Árnesingur - 01.06.1945, Page 2
2
ÁRNESINGUR
með fulltrúavali byggt upp stéttarsam-
band eftir eigin vild og athugun.
Á þennan hátt gat hver bóndi, sem
vildi sinna málinu, haft sín persónulegu
áhrif á þann grundvöll, sem byggt yrði á.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Stjórn Búnaðarfélags íslands brá við, kall-
aði saman búnaðarþing, sem síðar ræddi
við Alþýðusambandið um verðlag á land-
búnaðarvörum og festi í lögum sínum, að
stofna deild innan Bf. í., er nefndist
„Stéttarsamband bænda“.
Munur á aðferð er því allmikill. Bún-
aðarsamband Suðurlands snýr sér til ein-
staklinganna, en Bf. ísl. fyrirskipar með
lögum, að bændurnir skuli stofna stéttar-
samband og að það skuíi vera deild í Bf.
í. Frjálst og óháð skyldi það ekki vera! Á-
róður var þegar hafinn undir forustu Bf.
í., meðal annars með því, að Búnaðarsam-
band Suðurlands hefði ráðizt inn í Bf. í.,
með því að snúa sér til bændanna í bún-
aðarfélögum hreppanna! Samkvæmt
þessu eru búnaðarfélögin ekki frjáls að
samþykktum sínum, nema þau hafi leyfi
frá Bf. í. í hvert sinn. Málefni Búnaðar-
sambands Suðurlands fékk svo góðar und-
irtektir meðal bænda um allt land, að
hrein einsdæmi munu vera. Næstum hvert
búnaðarfélag í landinu, um 230, kusu kjör-
menn og hver sýsla sendi tvo fulltrúa á
fundinn að Laugarvatni eða alls 48 full-
trúa.
Ég skýri í mjög stuttu máli hér á eftir
frá þeim þætti fundarins, aðeins, sem
snertir skipulag Stéttarsambandsins og
örfáum öðrum staðreyndum. Öll fundar-
gerðin yrði allt of langt mál.
III.
Fundurinn 7. sept. hófst með því, að
Guðmundur Þorbjarnarson setti fundinn
og lýsti yfir, sem fundarboðandi, að fyrst
yrðu rökræður um grundvöll þann, er
bændasamtökin skyldu byggð á, Auk
fulltrúanna tóku þátt í þeim fundi form.
Búnaðarfél. íslands og búnaðarmálastjóri
og beittu þeir sér þar og á fulltrúaþing-
inu eins og fulltrúar væru, en atkvæðisrétt
höfðu þeir ekki.
Jónas Jónsson alþm. og nokkrir bænd-
ur úr nágrenninu voru staddir á Laugar-
vatni og tóku þátt í þessum undirbúnings-
umræðum. Sveinn Einarsson, bóndi á
Reyn, hóf umræður og lagði fram till.,
þar sem stefnan var mótuð. Þessi fundur
stóð yfir um 4 stundir. Nokkur hiti var í
umræðum, en eigi að síður fór fundurinn
hið bezta fram.
Þá var settur fulltrúafundurinn og
stungið upp á fundarstjóra: Bjarna
Bjarnasyni og Pétri Ottesen. Kosning fór
þannig, að P. O. hlaut 28 atkv., en B. B.
19, einn seðill auður. Mátti því ætla, að
sjónarmið Bf. í. væri sterkara á fundin-
um en sjónarmið sunnlenzku bændanna.
Ritarar voru kosnir Stefán Diðriksson og
Gestur Andrésson.
Aðalnefnd fundarins var að sjálfsögðu
skipulagsnefnd, skipuð 9 mönnum. Hún
varð ekki sammála um annað en það, að
bændur skæru úr með almennri atkvæða-
greiðslu hvort valin skyldi „lína“ sunn-
lenzku bændanna eða Bf. í. Komu því
fram frá skipulagsnefnd tvær till., byggð-
ar á þessum sjónarmiðum. í meirihlut-
anum voru sex nefndarmenn með Jón í
Deildartungu úr stjórn Bf. í. sem foringja.
Við vorum aðeins þrír í minnihlutanum.
Umræður um skoðanamun nefndarinn-
ar urðu enn mjög langar. Fulltrúar komu
fram hver af öðrum með þá höfuðkröfu
til fundarins, að finna leið, sem allir gætu
orðið sammála um. Seint á laugardags-
kvöld kom fram, frá minnihluta fundarins,
eftirfarandi miðiunartillaga:
„Fulltrúaþing bænda haldið að Laugar-
vatni 7.—9. sept. 1945 samþykkir að stofna
Stéttarsamband bænda, kjósa bráðabirgða-
stjórn og semja bráðabirgðareglur fyrir