Bæjarblaðið Jökull - 06.07.2023, Blaðsíða 1
Vel heppnuð bæjarhátíð var
haldin í Ólafsvík helgina 30. júní
til 2. júlí. Ólafsvíkurvaka er haldin
annað hvert ár þar sem litaskipt
hverfin skiptast á að sjá um utan-
umhald hátíðarinnar. Í þetta sinn
var það í höndum appelsínugula
hverfisins og þess græna. Þétt
pökkuð dagskrá var um helgina
fyrir allan aldur, götur og hús
voru skreytt í regnbogans litum
og iðaði bærinn af mannlífi. Góð
þátttaka var í öllum dagskrár-
liðum helgarinnar en á daginn
var fjölbreytt fjölskyldudagskrá á
borð við krakka Crossfit, heim-
sókn frá Íþróttaálfinum og Sollu
stirðu og Láru og Ljónsa, Silent
disco, dorgveiðikeppni, mótor-
kross sýning og regnbogahlaup
sem vakti mikla gleði. Golfmótið
Kassinn Open fór fram á Fróð-
árvelli þar sem 40 manns voru
skráðir til leiks og voru veitt
verðlaun fyrir 1.-3. sæti í punk-
takeppni. Rebekka Heimisdóttir
var í 1. sæti, Ólafur Rögnvalds-
son í 2. sæti og Viðar Gylfason í
því 3. en Gunnlaugur Bogason
vann til verðlauna í vipp keppni.
Eins hélt Taflfélag Snæfellsbæjar
hraðskák í Átthagastofu Snæfells-
bæjar þar sem Sigurður Scheving
tók 1. sætið í flokki fullorðinna,
Sæmundur Árnason var í 2. sæti
og Benedikt Marinó Herdísar-
son í 3., í yngri flokki tók Stef-
án Jóhannesson 1. sætið, Gunn-
ar Smári Ragnarsson það 2. og
Snæbjörn Kári Þorsteinsson var í
3. sæti. Þá fékk Elma Lísa Schev-
ing sérstök verðlaun fyrir að vera
eina stelpan á mótinu. Á kvöldin
voru tónleikar, karaókí, brekku-
söngur og ball svo enginn vafi er
á að allir gátu fundið eitthvað við
sitt hæfi. Á laugardagskvöldið eft-
ir að bæjarbúar og gestir höfðu
hópað sig saman í hverfunum og
grillað héldu litskrúðugar fylk-
ingar í skrúðgöngu og mættu-
st öll hverfin í Sjómannagarðin-
um. Mikil gleði og litadýrð ein-
kenndi garðinn þetta kvöldið og
héldu Auðunn Blöndal og Steindi
uppi fjörinu. Hverfaatriðin voru
á sínum stað en appelsínugula
hverfið fór með sigur úr býtum
í ár með lagið Lífið er allskonar,
sem er breytt útgáfa af laginu Líf-
ið er yndislegt. Þá höfðu Auddi og
Steindi rúntað um bæinn og val-
ið best skreytta hverfið en titill-
inn fór til gula hverfisins sem gef-
ur ekkert eftir í skreytingunum.
Að lokum steig nefnd Ólafsvíkur-
vöku 2023 á svið, þakkaði fyrir
sig og tilkynnti að hátíðin yrði í
höndum gula og rauða hverfisins
árið 2025.
SJ
1075. tbl - 23. árg. 6. júlí 2023
Gleðin við völd á Ólafsvíkurvöku
Vegamálun
Vesturlands
Nesvegi 21 - Grundarfirði - 777-0611
Bílastæðamálun - Götusópun