Árnesingur


Árnesingur - 01.06.1943, Qupperneq 3

Árnesingur - 01.06.1943, Qupperneq 3
ARNESINGUR 3 * Saiiit iiinainiál Arnesiiig[a Kaupfélag Árnesinga hefur ákveðið að gefa út dálítið blað um samvinnumál, fyrir ..elagsmenn sína og aðra, sem vilja fylgjast með félagsmálum í sýslunni. Mér hefur verið boðið að rita ofurlítinn greinarkafla í þetta nýja samvinnublað. Mér er mikil ánægja að verða við þessum tilmælum. Ég hef haft aðstöðu til að fylgjast með þró- un samvinnumálanna á Suðurlandi síðasta aldarfjórðunginn, og mér er óblandin ánægja að mega, þótt í litlu sé, styðja að hverskonar viðleitni í þessum efnum í víð- lendustu sveitabyggð landsins. Þegar ég var að alast upp í Suður-Þing- eyjars.,-kynntist ég fyrsta samvinnublaði sem gefið var út hér á landi. Það hét Ófeig- ur, eftir hinum merkilega þingeyska jafn- réttismanni, Ófeigi í Skörðum, sem sagt er frá í Ljósvetningasögu. Ófeigur sá lagði hnefa sinn á borðið framan við Guðmund ríka á Möðruvöllum og lét hann vita að yfirgangi hans yrði svarað með karlmann- legri hörku og ekki hætt fyrr en jafnrétti var fengið. Benedikt Jónsson var ritstjóri Ófeigs um svo langt tímabil, að það mátti kallast mannsaldur. Þingeyingar áttu ekki að- Félagið er orðið það stórt og félagsmenn það margir, að mjög er æskilegt að geta náð til þeirra með fréttir frá félaginu, öðru hvoru. Fundir í félagsdeildum og að- alfundur félagsins nær ekki til allra, enda ekki hægt að ræða öll mál, sem vinningur væri að, þó að félagsmenn fylgdust með á stuttum fundum. — Félagsrit, sem kæmi út, þegar þurfa þætti, ætti að geta bætt úr þessu. — Þá er einnig gott í slíku riti að geta mætt áróðurs- og slúðursögum um félagið og starfsemi þess. — Allt frá stofnun félagsins hefur það eng- an veginn, frekar en önnur samvinnufélög, farið varhluta af svoleiðis góðgæti. Árásir gang að prentsmiðju, og þá var vélritun og fjölritun ekki kunn. Ófeigur var þess vegna handskrifað blað. Svo vel vildi til, að ritstjórinn var ekki aðeins prýðilega ritfær heldur var hann auk þess bezti og hrað- virkasti skrifari, sem þá var til á landinu. Og mikils þurfti með, því að hann varð að skrifa Ófeig í jafnmörgum eintökum og deildir voru í Kaupfélagi Þingeyinga. Síð- an gekk hinn skrifaði Ófeigur bæ frá bæ til allra félagsmanna í sömu deild. Auk Benedikts Jónssonar rituðu allir helztu áhugamenn kaupfélagsins í Ófeig, t. d. Gautlandabræður, Jón í Múla, Sigurður í Yztafelli, Jóhannes og Indriði á Fjalli, Sig- urjón Friðjónsson o. fl. í þessu litla blaði, sem kom út nokkrum sinnum á ári,var alls- konar fróðleikur um samvinnumál, bæði frá útlöndum og innanlands. Það var m. a. mikið gert að því að sanna þýðingu sam- takanna með verðsamanburði á útlendri og innlendri vöru. Þingeyingar gefa nú út vélritað félagsblað vegna kaupfélags- manna, sem er í nýjum stíl áframhald af gamla Ófeigi. Skömmu fyrir aldamótin réðust helztu leiðtogar kaupfélaganna, sem áttu sæti á Alþingi, í það stórræði að gefa á félagið geta verið sprottnar af ýmsum ástæðum, oftast þó af hagsmunalegum, frá keppinautum, eða trúarlegum. Nú fyrir skemmstu hefur heill stjórnmálaflokkur- sagt samvinnufélögunum stríð á hendur. — Kommar hafa sérstaklega lýst vanþókn- un sinni á stórum félögum og hygg ég, að okkur verði ekki gleymt þar. — En félag okkar er nú orðið það traust, að smávegis andblástur mun ekki granda því. — En við skulum samt myna það, að félagsþroskinn og samhugurinn er það, sem allt byggist á, og vildi ég óska þess að rit þetta mætti stuðla að hvoru tveggja. Egill Gr. Thorarensen.

x

Árnesingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.