Sólargeislinn - 01.06.1942, Qupperneq 2
22
L
Sólargeislinn
LESKAFLAR SUNNUDACASKÖLANS 6.
Texti: Leiðið börnin til Jesú. Sálm. 119, 2—16.
Minningmorð■ »Frœð þú, sveirtinn um veg-
inn, sem hann á ad halda«, Orðskv. 22, 6.
Víða í biblíunni lesum við um það, að Jesús lc't
sér sérstaklega annt um börnin. Það er sagt l'rá því
að hann tók þau sér í fang og blessaði þifu. Uald-
ið þið ekki, að það hafi verið inndælt að hvíla í
faðmi hans? Það er líka sagt frá þvf. að hann tók
lítið barn, setti það mitt á meðal lærisveinanna og
sagði, að þeir þyrftu að snúa við og verða eins og
börn lil þess að komast inn í Guðs ríkið. En það
er undursamlegt, að þótt Jesús sé ekki sýnilegur á
jörðunni nú, þá geta þó bæði börn og fullorðnir not-
ið kærleika hans. Því hann býr f hjörtum þeirra, sem
trúa á hann. Og hann hjálpar þeim til þess að sigra
hið illa, og það er meira vert en að vera ltkamlega
sterkur. Einu sinni spurði ég nokkra drengi að því,
á hvern hátt Jesús vildi, að við værum sterkir. Þá
svaraði einn drengurinn: Hann vill, að við verðum
sterkir í hjörtum okkar. Þetta var rétt svar. Jesús
vill búa í hjörtum okkar og gefa okkur kraft tii
þess að sigra freistingar, sem rnæta okkur. Hann
vill hjálpa börnunum tií þess að gera ekki aðeins
það, sem þeinr finnst skemmtilegt, heidur líka það,
sem þeim finnst leiðinlegt, ef það er l. d. að hjálpa
l>abba og mömmu, fara sendiferðir, vera þæg að
borða og annað slíkt. Þegar við stækkum, munuin
við með gleði minnast þess, ef við höfum gengið ,i
vegi Guðs. En ef við höfum ekki gerl það. þá mun