Bæjarblaðið Jökull - 14.12.2023, Blaðsíða 1
Helga Möller og Baklandið
eru um þessar mundir á ferða-
lagi um Vesturland og Reykjanes
og syngja jólin inn í hjörtu lands-
manna. Hófu þau söngferðalag-
ið í Samkomuhúsinu í Grundar-
firði þann 6. desember síðast-
liðinn og færðu sig svo yfir í fé-
lagsheimilið Klif í Ólafsvík daginn
eftir. Um var að ræða notalega
kvöldstund og jólastemmingu þar
sem Helga Möller og Grétar Lárus
Matthíasson sungu fyrir gesti við
undirspil Grétars á gítar, Kristins
Gallager á bassa, Helga Víkings-
son á trommur og Halla Hólms
á píanó.
Ferðalagi Baklandsins er ekki
lokið en eftir að hafa spilað í
Grundarfirði og Ólafsvík heldur
hljómsveitin á fimm aðra staði, en
síðustu tónleikarnir verða í Mos-
fellsbæ á Þorláksmessu.
SJ
1093. tbl - 23. árg. 14. desember 2023
Helga Möller og Baklandið heimsóttu Snæfellsnes
Kveðja,
Clemens
Jólatúlipanar
Grundarfjörður 20. des - Snæfellsbær 21. des
Sveitarf. Stykkishólmur 22. des (heimkeyrsla)
opið verður í skúr að Garðaflöt 6 23. des
Hægt er að panta í síma 859 5710
eða senda skilaboð í Messenger.
Verð kr. 2.000,-