Árnesingur - 01.06.1943, Page 4

Árnesingur - 01.06.1943, Page 4
4 ÁRNESINGUR út tímarit. Það kom út í tvö ár, en hætti svo vegna fjárskorts. í þessum tveim ár- göngum eru margar prýðilegar ritgerðir eftir Benedikt á Auðum, Sigurð í Yztafelli, Pétur á Gautlöndum. Guðjón á Ljúfustöð- um o. fl. En þjóðin var þá ekki komin á það stig, að nógu margir menn stæðu sam- an um tímaritið. Enn varð að bíða nokkra stund. Og sú bið varð þangað til 1907. Þá byrj- uðu kaupfélögin í Þingeyjarsýslunum báð- um að gefa út tímarit að nýju. Það kom út 3—4 sinnum á ári. Sigurður á Yztafelli var ritstjórinn. Þetta tímarit lifir enn, og heitir nú Samvinnan, og er fjölkeyptast allra tímarita, sem gefin, eru út hér á landi. Ýms einstök félög hafa gefið út sam- vinnurit handa félagsmönnum sínum. Má þar einkum nefna til Sláturfélag Suður- lands og kaupfélagið í Reykjavík. Senni- legt er að þeim félögum fari fjölgandi, sem taka upp þá aðferð til að halda fjörugu sambandi milli félagsstjórnar og annarra félagsmanna. Mér hefur alltaf fundizt mikil nauðsyn til bera að samvinnuhreyfingin efldist á Suðurlandi. Hin mikla og breiða byggð sýnist ofan af Heklutindi vera ein byggð. Raunar er þetta ekki rétt fyrr en á allra síðustu árum. í tíu aldir hefur hin mikla sunnlenzka slétta verið sundurskorin með voldugum vatnsföllum, þannig að einstaka byggðir á Suðurlandi hafa verið eins og eyjar í miklu hafi. Markarfljót og Þverá, Rangárnar, Þjórsá, Laxá í Árnessýslu, Hvítá, Brúará, Sogið, allt eru þetta gífur- legir farartálmar milli byggðanna, upp frá hinni hafnlausu strönd. Vegna þessara stórvatna hefur fólkið á Suðurlandi átt erf- itt með að ná saman til stórátaka. Brúar- gerðir, vegalagningar og bifreiðar hafa breytt þúsund ára venju. Nú geta allir Sunnlendingar tekið höndum saman þegar þeir vilja. Bifreiðar frá Kaupfélagi Árnes- inga fara nú daglega um allt Suðurlág- lendið, sækja mjólk og flytja vörur ! ÚTGEFANDI: K.F. ÁRNESINGA ÚTGÁFUNEFND: ; Páll Hallgrímsson sýslum. \ Bjarni Bjarnason skólastjóri Grímur E. Thorarensen fulltrúi i Prentsmiðjan Edda h.f. , l----------------------------------— eftir þörfum út til einstakra heimila. Nú er byrjað nýtt tímabil í sögu Suðurlands, ný verkefni og þroskaskilyrði. Hið nýja málgagn samvinnu á Suðurlandi er einn liðurinn í þessari miklu framsókn fólksins eftir leiðum frelsis og sjálfbjargar. Mér finnst að sú aðstaða, sem Selfoss hefur nú í samvinnukerfi Suðurlands, hljóti að knýja fram meiri og meiri fram- farir, sumpart á þeim stað og sumpart út frá þessari miðstöð hins mikla láglendis. Samvinnublað Árnesinga getur haft þar mikilvægt hlutverk. Kaupfélagið og Mjólk- urbúið eru risafyrirtæki, á íslenzkan mæli- kvarða. Fyrir þeim liggur að stækka enn meir og auka við verkefni sín. Samvinnu- blaðið getur, eins og gamli Ófeigur hjá Þingeyingum, flutt félagsmönnum fréttir og tillögur og skýrslur um framkvæmdir frá stjórnendum þessarar samvinnufyrirtækja. Og það getur líka flutt greinar og tillögur og gagnrýni frá félagsmönnum. í slíku bláði ætti að mega ræða um og fræða um málefni líðandi stundar og hugsjónir bjart- sýnna og vakandi manna um framtíðar- málin um það, sem ekki er til, en á að verða til. Ég álít, að stofnun samvinnurits fyrir Suðurland sé mjög gott og gagnlegt mál. Ég þakka þeim mönnum, sem eru að brjóta ísinn í þessu efni, og vænti þess, að hið nýja rit eigi fyrir höndum marga og góða lífdaga. Jónas Jónsson frá Hriflu.

x

Árnesingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.