Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 05.10.2023, Síða 2

Bæjarblaðið Jökull - 05.10.2023, Síða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði, Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 500 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 í lok apríl sendi stjórn umf. Vík- ings/Reynis frá sér bréf til þeirra aðildarfélaga sem hafa tekið þátt í Snæfellsnes samstarfinu í fót- bolta. Í bréfinu tilkynnti stjórnin áform um að slíta samstarfinu eft- ir sumarið vegna erfiðleika með skipulag og framkvæmd æfinga og leikja. Ungmennafélögin á Snæ- fellsnesi hittust í vor á sameig- inlegum fundi í kjölfar bréfsins í þeim tilgangi að skoða hvort það væru forsendur fyrir áfram- haldandi samstarfi. Nefnd var skip- uð á fundinum með fulltrúum frá öllum félögum og voru það þau Tinna Ýr fyrir umf. Víking/Reyni, Ragnar Smári fyrir UMFG og Agn- es Helga fyrir Snæfell. Þau hittu- st reglulega í sumar og fóru yfir hvað mætti betur fara í samstarf- inu. Niðurstaðan frá nefndinni var sú að knattspyrna á Snæfells- nesi sé sterkari sem ein heild og geta þau haldið úti betra starfi með fjöldann á bakvið sig sem og fjárhagslega. Til þess að ramma starfið betur inn leggur nefndin til að samæfingar verði tíðari, að dómarakostnaði og heimaleikj- um verði skipt jafnt niður, að efla samstarf milli þjálfara á nesinu og að tengiliður verði skipaður fyr- ir hvern flokk. Svo mikil sátt var með þessa niðurstöðu að sam- starfsnefnd Ungmennafélagana á Snæfellsnesi undirritaði sam- starfssamning um áframhaldandi samstarf í knattspyrnu. Ritað var undir samninginn þann 29. sept- ember síðastliðinn og gildir hann til þriggja ára. Tinna Ýr Gunnars- dóttir er nýr formaður stjórnar Samstarfsins, Agnes Helga Sig- urðardóttir gjaldkeri og Ragnar Smári Guðmundsson ritari. JJ Áfram samstarf um fótbolta Knattspyrnuvertíðin er lok- ið hér heima, þetta sumarið. Þá förum við á fulla ferð í get- raunastarfinu því enski boltinn rúllar fram á vor og um hann snúast getraunirnar. Margt skemmtilegt kemur uppá í kring- um enska boltann og breyturn- ar margar og því er spennandi að giska á úrslitin. Við verðum í allan vetur í Átthagastofunni á milli klukkan 11.00 og 12.00 á laugardögum. Rjúkandi kaffi á könnunni og stundum eitthvað snarl með. Hver röð kostar að- eins 13.00 krónur og hægt er að margfalda þá upphæð til baka ef maður hittir á rétt úrslit. Þetta er eitthvað sem bæði konur og karlar geta gert jafn vel, svo allir eru velkomnir. Fyrst og fremst er þetta stuðningur við Víking því Víkingur fær fjórðungs hlut af seldum röðum. Áfram Víkingur. Getraunir 1x2 Sædís Rún Heiðarsdóttir spil- aði sínar fyrstu mínútur með A-landsliði kvenna þriðjudaginn 26. september síðastliðinn þegar hún kom inn á í seinni hálf- leik gegn Þýskalandi í Þjóðar- deildinni. Sædís var valin í hóp landsliðsins fyrir tvo leiki Íslands í Þjóðardeildinni. Fyrri leikur liðsins var við Whales þann 22. september og biðu aðdáendur Sædísar átekta eftir að sjá hana koma inn á en svo varð ekki. Í leik liðsins við Þýskaland kom hún inn á á 69. mínútu og spil- aði þar 26 mínútur fyrir Íslands hönd. Leikurinn endaði með 4-0 sigri Þýskalands en Þjóðardeildin heldur áfram í lok október þar sem mun vonandi sjást meira af Sædísi. Sædís hefur lagt virkilega hart að sér til að komast á þenn- an stað og segist hún vera stolt að hafa náð því þar sem það hefur alltaf verið markmiðið að komast í A-landsliðið. Eflaust er þetta ekki síðasti leikur hennar fyrir hönd Ís- lands og verður skemmtilegt að fylgjast með þessum efnilega leik- manni í framtíðinni. SJ Sædís spilaði sínar fyrstu mínútur með A landsliði Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dekkjaskipti og smurþjónustu. Tímapantanir í síma 436-1111

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.