Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 14.12.2023, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið Jökull - 14.12.2023, Blaðsíða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði, Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 500 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Síðastliðinn fimmtudag gaf Skóg ræktarfélag Ólafsvíkur dvalar heimilinu Jaðri glæsilegt 3,5 metra hátt jólatré. Jólatréð stendur fyrir framan Jaðar og hefur verið skreytt með jólaljósum. Tréð er um það bil 20 ára gamalt Sitkagreni. Grenið var fellt inni í RARIK-skógi sem er austast á svæði Skógræktarfé- lagsins. Samkvæmt félaginu mun þetta verða árlegur viðburður að sjá dvalarheimilinu fyrir jólatré. Á myndinni eru Vagn Ingólfsson og Hilmar Már Arason úr stjórn skóg- ræktarfélagsins að afhenda Kristni Jónassyni og Steiney Kristínu Ólafsdóttur tréð fyrir utan Jaðar. JJ Jólatré úr heimabyggð á Jaðar Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Nesþinga. Árlegt jólahappadrætti Lkl. Nesþinga verður haldið 23. desember kl. 17:00 og hvetjum við alla til að mæta. Miðar verða til sölu í Hraðbúð Hellissands og Fönix og á Þorláksmessu í félagsh. Röst á milli kl. 16-17. ATH engin posi á staðnum. Fjöldi veglegra vinninga Aðeins dregið úr seldum miðum. Miðaverð 300kr. - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður Til leigu 80fm einbýlishús á Hellissandi frá 1. janúar 2024. Upplýsingar veittar í síma 697 3864. HÚS TIL LEIGU Á HELLISSANDI Sunnudaginn 26. nóvember fór árlegur jólabasar Félags eldri borgara í Snæfellsbæ fram í félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík. Vandað- ur varningur úr smiðju meðlima félagsins var til sölu, prjónavör- ur, blásið gler, útskorinn viður og jólaskraut svo eitthvað sé nefnt að ógleymdum kökunum, brauði, kæfu og sultum. Jólalegir félagar eldri borgara Snæfellsbæjar stóðu vaktina og líkt og áður var kaffi- salan á sínum stað. Þá gátu gestir gætt sér á nýbökuðum vöfflum og heitu súkkulaði eða kaffi. Aðsókn- in á jólabasarinn var örlítið minni en hefur verið undanfarin ár en skrifast það eflaust á mikil veik- indi í samfélaginu síðustu misseri og mikinn ferðahug í bæjarbúum rétt fyrir jólahátíðina. Þó var tölu- verð umferð um basarinn af fólki að næla sér í fallegar vörur í jóla- pakkann eða á heimilið í góðum félagsskap. SJ Jólabasar Félags eldri borgara

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.