innanfélagsmóti K.R. Viljo Heino finnski heims- methafinu í 10 km. hlaupi verður meoal þátttakenda á leikunum í London. Ekki er samt ákveðið í hvaða greinum hann tekur þátt í, en þjálfari hans hei- ur sagt, að víst sé, að hann fari í 5000 og 10000 m. hl., en óákveðið hvort hann fari heldur í Maraþolnhlaupið eða 3000 m. hindrunarhlaupið. K.K. hélt innanfélagsmót í kúlu- og kringlukasti síðastl. laugardag. Meðal keppenda voru nokkrir menn úr öðr- um félögum. Arangrar voru ágætir, eSa eft- irfarandi: Kúluvarp: 1. Gunnar Husebt' KR 14.69 2. Friðr. Guðmundss KR 13.92 3. Bragi FriSriksson KR 13.85 4. Sigfús Sigurðss,, Self. 13.59 5. Vilhj. Vilm.dars. KR 13.55 6. Örn Clausen ÍR 13.29 7. Gunnar SigurSss. KR 12.62 8. Þorsteinn Löve KR 12.03 Það hefur víst aldrei áður kom ’ ið fyrir á sama móti hér, að 6 menn köstuðu yfir 13 metra. Ber það því vott um, að kastarar okkar eru í framför og í góðri ætingu nú svo snemma. Bragi kastaði 14.24, en kastið var | ógilt, þar sem hann steig aðeins út fyrir liringinn. Örn Clausen er kominn í flokkinn, sem kast-1 j ar yfir 13 m. Er þetta í fyrsta ’ skipti, sem hann varpar kúlunni svo langt í keppni. Meðan á kúluvarpskeppninni stóð var all gott veSur, en samt mjög kalt. Þegar kringlukastið liófst, hafði hvesst mikið og kóln að enn við það. Háði það kepp- endunum því mikið, en úrslittrt urðu þcssi: 1. Bragi Friðrikss. KR 2. Örn Clausen ÍR 3. ól. Guðmundss. ÍR 4. Fr. Guðmundss. KR 5. 6. 7. 8. 9. 10. 41.83 40.48 40.23 38.49' Gunnar Huseby KR 37.78 Jócl SigurSsson ÍR 37.42 Hj. Torfason HSÞ 36.40 Þorstéinn Löve KR 35.45 Sigf. Sigurðsson Self. 35.31 Páll Jónsson KR 33.32 Bragi var öruggastur og hafði 4 köst yfir 40 m. örn hafði þrjú yfir 40 m. en eitt 39.77. Huse- by náði kringlunni aldrei vel upp. Ólafur hafði eitt kast á 40 m. slétta, en eitt 39.60. Þessar tvær keppnir sýna það' Ijóslega, að menn eru í betri æf- ingu nú, en þeir hafa nokkuín tíma verið svo snemma árs. Má. því greinilega búast við skemmti legum og hörðum keppnum í sumar, bæði 02; öSrum. í þessum greinum

x

Íþróttablaðið Sport

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið Sport
https://timarit.is/publication/1898

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.