Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Blaðsíða 11
ÍÞRÖTTABLAÐIÐ SPORT 11 Glímukappar Islands frá upphafi Islandsglíman 1958 48. Íslandsglíman var háð að Há- logalandi 4. maí s.l. Keppendur voru 10 frá 4 félögum: Ármanni, Umf. Reykjavíkur, Umf. Dagsbrún og Umf. Eyfellinga. Baldur Möller varaform. IBR setti mótið, en Gísli Ölafsson úr stjórn ÍSl sleit því og afhenti verðlaun. Glímustjóri var Kjartan Bergmann og yfirdómari Ingimundur Guðmundsson. Urslit urðu þessi: Vinn. 1. Ármann J. Lárusson, UMFR 9 2. Kristj. H. Lárusson, UMFR 8 3. Kristján G. Tryggvason, Á 6 + 1 4. Hannes Þorkelsson, UMFR 6+0 5. Ólafur Eyjólfsson, Eyfell. .. 4 6.-8. Hilmar Bjarnason, UMFR .. 3 6.-8. Sigm. Ámundason, Á ...... 3 6.-8. Ólafur Guðlaugsson, Dagsbr. 3 9. Kristján Andrésson, Á .... 2 10. Sveinn Sigurjónsson, UMFR 1 Ármann er aðeins 26 ára, en hef- ur þó unnið Grettisbeltið sex sinn- um. Hefur aðeins einn maður, Sig- urður Thorarensen, sigrað jafnoft, en enginn oftar. Ármann var í sér- flokki sem oftar og hefur sennilega aldrei verið sterkari en nú. Brögð hans voru yfirleit hrein og vel tek- in og skortir hann nú aðeins meiri samkeppni til þess að fá notið sín sem skyldi. Kristján Heimir Lárusson á einnig til ágæt brögð, enda er hann mjög sigursæll og sterkur glímu- maður. Þeir Ármann og Kristján eru synir hins kunna glímukappa, Lárusar Salomonssonar, og hafa báðir notið handleiðslu föðursins, sem er glímukennari hjá UMFR. Að þessu sinni kom fram korn- ungur glímumaður, sem fróðir menn telja mjög efnilegan, enda vakti frammistaða hans óskipta athygli. Er hér um Kristján Grétar Tryggvason að ræða, en hann sigr- aði Hannes Þorkelsson í úrslita- Ármann J. Lárusson. glímunni um 3. verðlaun. Kristján er sonur Tryggva Gunnarssonar, hins fjölhæfa íþróttamanns og glímukappa á árunum 1919—1920 og er það skemmtileg tilviljun, að þrír fyrstu menn skuli þannig allir vera synir fyrrverandi glímukappa. Umf. Reykjavíkur sá um Is- landsglímuna að þessu sinni og fórst það vel úr hendi. Á félagið skilið sérstakt hrós fyrir þann mikla skerf, sem það hefur lagt af mörkum til eflingar þjóðaríþrótt- inni. Guðmundur S. Hofdal 75 ára 15. apríl s.l. átti Guðmundur S. Hof- dal 75 ára afmæli .Ber hann aldurinn ótrúlega vel, enda var hann hinn fræknasti glímumaður á sínum yngri árum. Tók hann m. a. þátt í konungs- glímunni á Þingvöllum 1907 og var í flokki okkar fyrstu Olympíufara til Lor.don 1908. Ólafur V. Davíðsson........... 1906 Jóhannes Jósefsson ..... 1907—1908 Guðmundur Stefánsson ......... 1909 Sigurjón Pétursson ..... 1910—1913 Tryggvi Gunnarsson .... 1919—1920 Hermann Jónasson ............. 1921 Sigurður Greipsson...... 1922—1926 Þorgeir Jónsson ........ 1927—1928 Sig. Thorarensen, 1929—’31 og ’34—’36 Lárus Salomonsson 1932—’33 og 1938 Skúli Þorleifsson ............ 1937 Ingimundur Guðmundsson 1939—1940 Kjartan Bergmann ............. 1941 Kristmundur Sigurðsson ....... 1942 Guðmundur Ágústsson .. 1943—-1947 Guðmundur Guðmundsson 1948—1949 Rúnar Guðmundsson 1950—’51 og 1953 Ármann J. Lárusson 1952 og ’54—-58 Héraðssamband Snæfellinga Blaðinu hefur borizt skýrsla um í- þróttastarfsemi Héraðssambands Snæ- fellinga árið 1957. Er skýrslan mjög ít- arleg og ber vott um óvenju mikið og vel skipulagt íþróttastarf. Svo sem fram kemur í skýrslunni er það aðalmarkmið alls líkamsuppeldis að fá fjöldann með. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður verður ekki annað sagt en að þetta hafi tekizt með prýði og er þó aðeins til eitt fullkomið íþróttahús í öllu byggðarlaginu. Þá hafa Snæfell- ingar eignazt fjölda afreksmanna á landsmælikvarða, einkum í frjáls- iþróttum og badminton. Að öllum öðrum mönnum ólöstuðum mun Sigurður Helgason íþróttakennari eiga hvað mestan þátt í þeim mikla og vaxandi íþróttaáhuga, sem nú ríkir á Snæfellsnesi. Árið 1920 var Guðmundur nuddþjálf- ari kanadisku sigurvegaranna í ísknatt- ieik á vetrar-Olympíuleikunum og nokkrum mánuðum síðar er hann kom- inn á sumarleikana í Antwerpen sem nuddþjálfari sænsku Olympiufaranna. Eftir að Guðmundur fluttist aftur til íslands hefur hann látið íþróttirnar mikið til sín taka og var m. a. nudd- þjálfari ísl. Olympíufaranna í London 1948. Munu þess fá eða engin dæmi, að sami maður hafi þannig mætt sem full- trúi þjóðar sinnar á Olympíuleikum með 40 ára millibili.

x

Íþróttablaðið Sport

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið Sport
https://timarit.is/publication/1898

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.