Bæjarblaðið Jökull - 06.07.2023, Blaðsíða 4
Eitt af atriðum Ólafsvíkurdaga
var leikur Víkings við Þrótt úr
Vogum, á föstudaginn. Reikn-
að var með hörku leik, þar sem
að gestirnir voru í þriðja sæti í
deildinni fyrir leikinn. Sú varð
raunin, en heimamenn byrjuðu
þó betur og Mikael Hrafn skoraði
úr víti á 21. mínútu. Um mínútu
seinna fengu heimamenn horn-
spyrnu og upp úr henni skoraði
Daði með góðum skalla og stað-
an orðin 2-0. Þannig var hún í
hálfleik. Seinni hálfleikur ein-
kenndist af styrkleika liðanna,
semsagt stöðubarátta og tæk-
lingar. Gestirnir skoruðu á 78.
mínútu og hleyptu spennu í leik-
inn, en heimamenn héldu út og
lönduðu góðum sigri 2-1. Með
þessum sigri er liðið með tveggja
stiga forystu og búnir að spila við
liðin í öðru og þriðja sætinu, á úti-
velli, sem ætti að teljast til góða.
Næsti leikur er við KV á KR vellin-
um í Reykjavík og svo heimaleik-
ur við Hött/Huginn föstudaginn
14. júlí.
Annað af atriðum Ólafsvíkur-
daga var leikur Reynis við Úlfana
úr Grafarholtinu á laugardaginn.
Úlfarnir reyndust sterkari aðilinn,
enda í öðru sæti deildarinnar og
ekki tapað nema einum leik af
átta. Staðan var 3-0 í hálfleik,
en heimamenn stóðu sig betur í
seinni hálfleik, þar sem gestirn-
ir skoruðu bara tvö mörk og það
síðasta ekki fyrr en á áttugustu
mínútu. Lokastaðan varð því 5-0.
Næsti leikir Reynis er hér heima
8. júlí við KB, sem er fyrir neð-
an á töflunni og því er mikilvægt
að fólk mæti og styðji strákana
til sigurs.
ÓHS
Sigur og tap
Skrifstofa prentsmiðjunnar Steinprent og umboðs Sjóvá á
Snæfellsnesi verður lokuð til og með 28. júlí vegna sumarleyfa
Þeir sem þurfa aðstoð eða upplýsingar vegna trygginga
er bent á síma 440 2390 og 440 2000
Bæjarblaðið Jökull kemur næst út 17. ágúst
Í byrjun árs sótti Ungmenna-
ráð Snæfellsbæjar um styrk-
veitingu frá Rannís vegna ung-
mennaskiptiverkefnis á vegum
Erasmus+. Ungmennin upp-
skáru ávöxt erfiðis síns eftir að
hafa vandað vel til verka við um-
sóknina þegar þeim barst fregnir
í síðustu viku um að þau væru á
leið til Ítalíu í haust. Munu þau
ferðast til Toskana í Ítalíu í sept-
ember eða október og á næsta
ári munu gestgjafar þeirra svo
heimsækja Snæfellsbæ. Markmið
verkefnisins er meðal annars
að hvetja ungt fólk til virkni og
þátttöku í lýðræðislegu samfé-
lagi og efla þvermenningarlega
umræðu og færni ungs fólks.
Auk þess gefst þeim tækifæri til
að kynnast jafnöldrum frá öðr-
um Evrópulöndum. Kristfríð-
ur Rós Stefánsdóttir, íþrótta-
og æskulýðsfulltrúi hefur ver-
ið ungmennunum innan hand-
ar í þessu verkefni og mun fylgja
þeim til Ítalíu í haust.
SJ
Ungmennaráð
hlaut styrk