Árnesingur - 01.06.1945, Blaðsíða 8

Árnesingur - 01.06.1945, Blaðsíða 8
8 ÁRNESINGUR ÚTGEFANDI: K.F. ÁRNESINGA ÚTGÁFUNEFND: Páll Hallgrímsson sýslum. Bjarni Bjarnason skólastjóri Grímur E. Thorarensen fulltrúi Prentsmiðjan Edda h.f. ------------------------—----------- HITT DG ÞETTA í ársbyrjun 1944 voru 50 samvinnufélög í Sambandi ísl. samvinnufélaga. Það ár bættust tvö við, en ekkert hætti störfum. í árslok voru félögin því 52. Félagar í sambandsfélögunum voru í árslok 23.007 og fjölgaði á árinu um 1550 eða 7.3%. Sé gengið út frá, að ekki séu aðrir í félagi frá hverju heimili en hús- bóndinn og að 3y2 maður sé i hverju heim- ili til jafnaðar, eru rúmlega 80.500 manns, sem njóta samvinnufélaganna beinlínis. Allir hinir njóta þeirra einnig í hagkvæm- ara vöruverði, en þeir gefa kaupmönn- unum verzlunarhagnaðinn. * * * Tíminn segir, að Framsókn hafi verið í miklum meirihluta á Laugarvatnsfundin- um 7. sept. s. 1. Samt fékk B. B. ekki nema 19 atkv. við fundarstjórakjör, en P. Otte- sen 28. Sézt á þessu, að bændur geta hald- ið ópólitíska fundi um málefni sín. * * * Blaðið Bóndinn hélt því fram, að bænd- um væri það hrein nauðsyn að halda ó- pólitíska fundi um hagsmuni sveitanna. Þeim P. Ott. og Jörundi var ráðlagt, sem virðulegum elztu bændaleiðtogum í Al- þingi, að gera samtök um þetta sjónarmið og starfa að sameiningu bændanna. Tím- inn og Morgunblaðið töldu það fjarstæðu, að allir bændur sameinuðust. Ennfremur taldi Tíminn það hina verstu svívirðingu fyrir Jörund að ætla honum að eiga sam- eiginlegt áhugamál með Pétri Ottesen. Hvernig samrýmist þetta trausti því, sem P. O. naut á Laugarvatnsfundinum einmitt af þeim, sem Timinn segir að hafi átt þar pólitískan meirihluta? Ég skýri þetta þannig, að viðhorfið sé farið að fær- ast nær því, sem Bóndinn hélt fram á sín- um tíma, að allir bændur ættu að taka saman höndum og á þann hátt bjarga sveitunum og þar með landinu. B. B. * * * Kjötverðið. Bændur fá í mesta lagi kr. 6.00 fyrir dilkakjötskg. Útsöluverðið er kr. 10.85. Er þessi mismunur sök bændanna? Nei, þetta er rétt mynd af dýrtíðinni í Reykjavík, en bændunum er ámælt fyrir ódugnað og okur. T 'l' •l' Óvildarorð falla mjög oft til bænda bæði í blöðum og ræðuhöldum. Bændur gera lít- ið að því að bera hönd fyrir höfuð sér og vita minnst af því, sem gerist i herbúð- um bæjastéttanna. Hvenær ætli bænd- ur skilji nauðsyn þess, að skipulögð sam- tök til varnar og sóknar rétti sínum og hagsmunum, er þeim hrein lífsnauðsyn, jafnvel fremur en nokkurri annarri stétt. Bændur, hefjið sameiginlegt átak og gerið ykkur þannig einhuga stétt og sterka aðila í stjórn landsins. Slíkt er nauðsynlegt til jafnvægis i þjóðfélaginu og vegna framfaramála sveitanna, bæði til viðhalds og þróunar þess, sem þegar hefir áunnizt og til að móta og fram- kvæma nýtt. Enn er eitt tækifæri, en líka máske það eina og síðasta — næstu kosningar. B. B. * * ■[< Árnesingur mun koma út næst fyrir jól- in. Verður blaðið þá sent aðeins félags- mönnum K. Á. nema sérstakar óskir komi frá öðrum mönnum. í næsta blaði munu koma stuttar greinar eftir marga menn.

x

Árnesingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.