Norðanfari - 14.02.1942, Page 2
2
NORÐANFARX
Stelnuskrá
fjelagslns MSkjaldborgM er s(eínu>
skrá blaðs þessa:
„Fjelagið starfar að vakningu þjóðarinnar, á þjóð-
legum og kristilegum grundvelli, til samstilltra átaka
um andlega og fjárhagslega viðreisn einstaklinga,
sveita- og bæjarfjelaga og ríkis. Fjelagið leitast við að
glæða ábyrgðartilfinningu fjelagsmanna og brýna fyr-
ir þeim skyldur þeirra sem þjóðrækinna borgara.
Fjelagið berst gegn Marxisma, gegn sjerrjettindum
einstaklinga, stofnana, fjelaga og flokka í þjóðfjelag-
inu og annarri spillingu, sem þróast í skjóli þingræðis
og flokkræðis.
Fjelagið heimtar jafnan rjett og jafnar skyldur til
handa öllum borgurum þjóðfjelagsins, jafnrjetti milli
stjetta og fulla virðingu fyrir hverju nauðsynlegu
starfi, sem leyst er af hendi í þjóðfjelaginu, andlegu
og líkamlegu, og telur fjelagið það æðstu skyldu hvers
borgara að vinna líkamlega eða andlega að heill þjóð-
arheildarinnar“.
Eftirfarandi bréf fóru á milli
þeirra bæjarfulltrúanna Jóns
Sveinssonar og Ólafs Thorarensen
og Indriða Helgasonar, áður en
nýaístaðnar nefndakosningar fóru
fram í bæjarstjórn Akureyrar:
. «ev*
„Akureyri, 28. jan. 1942.
Herra bankastjóri plafur Thor-
arensen og herra kaupmaður Ind-
riði Helgason, Akureyri.
Eins og yður er kunnugt, og álit
mun vera, er fylgi það, sem C-list-
inn og E-listinn hlutu hér við ný-
afstaðnar bæj arstj órnarkosningar,
nærri undantekningarlaust, ef
ekki alveg, Sjálfstæðisflokksfylgi.
Þér munuð telja yður Sjálfstæð-
ismenn, og það geri eg líka, nú eins
og áður um alllangt árabil, enda
þótt eg sé kosinn bæjarfulltrúi af
lista, sem borinn var fram af borg-
urum í bænum, án þess að getið
væri um, að hann væri borinn
fram af hálfu sérstaks stjórnmála-
flokks, eða Sjálfstæðisflokksins.
Þar sem eg nú tel, að vér þessir
þrír séum allir Sjálfstæðisflokks-
menn, vil eg bjóða yður og mælast
til, að vér vinnum saman sem slík-
ir í bæjarstjórn Akureyrar, höfum
bandalag með oss um nefndakosn-
ingar o. s. frv. En eg tek fram, að
ef þér æskið í einhverjum sérstök-
um tilfellum að gera bandalag við
aðra flokka í bæjarstjórninni, vil
eg hér með vera algerlega óháður
og óbundinn í þeim efnum.
Eg bið yður að gefa mér skriflegt
svar við þessu tilboði innan sólar-
hrings frá móttöku þessa bréfs, er
eg afhendi yður nú sjálfur, per-
sónulega.
Virðingarfyllst.
Jón Sveinsson".
„Akureyri, 30. janúar 1942.
Herra fv. bæjarstj. Jón Sveinsson,
cand. juris, Akureyri.
Við höfum meðtekið heiðrað
bréf yðar, dags. 28. þ. m., þar sem
þér óskið eftir að við sem kjörnir
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn Akureyrar göngum tii
samvinnu við yður, við nefndar-
kosningar o. s. frv. Samvinnan á
þó að vera skilyrðisbundin frá yð-
ar hálfu, að nokkru leyti.
Málaleitun þessari sjáum við
okkur eigi fært að verða við.
Virðingarfyllst.
Indriði Helgason.
Ó. Thorarensen“.
Eins og bréfin sýna, bauð J. Sv.
hinum Sjálfstæðisflokksmönnun-
um samvinnu, en þeir höfnuðu og
vildu heldur samvinnu við aðra og
standa að kosningu annarra en
Sjálfstæðismanna, enda þótt að
baki J. Sv. stæðu % hlutar Sjálf-
stæðiskjósenda í bænum.
Það er ekki rétt, að samvinnu-
áskorun J. Sv. haíi verið skilorðs-
bundin að neinu leyti, heldur gerir
J. Sv. aðeins þann sjáifsagða fyrir-
vara, að hann sjálíur vilji vera fyr-
irfram óbundinn um samvinnu við
aðra flokka í bæjarstjórninni.
Hinir máttu gera það, sem þeim
sýndist.
Þeir I. H. og Ó. Th. hafna því af-
dráttarlaust, að Sjálfstæðismenn
kjósi saman.J . Sv. vildu þeir ekki
kjósa í eina einustu nefnd né
starfa, og er það út af fyrir sig
skiljaniegt, því að Framsókn setti
það upp, sem ófrávíkjanlegt skil-
yrði við þessa herleiddu menn.
Hitt er aftur óskiljanlegra, að
þeir Indriði og Ólafur setja út úr
nefndum og störfum ýmsa aðra
mætustu og mikilhæfustu Sjáli-
stæðismenn í bænum.
