Norðanfari - 14.02.1942, Side 1
Akureyri, 14. febrúar 1942,
1. tbl.
I. árg.
Bæjarstjórnarkosningar þær, sem
nýlega eru um garð gengnar, hafa
leitt ýmislegt í Ijós, sem rjett þyk-
ir að fara um fáeinum orðum.
Borgaralistinn, sem fjelagið
„Skjaldborg“ og ýmsir borgarar
bæjarins utan þess fjelags stóðu að
og veittu kjörfylgi, hlaut miklu
meira fylgi en andstæðinga hans
hafði órað fyrir, og hefir þó sjald-
an eða aldrei hjer í bæ verið ger
eins hörð hríð að nokkrum fram-
bjóðendum við kosningar, eins og
þeim ,er voru á E-listanum. Hverj-
ir voru á móti? í fyrsta lagi Fram-
sóknarmenn og miljónafyrirtækið
Kea. í málgagni sínu báru þeir á
forustumenn „Skjaldborgar“ og
sjerstaklega á formanninn marg-
háttaðan óhróður af mikilli fólsku
og ódrengskap. Á ferðinni voru
fyrir kosningabandalag þetta a. m.
k. 50 smalar vikum saman. Það
sem sjerstaklega vakti athygli
bæjarbúa var persónuleg áreitni
og hinar svívirðilegustu dylgjur í
garð ijel. „Skjaldborg“ og forráða-
manna þess. Blaðið var undir
merki mannskemmdafýsnarinnar.
Það hlýtur að vera slæmur mál-
staður, sem þarf á slíkum vopnum
að halda. En í blaði voru var eng-
inn af frambjóðendum B-listans
áreittur með einu einasta orði.
Þetta getur hver maður sjeð, sem
ber saman „Dag“ og blað vort. Jeg
er stoltur af samanburðinum fyrir
hönd E-listans. — En þykir þeim
Jakob Fr., Árna Jóh. og Þorst. M.
Jónss. fremd í slíkri bardagaað-
ferð, er verið er að leita þeim kjör-
fylgis? Eða blygðast þeir sín með
sjálfum sjer fyrir hana? Um það
get jeg ekki dæmt. Þann reikning
gera þeir upp sjálfir. En af þeirri
kynningu, sem jeg hefi af þeim,
hjelt jeg, að þeir væri ekki stoltir
af sínum ritstjórum eftir þessar
kosningar.
í öðru lagi barðist gegn E-list-
anum sá hluti Sj álfstæðisflokksins,
sem stóðu að C-listanum, og er þar
ekki mörgum til að dreifa, þeim er
nærri komu opinberri og harðvít-
ugri baráttu, Ritstj. „ísl.“ sjálfur
beitti engum ódrengskap og þeir
Ölafur Thorarensen og Indriði
Helgason heldur ekki. Allt öðru
máli er að gegna um Axel Krist-
jánsson. Hann velti sjer yfir
„Skjaldborg“ og formann hennar
með ódæma fólsku á C-lista fundi
í Samkomuhúsinu. Fólskan og vilj-
inn til að mannskemma var ríkara
en andlegu kraftarnir til þess að
sjá fótum sínum forráð í viðskipt-
um við andstæðinginn. Blöskraði
samherjum' Axels ódrengskapur
hans og Skammkels-bragur allur á
fundi þessum. Fer ekki á milli
mála, að því lengur sem Axel tal-
aði, því meir hrakaði trausti góðra
drengja á honum.
Mesta athygli vakti það í kosn-
ingum þessum, að „Dagur“ og „ís-
lendingur“ sneru mjög bökum
saman (sbr. ummæli þessara blaða
sjálfra) gegn E-listanum, og það
leit ekki út fyrir, að neitt bæri á
milli. „ísl.“ barðist eftir getu gegn
Sjálfstæðismönnunum, sem voru á
E-listanum og fylgdu honum, og
nær einvörðungu gegn þeim. Þetta
var merkilegasta fyrirbrigðið í
kosningunum, og sýnir það Sjálf-
stæðismönnum í bænum, hvers
þeir mega vænta af „ísl.“ í hönd-
um núverandi eigenda, eí þeir
dirfast að óhlýðnast þessum hlut-
höfum. Annað mál er það, hve
hyggileg þessi pólitík er fyrir
Sjálístæðisflokkinn í heild sinni.
Um baráttu „Dags“ gegn Komm-
únistum er það að segja, að bæði
jeg og margir aðrir erum dauftrú-
aðir á heilindin í henni, að feng-
inni langri reynslu. Nýjasta sönn-
unin um samvinnuhug Framsókn-
armanna og Kommúnista og sam-
tök er frá bæjar- og hreppsnefnd-
arkosn. í s.l. mánuði. Á Sauðár-
króki voru þessir flokkar samherj-
ar, og Kratar fengu að vera meO.
Fleiri dæmi mætti nefna, og jeg er
reiðubúinn að nefna dæmi um
kosningabandalag milli Framsókn-
armanna og Kommúnista í bæjar-
stjórn Akureyrar á síðasta kjör-
tímabili.
í þriðja lagi börðust gegn Borg-
aralistanum Kommúnistarnir í
bænum, Rússa-ræksnin, með öll-
um þeim vopnum, sem slíkt fólk
telur sjer samboðið að beita og al-
þekkt eru, bæði hjer og annar-
staðar,
í fjórða lagi barðist Alþýðuflokk-
urinn eða Kratar gegn oss eftir
því, sem kraftar leyfðu, en í þetta
sinn með öðrum hætti en áður, og
mun þar hafa ráðið vopnaburði
Erlingur Friðjónsson, og hefir
hann heldur af því vaxið.
