Árnesingur - 01.06.1945, Side 7
ÁRNESINGUR
7
upp húsum fyrir reykandi fólk og fluttir
inn peningar í stórum stíl, en á húsum
og peningum, einum saman, lifir enginn.
Bændur hafa aftur á móti ræktað mikið
og bætt búpening sinn. Þessi mikli munur
á vinnubrögðum, er einskis metinn, meðan
verið er að eta út sjóðina. Er því mjög hætt
við, að bændur ýmist gefist upp í stórum
stíl, eða hætti. Þannig getur svo farið, að
allt endi í skorti á íslenzkum landbúnaðar-
vörum.
Ef þessu heldur áfram, sem nú er við
að stríða, 14—16 stunda vinna í sólarhring
til að framleiða matvöru fyrir bæjafólkið,,
sem síðan ekki fæst greidd nema með eft-
irtölum og fúlum ónotum, hætta bændur
þessu, minnka búin og framleiða aðeins
fyrir sjálfa sig. En þar sem þetta er ekki
sú rétta leið, ef stefna á til þjóðarheilla,
er sannarlega ástæða til fyrir bændur að
hugsa um það í alvöru, hvort ekki þurfi
ný og sterk samtaka- og félagssjónarmið
til að stöðva hættulegt viðhorf í sveitun-
um og beina straumnum í nýjar áttir. Ég
er þeirrar trúar, að bændurnir geti leitt
þjóðina á framfarabraut í víðtækum skiln-
ingi, en til þess þarf margskonar ráð. Ég
held að holl ráð komi í ljós, ef bændur
gefa sér tíma til að ræða saman á fé-
lagsfundum sínum, leggja á hilluna pólit-
íska togstreitu sín á milli, en í staðinn
komi einlægni til sameiginlegra átaka, en
sýnið jafnframt þeim foringjum fyllstu
varúð, sem aldrei vilja leyfa bændum að
hugsa sjálfstætt, en nota þá eins og verk-
færi í þjónustu sjónarmiða, sem ákveðin
eru langt frá bændunum sjálfum og án
þess að spyrja þá um vilja þeirra og sjón-
armið. Einmitt vegna þess hve félagsmála-
starfsemi annarra stétta er orðin sterk,
við hina góðu aðstöðu bæjalífsins, mega
dreifðir bændur vara sig stórlega á að-
stöðu sinni og hættunni á því, að þeir verði
aftur úr vegna dreifbýlis. Bjargi bændur
sér ekki sjálfir, bjarga þeim ekki aðrir. Nú
magnast óðum öfl í landinu, sem telja
FRETTIR
Egill Thorarensen, kanpfélagsstjóri,
flaug til Svíþjóðar 15. sept. s. 1. í verzlun-
arerindum. Hann er fyrir nokkru kominn
heim aftur sjóleiðis.
Hverju svarar Alþingi?
Biöðin skýra frá því, að Bandaríkja-
stjórn óski einhverskonar aðstöðu fram-
vegis í Hvalfirði, Skerjafirði og flugvelli
Suðurnesja. Nokkur ágreiningur er þeg-
ar hafinn um það, hverju skuli svara þess-
ari málaleitun.
Gunnar Bjarnason, ráðunautur,
ritar í Vísi 16. okt.: „Hvernig kjötverðið
gæti verið lægra -— og bændur fengið
tryggt hærra verð, neytendur fengið betri
kaup og útgjöld ríkissjóðs lækkuð---“.
Grundvöllurinn fyrir þessum mögu-
ldika mun vera sá, að launastéttirnar
taki á sig 5—6 stiga vísitöluhækkun án
launahækkunar.
G. B. mun ferðast um Suðurland í haust
og halda fyrirlestra í búnaðarfélögunum
um fóðrunina í vetur, mun hann þá skýra
sjónarmið sitt um kjötverðið.
Kron
er að dreifast. í Hafnarfirði og Keflavík
hafa verið stofnuð ný kaupfélög vegna ó-
samlyndis innan Kron. Sennilegt er, að
hið sama gerist í Reykjavík.
Á Alþingi
fara fram þessa dagan umræður um af-
urðasölumál bænda og fjárlögin. Bændur
ættu að fylgjast sem bezt með afstöðu
þingmanna í þessum málum.
bændur hreina ómaga og óþarfa lýð. Einn-
ig aukast sjónarmið, sem vilja nota ykkur
bændur sjálfum sér til valdaframdráttar,
en hafa að öðru leyti yfirtekið ykkur og
sveitirnar með öllu, en sitja við há laun og
kjötkatlana í höfuðborginni.
Bjarni Bjarnason.