J. Sv. hefir setið í skólanefnd
barnaskólans síðan árið 1920. Nú
var hann látinn fara. Varamaður
hans var frk. Arnfinna Björns-
dóttir. Hún er formaður Sjálf-
stæðiskvennafélagsins „Varnar“ og
hefir verið það frá stoínun félags-
ins. Hún er mjög vel gefin kona og
af öllum talin frábær barnakenn-
ari. Hún hefir mikinn áhuga og
víðtæka þekkingu á öllum skóla-
málum, sérstaklega öllu því, er lýt-
ur að barnafræðslu og barnaupp-
eldi. Sjálfstæðismenn hér í bæ
hafa löngum gumað af því, að
Sjálfstæðiskvennafélagið , væri
langf j ölmennasta Sj álf stæðisf élag
í bænum, og m. a. s. hlutfallslega
fjölmennasta Sjálfstæðisfélagið í
öllum kaupstöðum landsins.
Flestir Sjálfstæðismenn í bæn-
um hefðu því ætlað, að fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn
tryggðu frk. Arnfinnu sæti í skóla-
nefndinni. En það varð ekki. Sum-
ir vildu heldur stuðla að kosningu
Framsóknarmanna í skólanefnd-
ina. K. E. A. fékk 2 kosna af 4, og
formaðurinn verður vafalaust
Framsóknarmaður, en hann er
ennþá óskipaður. Hefir K. E. A. þá
meirihluta allrar skólanefndarinn-
ar auk skólastjórans, en kommún-
istar, kratar og Framsókn eiga h. u.
b. alla barnakennarana, svo að
þeim Ólafi og Indriða finnst vafa-
laust vel séð fyrir barnafræðslu
bæjarins.
Valdemar Steffensen, læknir,
hefir setið í stjórn Sjúkrasamlags
Akureyrar frá því að alþýðutrygg-
ingalögin gengu í gildi, ávallt kos-
inn af Sjálfstæðismönnum. Nú er
honum rutt úr stjórninni. Það leik-
ur því eigi á tveim tungum, að eng-
inn af þeim, sem í kjöri voru í
Sjúkrasamlagsstjórnina, voru mik-
ilhæfari og sjálfsagðari til að sitja
í henni heldur en Vald. Steffensen,
enda,undir öllum kringumstæðum
nauðsynlegt að hafa lækni i
Sj úkrasamlagsstj órninni.
Og illa launa Sjálfstæðismenn
Vald. Steff. hið mikla brautar-
gengi, sem hann hefir ávallt veitt
Sjállstæðisstefnunni hér í bæ.
Hann heíir manna bezt með sínum
skörpu gáfum, víðtæku þekkingu,
manndómi og mælsku, bæði í ræðu
og riti og í daglegri umgengni við
fólk, hamlað upp á móti illum
kenningum og áróðri andstæðing-
anna gegn frjálsu framtaki, þjóð-
legum metnaði og þjóðarhagsæld,
og reynt að kenna mönnum að
hugsa rétt og vilja vel.
Nú er Vald. Steff. kominn á efri
ár. Hann hefir dvalilð hér í bæ
milli 30 og 40 ár og því eytt hér
flestum sínum manndómsárum.
Starfið í Sjúkrasamlagsstjórninni
er launað, og munar hvern dálítið
um þær tekjur. Steffensen hefir
ekki safnað í kornhlöður um dag-
ana, þrátt fyrir mikið og vel unnið
starf, og engin eftirlaun tryggt
sér, þar sem hann hefir aldrei vilj-
að taka fast embætti.
Vafalaust hafa flestir fylgismenn
C-listans og einnig fjöldi annarra
bæjarbúa ekki ætlast til af fulltrú-
um sínum, að þeir launuðu hinum
vinsæla og mikilhæfa manni á
þenna hátt störf hans í þágu ein-
staklinga og bæjarfélags.
En það efu orðin eins og álög á
mörgum Sjálfstæðismönnum, að
launa sínum beztu mönnum verst.
Spurning til „Dags“.
Hvort skutu Framsóknarmenn
konsúl Þormóð Eyjólfsson aftan
frá eða framan, í kosningunum á
Siglufirði, sbr. ummæli „Dags“ 29,
f. m. um B. T., og hvernig var
þessi kandidat þeirra, sem féll á
Eyrarbakka, skotinn?
NoyiifMi.
Útgáfu blaðsins mun fyrst um
sinn hagað þannig, að reynt verð-
ur að fullnægja þörf bæjarbúa
fyrir frjálslynt og sjálfstætt
stjórnmálablað.
Blaðið mun ekki að sinni binda
sig við ákveðna útkomudaga, eða
tölublaðafjölda, en jafnan kapp-
kosta að flytja lesendum sínum
sannar fréttir af þvi, sem gerist
á sviði stjórnmála og bæjarmála.
Blaðið kostar kr. 10,00 árgang-
urinn og greiðist fyrirfram. Ein-
stök blöð verða fyrst um sinn
seld á 50 aura.
Afgreiðslu blaðsins og inn-
heimtu annast Lárus Thorarensen,
Strandgötu 39, sími 212. Sömu-
leiðis verður tekið á móti áskrift-
um í Verzluninni „Baldurshagi",
og mun blaðið einnig fást þar f
lausasölu-