Árnesingur - 01.06.1945, Side 5
ÁRNESINGUR
5
Hugleiðingar
um bændasamtök
kostur, þá að baöa þær í smurningsolíu
(olían má vera notuð) nokkrum sinnum
vetur og sumar. 5) Að fylgja fyrirmælum
í leiðarvísum um alla smurningu.
Ýmsir halda, að straks og þeir hafa lært
að keyra og smyrja dráttarvélarnar, að
þá séu þeir útlærðir á dráttarvél. Þetta má
læra á stuttum tíma, en hitt verður ekki
lært á nokkrum dögum að vinna hin marg-
víslegu jarðyrkjustörf með vélunum. Það
sem gera þarf um leið og dráttarvélar
fara að verða eign fjölda bænda, er að
koma upp námskeiðum, helzt í hverri
sveit, þar sem yrðu kennd undirstöðuatriði
í jarðvinnslu með vélum svo og einnig not-
kun þeirra við önnur heimilisstörf. Vélar
af þessari gerð eru hentugar til margs-
konar jarðvinnslu og heyskaparstarfa, sé
rétt á haldið. Járnhjól er nauðsynlegt að
fá til þess að þær geti komið að góðum
notum við jarðvinnslu á hvaða tíma sem
er. Eyðsla vélanna er tiltölulega lítil. Verð
þeirra er ekki meira en svo, að fáum
bændum mun stofnkostnaðurinn verða
ofviða, og margir geta áreiðanlega keypt
ýms hentug tæki með þeim, ef innflutn-
ingsleyfi fæst.
Tækni við íslenzkan landbúnað þarf
að auka stórlega. Bændum er þetta ljóst
og þeir munu áreiðanlega vinna mark-
visst að því á næstu árum. Þess má vænta,
að aukin tækni verði landbúnaðinum ný
lyftistöng, er færi bændur landsins nær
því marki að standast samkeppni við stétt-
arbræður sína í öðrum löndum.
Að endingu nokkur orð til þeirra, sem
eiga heyvinnuvélar eða önnur dýr tæki
ennþá úti. Látið vélarnar inn þegar í stað,
ef þess er nokkur kostur. Sé ekki hús fyrir
vélarnar, þá (þurrkið af þeim ryðið) mak-
ið á þær smurningsolíu. Takið stöngina af
sláttuvélinni og kjálkana af rakstrarvél-
inni og geymið einhversstaðar inni. Tjarg-
ið heyvagninn eða málið hann, ef hann
þarf að vera úti. Breiðið segl yfir vélarn-
ar, ef það er til, eftir að þær hafa verið
I.
Sðastliðið haust átti hið fræga sam-
vinnufélag vefaranna í Rochdale á Eng-
landi 100 ára afmæli og var þess minnzt
víða um heim.
Nýlega hafa fundizt skjöl, sem skýra
frá því, að 4. nóv. 1844, eða rúmum mán-
uði áður en Rochdalefélagið var stofnað,
héldu 14 helztu bændur í Hálshreppi í S,-
Þingeyj arsýslu fund með sér til þess að
ræða um og stofna verzlunarfélag í sveit-
inni. Nokkru síðar gengu bændur í Ljósa-
vatnshreppi í þessi samtök. Allir forystu-
menn þessara sveita bundust félagssam-
tökum. Frumherji og forvígismaður var
séra Þorsteinn Pálsson á Hálsi. Síðari kona
hans var ekkja séra Gunnars í Laufási,
móðir Tryggva Gunnarssonar. Sá merki
brautryðjandi, Tr. G., ólst upp hjá stjúpa
sínum og giftist síðar dóttur hans af fyrra
hjónabandi, mikilhæfri konu. Þannig
runnu ýmsar stoðir undir það, sem síðar
kom í ljós, að Tr. G. var einn merkasti
íslendingur sinnar samtíðar og þótt víðar
sé skyggnzt, meðal annars sem einn af
brautryðj endum frjálsrar innlendrar verzl-
unar.
1. gr. laga þessa elzta kaupfélags í heimi
er þannig:
makaðar í smurningsolíu. Ef vélarnar eru
bilaðar, þá komið þeim sem fyrst til við-
gerðar. Munið, að miklum peningum er
fleygt beint og óbeint, ef vélarnar eru illa
hirtar. Slæm hirðing á vélum að vetrinum
getur slitið véiinni meira en öll sumar-
notkunin.
Árni Jónsson, héraðsráðunautur.