En þrátt fyrir allan þennan
hamslausa áróður, hælabit blaða-
snatanna, rógtungurnar allar og
ófrægingarnar, vantaði E-listann
þó ekki nema rúml. 50 atkvæði til
þess að koma tveimur fulltrúum í
bæjarstjórn, í fyrsta sinni sem
þessi ungu samtök blaðlausu hefja
sókn hjer á opinberum vettvangi.
Til samanburðar má geta þess, að
fyrsta sinni, sem Frsfl. á Ak. bauð
fram menn til bæjarstjórnar, einn
útaf fyrir sig, fyrir tæpum 20 ár-
um, fjekk hann engann kosinn.
Jeg get ekki verið óánægður með
niðurstöðuna. ViÖ komum sterkari
út úr þessum kosningum en við
vorum áður. Nú er að fylgja eftir
sigrinum og stælast við, og „Sjálf-
stæðið“ í bæjarstjórninni hjálpar
okkur til þess með því að neita
samvinnu við fulltrúa okkar í bæj-
arstjórninni.
Tækifæri var fyrir hendi að
stofna til sjálfstæðs kosningasam-
bands í bæjarstjórn meðal þeirra,
er kosnir voru af E- og C-listunum,
en fulltrúarnir af C kusu heldur
að kjósa Framsóknarmenn og
Krata í nefndir með sjer, heldur
en samherja sína eina. Margir
spyrja: Hvers vegna voru þessir
menn ekki á einum og sama lista
og Framsóknarmenn til bæjarstj.-
kosninga?
Barátta beggja var hjer um bil á
alveg sömu „línu“ undir kosning-
ar, en þó að svo væri, gerðu kjós-
endur C-listans almennt ráð fyrir
öðru eftir kosningar en því, að
fulltrúarnir sínir neituðu samstarfi
við flokksm.ann sinn við nefnda-
kosningar og kysi heldur Árna og
hans menn úr Framsókn og líka
Erling.
Haldið þið ef til vill að samvinn-
an þeirra Ólafs og Indriða við
Framsókn verði til þess að skerpa
eggina í vopnunum undir næstu
Alþingiskosningar? Nei, vissulega
ekki.
Fulltrúaráð Sjálfst.fjel. neitaði
samvinnu við okkur um bæjar-
stjórnarkosningar. Hvernig fór?
Andstæðingar Framsfl. misstu fyr-
ir bragðið einn mann af bæjar-
stjórnarbekk og Framsókn græddi
sig-
Fulltrúar „Sjálfstæðisins“ tveir
neituðu samvinnu við flokksmann
sinn, er kosinn var af E-listanum,
Akureyrar
spílali.
Einhver afkomandi Gleraugna-
Péturs hér, — en þeir eru margir,
ef dæma má af skrifum í Degi og
íslendingi — gerir gys að því, að
vér margir borgarar þessa bæjar
teljum spítalabyggingu til stór-
málanna (Dagur 20. janúar). Aít-
ur er Dagur og íslendingur stöðugt
að hreykja sér af íþróttahúsinu,
því „Grettistaki“. Svo mundu þó
Framh. á 4. síðu.
um nefndarkosningar í bæjar-
stjórn. Hvernig fór? Þeir misstu
sjálfstæða aðstöðu til þessara
kosninga. Hvernig haldið þið svo
að framhaldið verði?
Eigum við, sem erum í andstöðu
við Frsfl. hjer í bæ, að bíða eftir
fleiri skyssum frá hendi þessara
manna, sem nú telja Sjlfst.fl. hjer
einkafyrirtæki sitt? Nei. Nú bíðum
við ekki lengur. Við sjáum, að for-
ustan í flokki andstæðinga Fram-
sóknar er brostin hjá C-lista mönn-
unum.
Hvers vegna eru ekki „Dagur“
og „íslendingur“ nú gerðir að einu
hlutafjelagi, t. d. undir nafninu:
„Blaðaútgáfufjelag Kea h/f.“?
Það er okkar E-listamannánna,
að hleypa nýju blóði í æðar hins
gamla Sjálfstæðisflokks í bænum,
endurnýja hann og gefa honum
þann lífskraft, sem einn fær sigrað
og leyst hann úr þeirri herleiðingu,
sem foringjar hans nú og nokkrir
aðrir þaðan eru komnir í til Baby-
lonar Kea.
Stefnuskrá fjelagsins „Skjald-
borg“ er hin nýja herhvöt öllum
sönnum Sjálfstæðismönnum og
konum á Akureyri. Við unum því
ekki, að allt framtak til forustu
gegn „Framsóknar“-öflunum verði
svæft og lamað. Okkar er að víkka
verkahringinn. Við munum vaxa
með stækkandi verkefnum,
Hið nýja blað vort „Norðanfari"
mun, trúr stefnuskrá „Skjaldborg-
ar“, rata rjetta leið til vakningar
og leiðsagnar um þá sjálfstæðis-
stefnu, sem er í ætt við heiðríkju
Norðursins V)g beinir kröftunum til
starfa í þeim Sjálfstæðisflokki,
sem vill ekki vera keltubarn
maddömu Framsóknar. B. T.